Hvað gerðir Þú um helgina?

27 August 2004

Skólarugl

Merkilegt hvað það er mikið erfiðara að tala um hlutina en að gera þá. Eins mikið og það tók á að hugsa um skólann þá er bara búið að vera helvíti gaman hjá mér þessa viku. Auðvitað hafa skemmtileg plaggöt og rafmagnaðir pennar hjálpað eilítið til ;)
Nei annars tók Lena á skarið í dag við að skreyta okkar helming af stofunni, the backside:D, með fallegum plaggötum af berum gaurum. Gaman að þessu. Lena alveg on fire þessa dagana, er líka orðin bekkjarráðsmaðurinn okkar. Allt Hildi og Bigga að þakka sem buðu hana fram fyrir hennar hönd. Já þá veit maður hvar Lena verður í vetur, að rukka peninga og hringja á rútustöðvar og veitingastaði og leita að fyrirpartý-stöðum. Sem er ekkert nema gaman....
Skólaárið hófst samt ekki vel þegar ég fann síðu í skruddunni okkar þar sem FM kynnti FM Guggur. Undir voru svo myndir af stærstu poppgellunum. Önnur síða var svo heiðruð FM Hnökkum. Ég er ekki sátt. Hef aldrei heyrt um að vera Gugga. Það er búið að saurga nickname-ið mitt allhressilega enda er fólk búið að vera að gera grín af mér óspart. Svo þegar ég ætlaði að taka þátt í gríninu mistókst það :(

Í kvöld erum við stelpurnar að fara í smárann í bíó. Ætlum að skella okkur á ,,Ástarsögu aldarinnar", The Notebook, þar sem það vantar soldið upp á rómantíkina hjá okkur. Það ætti að vera kósí-kvöld hjá okkur saman. Svo fékk Steinvör bílprófið í morgun og Signý fyrr í vikunni þannig að það verður stanslaust stuð á leiðinni.

Svo skráði ég mig í Salsa í kramhúsinu með stelpunum. Eftir smá rugl held ég að þetta sé að ganga upp hjá okkur. Svo maður getur líklegast dansað af sér fæturna í vetur með Salsa-æfingar einu sinni í viku, böll og partý. Það verður brjálað stuð!

Jæja slæ botninn í þetta núna þar sem ég hef held ég bara ekkkkkkkert meira að segja mínum ástkæru lesendum, sem mættu reyndar vera duglegri að kommenta.

FM Guggan

posted by Gugga Rós at 6:09 pm |

22 August 2004

úje!

Þetta er kannski orðin gömul tugga en uppáhaldstónleikarnir mínir núna eru Lou Reed. Hann er kannski kominn á sextugsaldurinn en það er líf í Lou´s æðum! Ég, Helga og Heiða sátum orðlausar í stúkunni, sérstaklega þegar sellóistinn tók sólóið. Það var rosalegt. Svo var líka Satilite of love ógeðslega flott og Perfect day út úr heiminum. Svo voru líka lögin af Raven cool. Annars er ég komin á þá skoðun að það borgi sig alveg að punga út öðrum þúsundkalli fyrir stúkusæti. Svo fær maður líka að vera í návígi við stjörnurnar. Hver ætli hafi mætt á svæðið önnur en JULIA STILES!! Labbaði beint fram hjá okkur enda vorum við í svona fínum sætum á annarri röð. Það var svakaleg viðbót þó Heiða hafi nú verið æstust, fríkaði alveg út. Það er allt annað að sjá allt sem gengur á á sviðinu. Cool líka að sjá yfir mannfjöldann niðri. Annars er ég komin í vandræði með að velja á milli, það hafa bara verið allt of góðir tónleikar síðastliðin ár. Coldplay, Muse, Placebo, 50 cent, Diana Krall... Endalaust. Svo er ég náttla búin að missa af ýmsu líka. Damien Rice, Starsailor, fyrstu Coldplay tónleikarnir, Led Zeppilin ( var reyndar ekki fædd þá þannig að það er góð afsökun). Damien Rice er svo að koma aftur kannski, þá missi ég ekki af honum aftur. 20 ára aldurstakmark my ass. Svo má maður náttla ekki gleyma Foo Fighters, einu tónleikunum sem mér hefur virkilega leiðst á. Þar fór 4000 kall til einskis.

Skólinn svo alveg að byrja, bekkirnir komnir á netið. 4 nýjir annars ekki mikil breyting. 4-Z er andskoti cool. Hefur svona töffara hljóm segi ég. Lýst vel á þetta!
Er í Casa Christi, stofu 1. Oog umsjónarkennarinn er Þyri dönskukennari. Þá er það komið.

Fór í klippingu á föstudaginn og er bara nokkuð ánægð. Hárið svona mjúkt og fínt eins og alltaf eftir klippingu, væri til í að fara einu sinni í viku í klippingu. Hafa alltaf svona fínt hár.

Menningarnótt var í gær. Ég gerði mest lítið, horfði á Hallmark um daginn með Heiðu og borðaði allt of mikið af súkkulaði. Sem er reyndar orðið daglegur viðburður hjá mér. Ekki Hallmark heldur súkkulaðið það er að segja ;) Fór svo í bæinn með ömmu, mömmu og pabba um kvöldið. Komst að því að ég þekki öll lögin með Egó. Hélt ekki hefði aldrei heyrt í þeim. En svo ryfjaðist það nú upp fyrir mér að ég heyrði þetta allt hjá Palla á miklu yngri árum. Örugglega fyrir 10 árum. Uss nú er maður gamall. Ég er rétt að venjast því að muna eftir einhverju fyrir 10 árum. Finnst eins og ég eigi að hafa verið 3 ára þá. En nei, fyrir 10 árum var ég 6 ára.
Sem minnir mig á að ég var að skoða gamlar myndir um daginn frá Grandaskóladögunum. Hef sjaldan hlegið jafn mikið og yfir bekkjarmyndinni frá 3. bekk. Eða 4. ?
Allavega eru ég og Auður svo ótrúlega nördalegar, samt sérstaklega ég :D Þarf að skanna hana inn í tölvuna einhverntíma, sýna hana ;) Hún er fyndin.
Annars hef ég ekkert annað að segja, engin niðurdrepandi orð um enda sumarsins þar sem ég er komin með nóg af því. Engar sorgarfréttir um byrjun skólaársins enda vita allir að það er að byrja. Svo er líka asnalegt að eyða dögum í fílu yfir því að skólinn sé að byrja. Mest allt árið er maður í skólanum og það hefur nú ekki drepið neinn enn svo hann er ekki það slæmur. Hins vegar getur maður fengið húðkrabba af sól svo skólinn er betri kostur.
Adios! Sjáumst í skólanum!

posted by Gugga Rós at 2:04 pm |

17 August 2004

Stanslaust stuð.....

Jæja stelpukvöldið hjá Lenu breyttist í stelpukvöld hjá Hildi. Ágætt kvöld en ekkert framúrskarandi. Laugardagskvöldið var hins vegar fullt af stuði og skemmtun, bætti upp helgina. Ég og Signý sniðgengum partý-höld og leigðum 50 first dates heima hjá mér. Ágætis mynd sem ég reyndar gleymdi að skila þangað til í dag. Fékk sekt:( Breytti henni reyndar úr 800 kr. í 400 kall. Veit ekki alveg hvernig samt. Kannski brosti ég svona blítt.
Ég og fyrrnefndur aðili skemmtum okkur svo fram á nótt við að veðja á sundkappa á Ólympíuleikunum. Ég fann hæfileika sem ég vissi ekki um. Mínir kallar unnu 4 af 5 sundunum. Held ég fari að veðja á hesta eða eitthvað, fá smá pening. Annars gæti það verið vegna flottu baráttusöngvanna minna. Ian Thorpe he's our worp!
PS: fór í smáralindina í gær með stelpunum og keypti ekkert, mikill sigur.
Lag dagsins: Cheers darlin' = Damien Rice.

posted by Gugga Rós at 7:17 pm |

12 August 2004

G-Unit!

Usssususss maður veit aldrei hverju maður má búast við þegar farið er á tónleika. Ég hélt nú ekki að það yrði jafn brjálað stuð á G-Unit og það var. Var reyndar komin með efasemdir þegar Rottweiler hituðu upp og ég kunni ekki nema eina og eina setningu inn á milli. Það var skiljanlega ekkert allt of gaman. Þá svona rétt rifjaðist upp fyrir mér að ég kann svona 7 50 cent/ G-Unit lög. En Quarashi kom á svið og þeir voru brilliant, ekki var nú verra að Tiny mætti á Devitos eftir Laugardalshöll. Selebrity sighting í hæsta gæðaflokki.
En ég alveg hreint bráðnaði þegar G-Unit mættu loksins á sviðið. Það bara skipti ekki neinu máli hvort lögin voru þekkt eður ei. Auðvitað var alveg brjálað að heyra ,,in da club" ,,If i can´t do it" og svona slagara live. Stuðið var alveg í hámarki. Þeir voru svo kurteisir og góðir drengir, mjög svo almúgalegir þannig að þeir náðu alveg hlutdeild í hjarta mínu. Þeir virtust voðalega ánægðir með að vera hérna á Íslandi sem er auðvitað alltaf plús. Furðaði mig reyndar á því hve gott mál þeir töluðu. Ég heyrði bara f-orðið ekki neitt í millisamtölunum milli laga. Svo hrósuðu þeir íslenska bjórnum líka. Ég get nú ekki annað en vonað að ég skemmti mér eins vel á Lou Reed eftir minna en 2 vikur! Vá ég er alveg rugluð í öllum þessum tónleikum.
Tók alveg sérstaklega eftir því að fólk var minna í ýtingum og olnbogaskotum en á rokktónleikum. Reyndar soldið um að fólk reyndi að troðast fram fyrir okkur en Lena var nú þarna til þess að halda okkur á réttum stað ;)
Annars er stelpukvöld hjá Lenu næsta föstudag (vonandi?). Þannig að stuðið heldur bara áfram. Nú er um að gera að kaupa sér G-unit diskinn og halda partý-inu áfram heima við. Sletta úr klaufunum áður en skólinn byrjar!
SEE YA!


posted by Gugga Rós at 7:31 pm |

8 August 2004

Rugl

Halló halló! Langt síðan ég bloggaði ég veit, en það var nú ekki mér að kenna. Bloggið var í einhverju rugli og ég komst aldrei inná það. Annars er allt í stuðinu hjá mér. Ekkert að gera nema að vinna aðra hverja helgi á Hótel Björk og tjilla þar á milli. Sigga hefur reyndar gengið í klúbbinn og tjillar heima með mér. Það er nú fátt nýtt að frétta nema kannski að 50 cent tónleikarnir eða 5 þúsund manna partýið eins og Sigga kallar það eru næsta miðvikudag og auðvitað skelli ég mér þangað með hinu flotta fólkinu :). Það verður brjálað. Svo fer ég á Lou Reed 20.ágúst með Hildi og Helgu sem verður líklegast alveg allt öðruvísi upplifun. En þannig á það líka að vera. En svo er ég búin að breyta herberginu mínu og finnst mér hafa tekist nokkuð vel. Endilega komið og kíkjið á það þeir sem enn hafa ekki séð það.

Fór í partý með stelpunum sem eru í bænum í gærkvöldi þar sem við uppgötvuðum hina miklu gleði sem fylgir trampólínum aftur. Ég, Sigga og Helga fórum hamförum þó að Sigga hafi nú ekki verið með latexgallan og rétta skó með sér. Svo sáum við líka fólk misnota húsvagn og race, misstum reyndar af race-inu vegna smá óhapps en það var allt í lagi. Bara fínasta kvöldstund hjá okkur. Styttist í skólann, leiðinlegt að segja svona en það er satt. Bókalistarnir komnir á netið fyrir lööngu, veit ekki alveg hvað fólk er að pæla. Hver kaupir skólabækur í júlí?
Ætla að slá botninn í þetta eða hvað sem það er aftur... See ya :D

posted by Gugga Rós at 6:50 pm |

About Me

My Photo
Name: Gugga Rós
Location: Reykjavík, Iceland

View my complete profile

Hinir töffararnir

  • Sigga sætasta!!
  • Auður Spánarfari
  • Glingur í hæsta gæðaflokki
  • Maroon Five fansite
  • Sagan endalausa
  • Arngunnur
  • Halla
  • Pælingar Kára
  • Beggi kempa
  • Grammar(practice)
  • Höslmaskínurnar
  • Sögur frá sólinni
  • Elín frænka
  • Lára frænka;)
  • Sigurlaug litla
  • Besti bekkur í öllum heiminum?
  • Biggi
  • Lena sæta
  • Blómaprinsessur
  • Palli bróðir
  • Myndir:)

    • Guggusíða
    • Siggusíða
    • Eddusíða
    • Soffusíða
    • Auðarsíða
    • Fyrri skrif

      • Gleðin tekur völd
      • Allt of fyndið í prófum
      • Hit me baby one more time...
      • Prófvæl
      • Britney
      • Summerland
      • Gossip Girl
      • Bush 2000
      • Framtíð Guðrúnar
      • If it hadn´t been for cotton-eye joe i´d been marr...

      Mánuðir

      • May 2004
      • June 2004
      • July 2004
      • August 2004
      • September 2004
      • October 2004
      • November 2004
      • December 2004
      • January 2005
      • February 2005
      • March 2005
      • April 2005
      • May 2005
      • June 2005
      • July 2005
      • August 2005
      • September 2005
      • October 2005
      • November 2005
      • December 2005
      • January 2006
      • February 2006
      • March 2006
      • April 2006
      • May 2006
      • June 2006
      • July 2006
      • August 2006
      • September 2006
      • October 2006
      • November 2006
      • December 2006
      • February 2007
      • July 2007
      • September 2007
      • February 2008
      • March 2008
      • April 2008
      • May 2008
      • June 2008
      • July 2008
      • August 2008
      • September 2008
      • October 2008
      • November 2008
      • December 2008

      Powered by Blogger