Hvað gerðir Þú um helgina?

21 June 2008

Fyndni...

Epli og banani ganga yfir götu og bíll keyrir yfir bananann, þá segir eplið: Komdu hérna bananasplittið þitt. Næsta dag ganga eplið og gulrót yfir götuna og sami bíll keyrir yfir gulrótina, þá segir eplið: Af hverju ertu alltaf að keyra á vini mína?

e. Sögu Garðarsdóttur - www.harmsaga.blogspot.com


Ég fór á tónleika með Prentvillunum á Kaffi Hljómalind í kvöld. Þar mætti ég einsömul en rakst á fyrrnefnda Sögu nokkra Garðarsdóttur. Tónleikarnir voru algjört masterpiece, troðið út úr dyrum (færri komust að en vildu), stemningin var rafmögnuð (sérstaklega þegar hljómsveitin tók hittarann Sjónskekkja) og áhorfendur létu vel í sér heyra (sérstaklega leðurklæddi róninn).

http://www.myspace.com/prentvillurnar

Eftir tónleikana tók svo við stutt en viðburðarík brettakeppni á laugarveginum þar sem keppendur sýndu ýmsar kúnstir án þess þó að mega gera hefðbundin brettatrix enda um langferðabretti að ræða. Kvenkeppendurnir tveir þjáðust báðir af stuttkjólasýkinni alþekku en létu það ekki á sig fá og lögðu allt undir, heppnir vegfarendur fengu því að njóta útsýnisins.
Þá var förinni heitið á Boston þar sem við Saga rifjuðum upp gamla góða brandara og ræddum við mögulega ófyndnasta mann landsins, allavega stórhöfuðborgarsvæðisins. Sá drengur var í "I´m with stupid" bol og Family Guy nærbuxum. Enough said.

Á leiðinni heim var verið að spila þessi tvö lög í útvarpinu, þvílík tilviljun, ótrúlegt coincidence:

og

posted by Gugga Rós at 12:24 am |

15 June 2008

Sigga á afmæli!

Annars er þetta helst í fréttum hjá mér:


1.12 June20:12ICEnet, Hveragerdi, Arnessysla, Iceland
2.13 June10:42Tiscali BV, Amsterdam, Noord-Holland, Netherlands, The
3.13 June13:11Telstra Internet, Sydney, New South Wales, Australia
4.13 June16:24ADSL users, Reykjavík, Gullbringusysla, Iceland
5.13 June19:043 Customer dynamic address pool, Roskilde, Denmark
6.14 June06:49Tolvumidstod domsmalaraduneytis, Reykjavík, Gullbringusysla, Iceland
7.14 June11:22TDC Kabel TV, Copenhagen, Staden Kobenhavn, Denmark


Dómsmálaráðuneytið er komið á hælana á mér...gerið ráð fyrir að síðunni verði fljótlega lokað fyrir fullt og allt, það hlaut að koma að því. Félagar haldið ótrauðir áfram! Lengi lifi byltingin!

posted by Gugga Rós at 4:19 pm |

8 June 2008

Þynnkulaus sunnudagur

Að fara í Kringluna án þess að fá höfuðverk

Að horfa á Friends og EM án þess að svima

Að fá sér Boozt í staðinn fyrir hamborgara

Að hlakka til kvöldmatarins

Að langa á Miklatún í blak með stelpunum

Já þynnkulausir sunnudagar hafa sína kosti, it´s nææææs!

posted by Gugga Rós at 3:47 pm |

2 June 2008

Bara svolítið að bíða..


Ég var að bíða eftir tækifæri til þess að blogga á netinu í símanum, það fannst mér ógurlega spennandi en nú get ég ekki beðið lengur með þetta stöff enda rennur mér blóðið til skyldunnar að blogga fyrir mínu dularfullu lesendur (hmmm...). Það er ekki mikið að frétta samt nema að ég elska vinnuna mína, Elska með stóru E-i á eftir kommu. En það er heldur ekkert skrítið. Núna er ég bara að bíða eftir að diskurinn sem ég er að stela af netinu niðurhlaðist. Það gengur ekkert vel, bara 3.6% búin. Það væri ánægjulegt gengi niðurhlaðningin betur. Það væri óskandi. En Phil Collins-Greatest Hits er alveg þess virði að bíða eftir.

Meðfylgjandi er mynd af okkur á leið í Fjölskyldu- og Húsdýragarðinn. Sjís hvað ég var spennt!

posted by Gugga Rós at 7:40 pm |

About Me

My Photo
Name: Gugga Rós
Location: Reykjavík, Iceland

View my complete profile

Hinir töffararnir

  • Sigga sætasta!!
  • Auður Spánarfari
  • Glingur í hæsta gæðaflokki
  • Maroon Five fansite
  • Sagan endalausa
  • Arngunnur
  • Halla
  • Pælingar Kára
  • Beggi kempa
  • Grammar(practice)
  • Höslmaskínurnar
  • Sögur frá sólinni
  • Elín frænka
  • Lára frænka;)
  • Sigurlaug litla
  • Besti bekkur í öllum heiminum?
  • Biggi
  • Lena sæta
  • Blómaprinsessur
  • Palli bróðir
  • Myndir:)

    • Guggusíða
    • Siggusíða
    • Eddusíða
    • Soffusíða
    • Auðarsíða
    • Fyrri skrif

      • Gleðin tekur völd
      • Allt of fyndið í prófum
      • Hit me baby one more time...
      • Prófvæl
      • Britney
      • Summerland
      • Gossip Girl
      • Bush 2000
      • Framtíð Guðrúnar
      • If it hadn´t been for cotton-eye joe i´d been marr...

      Mánuðir

      • May 2004
      • June 2004
      • July 2004
      • August 2004
      • September 2004
      • October 2004
      • November 2004
      • December 2004
      • January 2005
      • February 2005
      • March 2005
      • April 2005
      • May 2005
      • June 2005
      • July 2005
      • August 2005
      • September 2005
      • October 2005
      • November 2005
      • December 2005
      • January 2006
      • February 2006
      • March 2006
      • April 2006
      • May 2006
      • June 2006
      • July 2006
      • August 2006
      • September 2006
      • October 2006
      • November 2006
      • December 2006
      • February 2007
      • July 2007
      • September 2007
      • February 2008
      • March 2008
      • April 2008
      • May 2008
      • June 2008
      • July 2008
      • August 2008
      • September 2008
      • October 2008
      • November 2008
      • December 2008

      Powered by Blogger