Hvað gerðir Þú um helgina?

3 July 2005

Foxað

Hressileg tilviljun þarna á ferð...
Skemmtilegur laugardagur hjá mér. Svaf út, borðaði, las og horfði á Live 8 í sjónvarpinu til 3. Þá fór ég í vinnuna og hlustaði á Live 8 á X-inu. Það var magnaðslega gaman, jafnvel foxað. Gott að taka sér smá frí frá Bylgjunni og ,,Syngdu með" Olís diskinum. Fyrir þá fáfróðu er það skemmtilegur 20 laga diskur með undirlögum íslenskra dægurlaga. Partý partý! Á replay í 8 tíma.... já þá er sko mun betra að hlusta á topp tónlistarfólk spila topp tónlist. Ég var við það að missa mig þegar Shakira tók Whenever Wherever. Þá var sko dansað við karton af Marlboro Lights. Í alvöru. Greip það sem var næst hendi.
Á morgun ætla ég í kringluna á útsölur. Ég þarf að kaupa mér gallabuxur. Gallabuxur....hvað þýðir það? Ekki eru þær galli. Nema maður sé í gallaefnisgalla. Eru þær gallaðar? Mínar eru það allavega. Á rassinum.
Allavega ætla ég í kringluna að kaupa buxur, kannski eitthvað meira. Kannski sumarbol fyrir Spán. Það er nú eiginlega nauðsinlegt.
Í dag kom stórstjarna í búðina. Það var Pétur frá Strákunum. Hann var í glitrandi glimmerskyrtu. Glæsilegur að vanda. Hann keypti bensín fyrir 2000 á þjónustudælunni og pakka af marlboro sígarettum. Ekki fyrir sjálfan sig þó. Hann var alvarlegur og feiminn. En samt í svartri glimmerskyrtu svo það var nú smá húmor í honum. Mig langaði að segja brandara við hann en datt ekkert í hug. Þar fór í verra. Ef vel hefði farið hefði ég getað orðið 4-i meðlimur strákanna. Þvílík vonbrigði. Eeeen ég fékk mér snikkers í sárabætur. All good.
Lena og Hildur voru í gönguferð um landið um helgina, ég vorkenndi þeim að þramma um í rigningunni. Ég vorkenndi hins vegar Siggu ekkert sem fór út til Danmerkur+Frakklands+Ítalíu á föstudaginn. Eftir nákvæmlega 2 vikur verð ég crazy að pakka og stressa mig yfir einhverjum undirbúningi fyrir Spán. Ég hlakka til.
2 vikur og 4 klukkutímar í SPÁN!!!
Texti dagsins: ,,Lucky that my breasts are small and humble, so you don´t confuse them whith mountains" (snillingurinn Shakira!)

posted by Gugga Rós at 12:35 am

|

<< Home

About Me

My Photo
Name: Gugga Rós
Location: Reykjavík, Iceland

View my complete profile

Hinir töffararnir

  • Sigga sætasta!!
  • Auður Spánarfari
  • Glingur í hæsta gæðaflokki
  • Maroon Five fansite
  • Sagan endalausa
  • Arngunnur
  • Halla
  • Pælingar Kára
  • Beggi kempa
  • Grammar(practice)
  • Höslmaskínurnar
  • Sögur frá sólinni
  • Elín frænka
  • Lára frænka;)
  • Sigurlaug litla
  • Besti bekkur í öllum heiminum?
  • Biggi
  • Lena sæta
  • Blómaprinsessur
  • Palli bróðir
  • Myndir:)

    • Guggusíða
    • Siggusíða
    • Eddusíða
    • Soffusíða
    • Auðarsíða
    • Fyrri skrif

      • Víí ég er búin að kaupa bikiní! Nú er ég einu skre...
      • Karlmannshringir
      • Framhald...
      • Munurinn er greinilegur....
      • Ég brosti
      • Rosalega er ég að fíla nýja lagið með Shakiru! Alv...
      • 18.júní?
      • Víí ég er komin í tveggja daga frí! Ég get sofið ú...
      • Ó mig auma
      • Soffa litla er að fara frá okkur í sumar svo við h...

      Powered by Blogger