Hvað gerðir Þú um helgina?

1 December 2006

Kæra dagbók!

Í dag er búið að vera mjög gaman. Ég vaknaði klukkan 9:30 og klæddi mig og borðaði morgunmat og setti allt ofan í töskuna mína nema verkbók í lífrænni efnafræði því ég er búin að týna henni. Svo þurfti ég að hlaupa að ná strætó því ég hélt ég væri of sein en svo var ég ekki sein og ég þurfti að bíða eftir strætó í næstum því tíu mínútur og það var kalt. Ég gleymdi húfu. Í strætó sat ég ein en þegar ég kom út úr honum komst ég að því að Herdís og Beggi voru líka í strætó. Ég sá þau ekki því þau voru aftast. Þau eru kærustupar. Ég á ekki kærasta. Þegar ég kom inn í stofu sá ég að allir í bekknum komu með eitthvað á jólahlaðborðið okkar út af litlu-jólunum. Ég var ekki með neitt nema eina mandarínu. Það var samt allt í lagi því ég og Olga Sonja sem býr með ömmu sinni og afa fórum í bakaríið og keyptum súkkulaðiköku og kókómjólk. Okkar kókómjólk kláraðist. Einhver annar kom með kókómjólk en hún kláraðist ekki. Svo opnuðum við pakka og ég fékk kúrekapenna og skopparabolta. Það var flott en nú finn ég ekki skopparaboltann minn. Ég er samt ekki búin að leita vel. Eftir skóla fór ég að ljósrita stærðfræðidæmi úr bókinni hans Gumma með Bigga og það tók langan tíma vegna þess að það var svo löng röð í ljósritunarvélina og svo þurftum við líka að ljósrita svo mörg dæmi og við vorum sko ekki vinsæl hjá fólkinu sem var að bíða! Nú er ég komin heim og var að setja myndirnar mínar á síðuna mína. Áðan ætlaði ég að tala við Heiðu en þá var hún í prófi! Heima! Í tölvunni sinni. Það fannst mér skrítið. Í kvöld verður lambalæri í matinn og Palli og Arvid koma. Í dag er 1. desember en ég fékk samt enga gjöf frá Julenissunum en mamma sagði að kannski hefði þeim ofboðið draslið hjá mér og þess vegna fengi ég ekki gjöf. Ég held að hún sé að ljúga vegna þess að ég sá pakkadagatalið mitt í þvottahúsinu og held að þau hafi kannski bara gleymt því. Ég er samt búin að laga til til öryggis. Nú er ég að hlusta á Celine Dion og Barbara Streisand vegna þess að það er fyndið. Pabbi var að koma heim núna. Þessar myndir tók ég í skólanum í dag:


Eftir þrjá daga fer ég í stærðfræðipróf en ég ætla samt að horfa núna á einn Sex and the City þátt vegna þess að það er svo gaman og það er líka föstudagur.
Bless bless!
Guðrún Rós

posted by Gugga Rós at 4:34 pm |

About Me

My Photo
Name: Gugga Rós
Location: Reykjavík, Iceland

View my complete profile

Hinir töffararnir

  • Sigga sætasta!!
  • Auður Spánarfari
  • Glingur í hæsta gæðaflokki
  • Maroon Five fansite
  • Sagan endalausa
  • Arngunnur
  • Halla
  • Pælingar Kára
  • Beggi kempa
  • Grammar(practice)
  • Höslmaskínurnar
  • Sögur frá sólinni
  • Elín frænka
  • Lára frænka;)
  • Sigurlaug litla
  • Besti bekkur í öllum heiminum?
  • Biggi
  • Lena sæta
  • Blómaprinsessur
  • Palli bróðir
  • Myndir:)

    • Guggusíða
    • Siggusíða
    • Eddusíða
    • Soffusíða
    • Auðarsíða
    • Fyrri skrif

      • Gleðin tekur völd
      • Allt of fyndið í prófum
      • Hit me baby one more time...
      • Prófvæl
      • Britney
      • Summerland
      • Gossip Girl
      • Bush 2000
      • Framtíð Guðrúnar
      • If it hadn´t been for cotton-eye joe i´d been marr...

      Mánuðir

      • May 2004
      • June 2004
      • July 2004
      • August 2004
      • September 2004
      • October 2004
      • November 2004
      • December 2004
      • January 2005
      • February 2005
      • March 2005
      • April 2005
      • May 2005
      • June 2005
      • July 2005
      • August 2005
      • September 2005
      • October 2005
      • November 2005
      • December 2005
      • January 2006
      • February 2006
      • March 2006
      • April 2006
      • May 2006
      • June 2006
      • July 2006
      • August 2006
      • September 2006
      • October 2006
      • November 2006
      • December 2006
      • February 2007
      • July 2007
      • September 2007
      • February 2008
      • March 2008
      • April 2008
      • May 2008
      • June 2008
      • July 2008
      • August 2008
      • September 2008
      • October 2008
      • November 2008
      • December 2008

      Powered by Blogger