26 May 2006
21 May 2006
Eurovision

Það hefði nú ekki skipt máli þó að þessi hefði sungið um eðlisfræði. Ég hefði samt fylgst agndofa með. Rússland geymir greinilega mega-fine gaura.
Gaman í gær. Skemmtilegt kvöld. Þangað til töskunni minna var skammarlaust hnuplað. Ég er gríðarlega ósátt. Nú þarf ég að fara að vesenast fullt og fá nýtt af öllu.
16 May 2006
170 g hamborgari.
Erfitt að kyngja 170 g hamborgara. Líka þessu: Chris Daughtry rekin úr Idol í kvöld. Ég var næstum því farin að gráta. Ég ætti frekar að gráta yfir því hve mikið ég er inni í þessu öllu saman. Ég má ekki missa af einum einasta þætti. Nei nei nei. Grátbroslegt. Nú verður næsti þáttur svo fyrirsjáanlegur. Kat og Elliot fara auðvitað í úrslitin. Þau eru sko langbest finnst mér. Úff þetta eyðilagði alveg fyrir mér þetta líka fína kvöld.
Habbý átti afmæli í gær og kláraði prófin (næstum því) í dag. Hún er sæt og heppin stelpubons. Þrátt fyrir að vera á leiðinni í stærðfræðipróf á miðvikudaginn fann ég tíma til þess að fara ásamt fríðu föruneiti í rosa sumarstemningu í grill og fótbolta út á túni í tilefni þess. Það var ógeðslega gaman og sumarlegt og hressandi eins og perusafi. Bara 2-3 dagar eftir og þá verður þetta daglegur viðburður!
13 May 2006
Torture Me,
Until I Die,
I'd Rather Be In Hell,
Than Cause You To Cry.
Hope I Die Slowly,
Hope You Put Me Through Pain,
Hope You Push Me To Madness,
Hope You Drive Me Insane.
Like Scissors Through My Heart,
A Blade In My Skin,
As The Blood Flows Out,
Of The Holes From Within.
Leave Me Here To Die Bitch,
Leave Me To Bleed,
Let Me Die Alone,
It Was Never Meant To Be.
Ekki halda að ég sé farin að skrifa ljóð. Fann þetta með google. Jamm, þunglyndir litlir unglingar í bandaríkjunum sem vita ekki að á eftir kommu kemur ekki stór stafur. Æææ. Ég sleppti svona 20 öðrum erindum inn á milli. Æ æ. Greyið. Já, ég segi nú bara við þig ástsjúki goth krakki: Prófaðu að vera í vorprófum.
Nei þetta meinti ég ekki.
9 May 2006
You scored as Art. You should be an Art major! How bohemian!
What is your Perfect Major? (PLEASE RATE ME!!<3) created with QuizFarm.com |
Ógeðslega er ég fegin að þurfa aldrei aldrei aftur að stara út í loftið í efnafræðitíma (Tjékkið á neðsta faginu). Hins vegar hef ég áhyggjur af næst neðsta og næst-næst neðsta. Ég er á rangri hillu í lífinu samkvæmt þessu, nei ég er í röngu herbergi í lífinu samkvæmt þessu. Ég ætla að skipta yfir í lista-félagsfræðibraut í MH og fá einingar metnar fyrir dansnámið í Listaháskólanum. Ég mun skrifa dálka um leiklist og mannfræði í helgarblaðið endrum og eins fyrir aukamonní.
Blogspot lá niðri fyrr í dag, ég tók að sjálfsögðu mikið eftir því enda háð blogginu mínu eins og sumir eru kaffi. Ég er voða glöð að það er farið í gang aftur.
Ég tróð rauða hægindastólnum úr stofunni út á svalir áðan, svo notaði ég koll úr eldhúsinu sem borð og var búin að skella mér þarna niður með tónlist á fóninum, líffræðibókina í fanginu og pizzu í ofninum. Nokkrum mínútum síðar kom randafluga. Risastór hlussa, drápsóð líka, ég sá það á henni. Hún lét mig ekki í friði og ég hrökklaðist að lokum aftur inn í stofu (lá á gólfinu þangað til henni þóknaðist að fara aftur út í garð). Ég hata randaflugur. Þær tala líka svo asnalega.
6 May 2006
Sigga og Signý bíða í röð. Kjánaleg regla. Sé mig alveg fyrir mér að bíða fyrir utan gamla skóla.
Anna og Hildur skemmta sér vel á þemadögunum Afríka
Þarna sést glitta í Helgu að dansa ásamt Agnes de Bourgh, hvar er hún núna?
Fann þessa líka sætu mynd af Heiðu systur með Hildi og Tótlu, já einu sinni voru allir litlir.

Haha þessi er langbest. Bekkurinn í danskennslu, sést vel í Hildi að vanda sig mikið. Ég er þarna rétt fyrir aftan hana í svarti og appelsínugulri peysu.

Og svo glæsilega bekkjarmyndin okkar úr 7.bekk. Ææææ ég vil vera lítil og minni og minnst en ekki 18 og hálfs árs að fara í fullt af stúdentsprófum. Hvert fóru þemadagarnir og heimakrókur og smíði og handmennt og miðrými og svo auðvitað jóla-,páska-, sumar-, haustskrautið sem maður var alltaf að dunda sér við? Ég sakna þess þegar Hildur var best að teikna og Anna átti alltaf vettlinga og Steinvör var notuð sem kossavopn gegn strákunum og það mátti ekki fara í skóginn en við lékum okkur samt í bangsaleik þar og yfirvallanna og bekkjarleikja í fótbolta þar sem maður klúðraði nú ýmsu og páskaunganna sem er víst hætt að hafa núna vegna fuglaflensunnar.
Ég man þegar ég átti að mála mynd af mér í framtíðarstarfinu og ég málaði mig sem sjoppukonu vegna þess að þá gæti ég borðað fullt af nammi. Sá draumur rættist síðasta sumar. Hvað er þá eftir? Ég fékk 6 á fyrsta efnafræðiprófinu mínu í 6.bekk hjá Erni sem er núna orðinn skólastjóri. Gvöð, það er nú ekki hægt að búast við miklu af mér eftir þá frammistöðu.
Jæja best að halda áfram. Búin að skemmta mér allt allt of lengi við þetta.
Ég var búin að borða hollt hálfan daginn þegar ég mundi eftir því að í dag er Megrunarlausi dagurinn. Shit, bætti nú fljótt fyrir það með því að fá mér All American Chocolate Chip Cookies sem innihalda Sykur, sætuefni, rotvarnarefni og súkkulaðibita. Held ég fái mér síðan líka kók og snúð á eftir. Haha.
3 May 2006
Agricultural development
Bless.