Hvað gerðir Þú um helgina?

28 May 2005


Stúlkan bara orðin stúdent:)
Merkisdagar koma og fara, aldrei man ég eftir þeim. Ég man til dæmis ekkert eftir fermingunni, eða fyrsta skóladeginum, eða skírninni. En þessum skal ég muna eftir. Enda góður dagur.
Ég kom heim í nótt og mig langaði svo ofsalega mikið að blogga að ég vissi bara ekki hvað hafði fokið í mig. Hefði nú vanalegast skellt mér á eitt blogg en fyrst amma og afi eru í heimsókn ákvað ég að vera ekkert að valda þeim áhyggjum. Svona ef ske kynni að þau vöknuðu. Held þeim finnist ég alveg nógu skrítin samt. Svo ég vaknaði allt allt of seint, fékk mér stúdentsveisluafganga og var sagt EFTIR að ég var búin að borða mjög mjög mikið að ég væri að fara í aðra veislu klukkan 5. Svo ég hef 2 tíma til þess að jafna mig og byrja aftur. Hljómar vel.
Og í kvöld er það afmælið hennar Habbý. Veisluhöldin hætta bara ekki.
Ég breytti til í herberginu mínu. Í örugglega 10 skipti á 5 árum. Held ég sé að verða búin með breytingarmöguleikana. En nú hitti ég á massa uppstellingu held ég barasta.
Þessi gella er í flugvél á leiðinni til Bandaríkjanna einmitt núna. En það er allt í lagi því eftir 50 daga verð ég í flugvél á leiðinni til Spánar. Og eftir 77 daga verð ég brún á leiðinni heim aftur. Hljómar vel. Og eftir 10 daga verð ég í rútu á leiðinni á Ölfus að vinna. Hljómar vel. Jájájá nú liggur vel á mér.

posted by Gugga Rós at 2:50 pm

|

<< Home

About Me

My Photo
Name: Gugga Rós
Location: Reykjavík, Iceland

View my complete profile

Hinir töffararnir

  • Sigga sætasta!!
  • Auður Spánarfari
  • Glingur í hæsta gæðaflokki
  • Maroon Five fansite
  • Sagan endalausa
  • Arngunnur
  • Halla
  • Pælingar Kára
  • Beggi kempa
  • Grammar(practice)
  • Höslmaskínurnar
  • Sögur frá sólinni
  • Elín frænka
  • Lára frænka;)
  • Sigurlaug litla
  • Besti bekkur í öllum heiminum?
  • Biggi
  • Lena sæta
  • Blómaprinsessur
  • Palli bróðir
  • Myndir:)

    • Guggusíða
    • Siggusíða
    • Eddusíða
    • Soffusíða
    • Auðarsíða
    • Fyrri skrif

      • Húsmóðirin Guðrún?
      • MY NUMBER ONE
      • Utan vil ek!
      • Ég er svo hard core að ég kalla mig 5 cents!
      • The Adventures of Kapteinn Gugga Ofurbrók
      • líffræði-piece of a creamkake?
      • Sjúklingapróf...
      • Auður Viðarsdóttir!
      • Hola como estáis?
      • Tölvufræði

      Powered by Blogger