Hvað gerðir Þú um helgina?

24 November 2005

slappleiki....

Ég hugsaði mig vandlega um fyrr í dag um hvað ég ætti nú að gera við veikleika daginn minn. Lokaniðurstaða var að best væri að horfa á DVD og liggja uppi í rúmi. En þá þurfti ég að ákveða hvað væri nú best að horfa á. Valið var milli Sleepless in Seattle eða The Freshman. Að lokum varð The Freshman ofan á því S.I.N. gerist um jólin og það er nú alveg það síðasta sem ég þarf á að halda. Jólastemning. Síðustu viku er ég nefnilega búin að hlaupa um mitt eigið heimili og oftast enda lokuð inni í herberginu mínu á flótta undan jólalögum. Bæði móðir mín og Heiða eru komnar í alveg blússandi jólafíling, búnar að draga fram alla jóladiska á heimilinu og menga hvert herbergið á fætur öðru af ótímabærum jólatónum. Einmitt núna er ég til dæmis að hlusta á einhverskonar panflautu-fiðlu-djass stemningar útgáfu af einu þekktu lagi. Þess vegna hugsa ég að ég fari að flýja aftur inn í herbergið mitt. Fartölvur eru minn djöfull, hvar sem er geta þær mæðgurnar leynst með eina slíka í fanginu og TARAAAA jólatónlist í eyrum mínum. Ég þoli þetta ekki mikið lengur, verð að hætta núna....get ekki meira þetta er að fara með mig!
24. nóvember. Heill MÁNUÐUR í jólin. ughhh ég er farin að horfa á Sirrí inni hjá mér. Svo desperat er ég.

posted by Gugga Rós at 6:43 pm |

7 November 2005

Soffía Dóra....

er illkvittin ung dama. Heila kóræfingu hló hún að vetrarklossum móður minnar sem ég mætti í af illri nauðsyn. Það var svo sem ég lagi, ekki við öðru að búast þegar maður mætir í hörmulegum skófatnaði. (ææ nú hellti ég á mig Kristal Plús, beint í klofið. Og ég komin í náttfötin...) Jæja on with the story. Einhverntíma í miðri kóræfingu segir Marteinn kórstjóri: ,,Burt með blöðin!" Þá hrynur í Soffíu yfir allan kórinn BUU BUU BÖÖ!
Nú hélt ég að hún væri kominn á hápunkt illkvittninnar að gera grín að greyið kallinum svona hátt og snjallt. En þá hafði henni víst bara misheyrst. Það fannst mér skondið. Ég held að Soffía sé bara svolítið frumstæð og eigi á stundum erfitt með að greina orð og setningar vel.
Myndir frá bekkjarpartýinu eru komnar á síðuna + Myndir frá ,,Bavíanafundinum"
Ég þakka hlý orð í minn garð. Það er greinilegt að þið getið ekki lifað án mín og skemmtilegu skriftanna minna. Ég hafði ekki hjarta í mér að kvelja ykkur lengur.

Þau eru nú svolítið sæt saman ekki satt. Samt ekki jafn sæt og Biggi og karlkonan á Kaffi Cósý.....

posted by Gugga Rós at 11:36 pm |

About Me

My Photo
Name: Gugga Rós
Location: Reykjavík, Iceland

View my complete profile

Hinir töffararnir

  • Sigga sætasta!!
  • Auður Spánarfari
  • Glingur í hæsta gæðaflokki
  • Maroon Five fansite
  • Sagan endalausa
  • Arngunnur
  • Halla
  • Pælingar Kára
  • Beggi kempa
  • Grammar(practice)
  • Höslmaskínurnar
  • Sögur frá sólinni
  • Elín frænka
  • Lára frænka;)
  • Sigurlaug litla
  • Besti bekkur í öllum heiminum?
  • Biggi
  • Lena sæta
  • Blómaprinsessur
  • Palli bróðir
  • Myndir:)

    • Guggusíða
    • Siggusíða
    • Eddusíða
    • Soffusíða
    • Auðarsíða
    • Fyrri skrif

      • Gleðin tekur völd
      • Allt of fyndið í prófum
      • Hit me baby one more time...
      • Prófvæl
      • Britney
      • Summerland
      • Gossip Girl
      • Bush 2000
      • Framtíð Guðrúnar
      • If it hadn´t been for cotton-eye joe i´d been marr...

      Mánuðir

      • May 2004
      • June 2004
      • July 2004
      • August 2004
      • September 2004
      • October 2004
      • November 2004
      • December 2004
      • January 2005
      • February 2005
      • March 2005
      • April 2005
      • May 2005
      • June 2005
      • July 2005
      • August 2005
      • September 2005
      • October 2005
      • November 2005
      • December 2005
      • January 2006
      • February 2006
      • March 2006
      • April 2006
      • May 2006
      • June 2006
      • July 2006
      • August 2006
      • September 2006
      • October 2006
      • November 2006
      • December 2006
      • February 2007
      • July 2007
      • September 2007
      • February 2008
      • March 2008
      • April 2008
      • May 2008
      • June 2008
      • July 2008
      • August 2008
      • September 2008
      • October 2008
      • November 2008
      • December 2008

      Powered by Blogger