Hvað gerðir Þú um helgina?

24 November 2005

slappleiki....

Ég hugsaði mig vandlega um fyrr í dag um hvað ég ætti nú að gera við veikleika daginn minn. Lokaniðurstaða var að best væri að horfa á DVD og liggja uppi í rúmi. En þá þurfti ég að ákveða hvað væri nú best að horfa á. Valið var milli Sleepless in Seattle eða The Freshman. Að lokum varð The Freshman ofan á því S.I.N. gerist um jólin og það er nú alveg það síðasta sem ég þarf á að halda. Jólastemning. Síðustu viku er ég nefnilega búin að hlaupa um mitt eigið heimili og oftast enda lokuð inni í herberginu mínu á flótta undan jólalögum. Bæði móðir mín og Heiða eru komnar í alveg blússandi jólafíling, búnar að draga fram alla jóladiska á heimilinu og menga hvert herbergið á fætur öðru af ótímabærum jólatónum. Einmitt núna er ég til dæmis að hlusta á einhverskonar panflautu-fiðlu-djass stemningar útgáfu af einu þekktu lagi. Þess vegna hugsa ég að ég fari að flýja aftur inn í herbergið mitt. Fartölvur eru minn djöfull, hvar sem er geta þær mæðgurnar leynst með eina slíka í fanginu og TARAAAA jólatónlist í eyrum mínum. Ég þoli þetta ekki mikið lengur, verð að hætta núna....get ekki meira þetta er að fara með mig!
24. nóvember. Heill MÁNUÐUR í jólin. ughhh ég er farin að horfa á Sirrí inni hjá mér. Svo desperat er ég.

posted by Gugga Rós at 6:43 pm

|

<< Home

About Me

My Photo
Name: Gugga Rós
Location: Reykjavík, Iceland

View my complete profile

Hinir töffararnir

  • Sigga sætasta!!
  • Auður Spánarfari
  • Glingur í hæsta gæðaflokki
  • Maroon Five fansite
  • Sagan endalausa
  • Arngunnur
  • Halla
  • Pælingar Kára
  • Beggi kempa
  • Grammar(practice)
  • Höslmaskínurnar
  • Sögur frá sólinni
  • Elín frænka
  • Lára frænka;)
  • Sigurlaug litla
  • Besti bekkur í öllum heiminum?
  • Biggi
  • Lena sæta
  • Blómaprinsessur
  • Palli bróðir
  • Myndir:)

    • Guggusíða
    • Siggusíða
    • Eddusíða
    • Soffusíða
    • Auðarsíða
    • Fyrri skrif

      • Soffía Dóra....
      • Nostalgía
      • Eitthvað um mig?
      • Gaman á Tebó?Íslenskuritgerðin mín alveg að gera ...
      • Fimmtudagsbrjálæði.....
      • æææ og óóó
      • Gaman á Tebó....Rosalega verður líka gaman á morg...
      • Franz Ferdinand
      • Hljóðið
      • Allt í rusli

      Powered by Blogger