Hvað gerðir Þú um helgina?

14 September 2008

Sjónvarpsþættir

Þóra hress í skólanum...

Snúllar í bíó...


Þegar sumarsólin kemur loksins....

Lena átti afmæli síðasta laugardag...

Ég bakaði þetta....


Jább...


Auður kom í leyni heim frá Rússlandi og faldi sig í þessum kassa...


Þangað til við opnuðum hann og fundum hana þar....


Áður en kassinn var opnaður....



Ótrúlegt hvað þeir eru miklir tíma/orkusugur. Gossip Girl, House, O.C., Friends, Grey´s Anatomy úff. Ég var að ljúka við að horfa á síðasta Gossip Girl og sökum þreytu og skólabugunar fór hann ekki vel í mig. Undirförull Chuck Bass og tussulegar gellur og asnalegt lið og ljótar blússur með slaufum blööööhh ég var ekki að fíla þetta. Af hverju þurfa allir að vera svona tíkarlegir. Af hverju er Serena að láta svona, þetta stefnir í illt. Ég sem vildi bara sjá gleði gleði gleði.
Síðustu viku er ég líka búin að eyða þónokkrum tíma í að velta fyrir mér House downloadinu mínu sem gengur ekkert sérstaklega vel. Ég er nefnilega að niðurhlaða heilli seríu, aldrei fyrr hef ég gerst svo stórtæk. Niðurhlaðningin á sér bara stað uppi í skóla þar sem netið er ekki alveg að gera sig heima hjá mér, hins vegar er hraðinn síbreytilegur og ég er alltaf að velta þessu fyrir mér og fylgjast með, kíkja hvernig gangi og ég veit ekki hvað. Eins og komið er er ég búin með 44,3 %. En ég get ekki horft á neitt fyrr en allt er búið og með þessu framhaldi verður þetta tilbúið einhverntíma í næsta mánuði.

Svo heyrði ég þessar hörmulegu fréttir af væntanlegri Grey´s Anatomy seríu, upphafsþátturinn er víst með eitthvað rosalegt twist og bla bla. Greyið Grey.....hahahahaha þetta fannst mér fyndið vegna þess að mér finnst ég alltaf fyndin.

Svo reyndi ég að horfa á O.C. á netinu um daginn en það gekk allt svo hægt að ég gafst upp eftir fyrstu tvo þættina í fyrstu seríu.

Friends eru skemmtilegir þættir, Gyða á þá alla. Ég er fegin að ég á þá ekki alla. Þá væri ég ekki búin að stíga fram úr rúmi í langan tíma.

Annars er allt það fínasta að frétta af raunverulegu lífi mínu. Ég er bara að reyna að klæða mig vel, klæða af mér rokið og rigninguna. Búin að draga fram húfu og vettlinga og trefillinn er orðinn must have fylgihlutur á öllum stundum. Jamm veturinn er að ganga í garð.

Í dag vann liðið mitt verðlaun í landafræðikeppni í Smáríkjum í Evrópu tímanum mínum. Fengum nælu með íslenska fánanum og Evrópubandalagsfánanum, megakúl.

Nú var einhver snillipinni að setja Bob Marley-Buffalo Soldier á bylgjuna, næææs, fílaða.

Síðasta föstudag bjó ég til megaflottar muffinsmúffupúffur, þær fóru á Top 10 helstu afrek Guðrúnar í eldhúsinu listann.

posted by Gugga Rós at 1:34 pm |

11 September 2008

Þegar dagar fara ekki í neitt....

Dagurinn í dag hefur hingað til verið einn af þeim. Steinsofnaði í gær klukkan hálf 8 alklædd og rumskaði ekki við mér fyrr en 8 í morgun. Þar sem ég er ekki forrituð til vinnu fyrir hádegis fór morguninn í að fá mér að borða og spjalla við fjölskyldumeðlimi og setja þrjár vélar af svörtu í þvott (djammfötin fyrir helgina skiljiði). Klukkan hálf tólf var ég á röltinu í strætóskýlið þegar ofurmæðgurnar Sigga Gyða og Margrét pikkuðu mig upp, það var einstaklega ánægjulegt og sparaði mér 280 kr. Hins vegar breyttust lærdómsplönin í hádegisverðsplön með Siggs, Hilds og Soffs á háskólatorgi (tptb=the place to be). Eftir það skellti ég mér í skráningu í hið mikilfenglega politicafélag stjórnmálafræðinnar. Um eitt mætti ég á þjóbó en sökum eftirvæntingar og stress fyrir skráningu í fyrstu vísó ferð vetrarins sem átti að hefjast 2 (ég var nefnilega hrædd um að gleyma mér í bókunum og missa af henni) gerðist lítið sem ekkert í lestrinum þann klukkutímann. Á slaginu 2 var ég svo orðin svona líka hungruð og ákvað að skella mér í mat með BB aka Bigga og Bjartmari (vantaði bara Slöku). Og hér er ég svo mætt á ný í mitt horn á Þjóbó klukkan orðin 15:09 og ég búin að ná að lesa heilar 20 bls. í dag, hvorki meira né minna! Þetta háskólasvæði er náttúrulega bara orðið að félagsmiðstöð á þessum síðustu og verstu tímum, hvergi getur maður snúið sér án þess að rekast á félaga. Ég hugsa oft til síðasta veturs með söknuði, þegar ég gekk um háskólann óáreitt og spisaði lítið annað en kók og kanelsnúð í hinni víðfrægu kaffistofu Odda. Eini félagsskapurinn var mamma mín en á skrifstofu hennar leit ég stundum inn á í. Það voru sko tímarnir. Those were the days.
En það má ekki gleyma sér um of í fortíðarþrá, nú er staðan sú að eftir fjörutíu og fimm mínútur á ég að mæta í tíma og fyrir þann tíma þarf ég að ljúka lestri 15 blaðsíðna um neófunctionisma og andstæðinga hans. Kvöldið bíður með 2 kafla í Statistics fram undan.
En don´t cry for me Islandia á morgun kemur nýr og betri dagur með vísó í atlantsolíu og kveðjupartý á kárastíg. Ég er bjartsýn á framtíðina.

posted by Gugga Rós at 3:00 pm |

About Me

My Photo
Name: Gugga Rós
Location: Reykjavík, Iceland

View my complete profile

Hinir töffararnir

  • Sigga sætasta!!
  • Auður Spánarfari
  • Glingur í hæsta gæðaflokki
  • Maroon Five fansite
  • Sagan endalausa
  • Arngunnur
  • Halla
  • Pælingar Kára
  • Beggi kempa
  • Grammar(practice)
  • Höslmaskínurnar
  • Sögur frá sólinni
  • Elín frænka
  • Lára frænka;)
  • Sigurlaug litla
  • Besti bekkur í öllum heiminum?
  • Biggi
  • Lena sæta
  • Blómaprinsessur
  • Palli bróðir
  • Myndir:)

    • Guggusíða
    • Siggusíða
    • Eddusíða
    • Soffusíða
    • Auðarsíða
    • Fyrri skrif

      • Gleðin tekur völd
      • Allt of fyndið í prófum
      • Hit me baby one more time...
      • Prófvæl
      • Britney
      • Summerland
      • Gossip Girl
      • Bush 2000
      • Framtíð Guðrúnar
      • If it hadn´t been for cotton-eye joe i´d been marr...

      Mánuðir

      • May 2004
      • June 2004
      • July 2004
      • August 2004
      • September 2004
      • October 2004
      • November 2004
      • December 2004
      • January 2005
      • February 2005
      • March 2005
      • April 2005
      • May 2005
      • June 2005
      • July 2005
      • August 2005
      • September 2005
      • October 2005
      • November 2005
      • December 2005
      • January 2006
      • February 2006
      • March 2006
      • April 2006
      • May 2006
      • June 2006
      • July 2006
      • August 2006
      • September 2006
      • October 2006
      • November 2006
      • December 2006
      • February 2007
      • July 2007
      • September 2007
      • February 2008
      • March 2008
      • April 2008
      • May 2008
      • June 2008
      • July 2008
      • August 2008
      • September 2008
      • October 2008
      • November 2008
      • December 2008

      Powered by Blogger