Hvað gerðir Þú um helgina?

30 November 2004


hvor er det dejligt!

posted by Gugga Rós at 1:45 pm |


Mit juleværelse :) Posted by Hello

posted by Gugga Rós at 1:41 pm |

27 November 2004

Jólaskraut....

Í dag er ég búin að laga til, breyta í herberginu, læra, strauja sófann minn, setja upp jólaskraut, ná í skrifborð inni í bílskúr, færa allar myndir í herberginu til.
Og voila! Ég er komin með nýtt herbergi:D
PS:Ef einhver á Coca Cola jóladiskinn frá nokkrum árum má hann endilega lána mér hann, mig langar ógeðslega í hann. ...
Gleðilegan fyrsta sunnudag í aðventu á morgun.....
Gugga í jólastuði....

posted by Gugga Rós at 9:16 pm |

Skrítnir hlutir....

posted by Gugga Rós at 9:16 pm |

20 November 2004

much has changed....

Jæja jú ég blogga aftur eftir slappar vikur. Margt hefur breyst, ég er flutt til London þar sem ég vinn í Bloomingdales. Nei reyndar ekki, en samt. Væri það ekki gaman.
Skólinn er enn í fullu fjöri og jólaprófin nálgast óðfluga, findið hvað þau laumast alltaf upp að mér. Allt í einu sit ég inni í stofu og læri og hlusta á jólalög og hugsa hve langt það er í að ég megi fá mér smákökur. Jólin eru yndislegur tími, hvernig er annað hægt. Á þeim var fæðing Jesús og mín. Ég hugsa soldið um afmælið mitt sem svona fyrirpartýið fyrir jólin. Afmælisþemaið mitt í ár verður litlu-jólin. Ég hlakka til.
Í gær var Sokkaballið, algjört æði. Ég á ekki til orð sem lýsa stemningunni, en ég á myndir. Er farin að finna fyrir sífelldum kvörtunum, fólk gengur svo langt að segja að ég sé pirrandi með myndavélina alltaf. Það þykir mér leiðinlegt, ég sinni almennri þjónustu. Jafnvel væri hægt að kalla mig borgarstarfsmann. Ég ætti kannski að fara að taka við borgunum, gera þetta að almennilegu jobbi. En ég mun ekki hætta, bugast, grenja uppi í rúmi. The haters will be haters, so what. Nú megiði ekki halda að ég sé pirruð, nei ég læt þetta ekkert á mig fá.
Í dag kemur pabbi heim frá Hollandi, mig er farið að gruna ýmislegt. Þessar sífelldu verur í dóplandinu eru ekki par eðlilegar, held að pabbi eigi sér kannski annað líf sem hollenskur pimp. Gæti vel verið. Mamma er kannski inní þessu líka. Úff ég er komin af hollenskum pimp og bókasafns-og upplýsingafræðingi, verra getur það ekki verið.
Í kvöld er svo bíókvöld, Bridget Jones diary: the edge of reason. Ég er búin að bíða eftir þessari mynd síðan fyrsta kom í bíó. Ég mun hlæja og gráta úr mér allt vit.
Hér er smá listi yfir fólk á svarta listanum yfir lata commentara hjá mér:Hildur, Signý og Steinvör. Í anda jólanna geriði mig nú glaða og kætið um allan bæ með undurfögrum orðum á kommentakerfið mitt:)
Slowblow-Slowblow er í tækinu núna, fínasti diskur.
Hér eru myndirnar;)

posted by Gugga Rós at 12:18 pm |

9 November 2004


Það er kominn vetur...... Posted by Hello

posted by Gugga Rós at 11:36 pm |

Hálfælupest....

Það er margt skrítið í heiminum. Á síðustu árum (síðan ég hætti í Grandaskóla) hef ég ekki fengið ælupest nema bara 1-2 sinnum. Hinsvegar fæ ég reglulega sýki sem ég kýs að kalla hálfælupest. Hún snýst um að vera óglatt og við það að æla en æla samt ekki. Basically ælupest án kostanna við að æla og líða betur eftir á. Það er ekki skemmtilegt að vera með hálfælupest, en Damien Rice og Maus geta nú gert flest ásættanlegt. Á fimmtudaginn er Eplaballið og ég er búin að kaupa miða, en Kazaa vill ekki opnast, hvað verður um Eplaballsdiskinn?
Einkunnir mínar þessa önn eru stórfurðulegar: 10, 1,5, ágætt++, 4,5, 10, 6,1, 9,4, 5,0, 4,0, 9,0, 9,8. Frekar skrítið ekki satt? Furðulegt hvernig ég nenni að sitja við heimadæmi klukkutímum saman en fæst ekki til þess að setjast og læra fyrir próf. Something to do with the brain I guess...
Í dag fór ég í bæinn með Lenu eftir skóla og sá flottan kjól í illgresi og flottan undirkjól/bol í Spútnik. Ég veit um 2 stígvél í Kron sem mig langar geðveikt í og flott pils í Gk Reykjavík. Ég hef ekki efni á fötum. Mig langar í svo margt, eiginlega allt.
Myndir frá laugardeginum eru komnar á netið.

posted by Gugga Rós at 7:44 pm |

4 November 2004

Loksins loksins......

Jæja, ég kom mér loksins til að setjast við tölvuna:)
Hef samt afsökun, tölvur eru ekki í uppáhaldi hjá mér þessa dagana, heimalærdómur er það.
Nei ég er bara að grínast, ég er ekkert búin að vera að læra neitt.
Hérna er smá upprifjun á því hvað ég gerði síðan síðasta færsla var pikkuð inn:

Gerði íslenskuverkefni með Lenu (8,8 mar ;) og skrifaði hotboys.com á netið meðan Lena skrapp burt, í stuttu máli fríkaði Lena og reyndi að vernda mig frá að sjá viðbjóðinn með olnboganum. Það gekk ágætlega enda er hún olnbogastór og mikil stelpan.

Fór í Kvennópartý, leið eins og furðufugli í smá tíma en skemmti mér svo betur en ég hef gert í langan tíma ( Eplaballið here I come!)

Missti næstum því vitið í tvöföldum stærðfræðitíma í dag, blaðraði við sjálfa mig, sönglaði, hló upphátt að hugsunum mínum....freak. Má bæta við að þetta virðist vera að verða hefðbundin hegðun hjá mér í öllum tímum sem enda á fræði.

Keypti miða á Maus útgáfutónleikana á morgun, get ekki beðið. Enda með fríðum flokki kvenmanna : Lena, Jónína, Þóra, (Laufey?) ...

Horfði á : lokaþáttinn í One tree hill og æpti næstum því af mér eyrun af undrun á köflum, America´s next top model og sá vondu stelpuna fara, mynd á stöð tvo með Jared Leto og Jake Gyllenhaal (þvílíkur draumur).

Varð kókfíkill, fyrsti dagurinn í langan tíma sem ég er ekki búin að fá mér kók. Mun samt fljótt breytast því ég á 5 broskalla:)

Var í skólanum til hálf 5 á þriðjudeginum (aukatími í stæ.) og var að drepast úr þreytu og þunglyndi af þessari óhugnalega miklu veru í skólanum. Keyrði fram hjá Signýju og Auði á leiðinni heim og uppgötvaði að þetta er venjulegt hjá þeim. Aldrei myndi ég þola það....

Horfði á Grease, borðaði snakk og kók og söng með lögunum heima hjá Lenu eftir skóla í gær. Fór beint á kaffibrennsluna að bíða eftir Arngunni og Hildi og svo í kór. Kom heim klukkan ci.7 og horfið á ANTM með stelpunum um kvöldið. Góður dagur.

Skrifaði The Darkness fyrir Lenu+Árna og festist í blogginu mínu og Growing on me.

Sjáumst næst.


posted by Gugga Rós at 3:37 pm |

About Me

My Photo
Name: Gugga Rós
Location: Reykjavík, Iceland

View my complete profile

Hinir töffararnir

  • Sigga sætasta!!
  • Auður Spánarfari
  • Glingur í hæsta gæðaflokki
  • Maroon Five fansite
  • Sagan endalausa
  • Arngunnur
  • Halla
  • Pælingar Kára
  • Beggi kempa
  • Grammar(practice)
  • Höslmaskínurnar
  • Sögur frá sólinni
  • Elín frænka
  • Lára frænka;)
  • Sigurlaug litla
  • Besti bekkur í öllum heiminum?
  • Biggi
  • Lena sæta
  • Blómaprinsessur
  • Palli bróðir
  • Myndir:)

    • Guggusíða
    • Siggusíða
    • Eddusíða
    • Soffusíða
    • Auðarsíða
    • Fyrri skrif

      • Gleðin tekur völd
      • Allt of fyndið í prófum
      • Hit me baby one more time...
      • Prófvæl
      • Britney
      • Summerland
      • Gossip Girl
      • Bush 2000
      • Framtíð Guðrúnar
      • If it hadn´t been for cotton-eye joe i´d been marr...

      Mánuðir

      • May 2004
      • June 2004
      • July 2004
      • August 2004
      • September 2004
      • October 2004
      • November 2004
      • December 2004
      • January 2005
      • February 2005
      • March 2005
      • April 2005
      • May 2005
      • June 2005
      • July 2005
      • August 2005
      • September 2005
      • October 2005
      • November 2005
      • December 2005
      • January 2006
      • February 2006
      • March 2006
      • April 2006
      • May 2006
      • June 2006
      • July 2006
      • August 2006
      • September 2006
      • October 2006
      • November 2006
      • December 2006
      • February 2007
      • July 2007
      • September 2007
      • February 2008
      • March 2008
      • April 2008
      • May 2008
      • June 2008
      • July 2008
      • August 2008
      • September 2008
      • October 2008
      • November 2008
      • December 2008

      Powered by Blogger