Hvað gerðir Þú um helgina?

31 December 2005

ég var að horfa á boltann...

Já ég ákvað að gera eitthvað sem ég hef ekki gert hingað til á árinu,svona vegna þess að það er gamlársdagur. Það var nú fyrirtaksskemmtun. Man utd - Bolton var hörkuleikur. Wayne Rooney var að standa sig vel og Ronaldo tók margföld skæri. Það fannst mér fyndið. Þessu komst ég að við áhorfið:
Ronaldo er með rosalega langar lappir
það er til eitthvað sem heitir skæri og margföld skæri
man utd eru kallaðir rauðu djöflarnir
þegar e-r skorar mark í öðrum leikjum er hringt bjöllu
það er enginn sætur leikmaður hjá Bolton
það er rosalega gaman að segja ,,ég er að horfa á boltann" (sagði það við Heiðu 5x, Helgu þegar hún hringdi, mömmu þegar hún spurði mig hissa hvort ég hefði gaman að fótbolta og pabba)
að horfa á fótbolta í beinni er fínasta afsökun fyrir að sleppa því að gera húsverk
ég á langa leið framundan áður en ég get látið sjá mig á fótboltabörum, ég var nefnlega að sauma og slétta á mér hárið meðan ég horfði á boltann (haha þarna sagði ég það aftur)

Ég lenti í skrítnustu veikindum ævi minnar í gær. Þau entust í einn dag. Svo lá ég andvaka til hálf 7 í morgun eftir að liggja í rúminu allan daginn. Hins vegar vaknaði ég í dag alveg svona rosalega hress. Áramótakraftaverk!
Váá þetta var held ég fyrsta fótboltabloggið mitt. Eða kannski ekki fyrsta, en allavega eitt af fáum.
Setning dagsins: Ég er að horfa á boltann
Setning dagsins 2: Oops I did it again...(lena skilur þetta)

posted by Gugga Rós at 5:00 pm |

29 December 2005

nammigrís


Ég er búin að borða svo mikið nammi...allt of mikið af nammi. Ohhh alveg ógeðslega mikið af nammi. Mér er bumbult. Ojjj....
Ég er farin að læra texta fallegra jólalaga. Það eru tónleikar hjá MR-kórnum á morgun. Kl. 8:30 í kaþólsku kirkjunni. Ókeypis inn. Það er nefnilega ekki hægt að verðleggja upplifun eins og þessa. Jólastemning. Allir að mæta. Þó að jólin séu eiginlega búin.

(ég næsta öskudag ef ég held áfram að borða svona mikið nammi)

posted by Gugga Rós at 6:20 pm |

24 December 2005

Gleðileg jól og farsælt komandi ár!

posted by Gugga Rós at 1:47 pm |

21 December 2005

ég setti myndirnar....





úr afmælinu mínu.














á myndasíðuna...

posted by Gugga Rós at 2:50 pm |

13 December 2005

Hot Stuff!

Ég er kát og glöð. Ég er að hlusta á Donnu Sommer. Nýbúin að dansa um alla íbúðina og sveifla gleraugunum af mér í sérstaklega rosalegri sveiflu. Þutu þvert yfir sjónvarpsherbergið skal ég segja ykkur. Það er pítupizza í ofninum og Good Will Hunting bíður eftir mér í DVD-inu. Ástæða kátínu minnar er einföld. Það er bara eitt jólapróf eftir og það er EKKI á morgun. Af hverju dansa ég um við Donnu Sommer? Hún er cool og ég er ein heima. Þá nýtir maður sér tækifærið og dansar eins og óð manneskja. Regla númer 1 2 og 3. Af hverju pítupizza? Því hún minnir mig á Hagaskóla og gömlu góðu tímana. Af hverju Good Will Hunting? Eina myndin sem til er á heimilinu sem mig langar að horfa á. Svona er ég einföld. Simply simpliciously simple!
Bless bæ

posted by Gugga Rós at 2:02 pm |

12 December 2005

ég bjó til bloggggggg..........

handa Helgu!
http://www.helgabelga.blogspot.com
eins gott að hún bloggi á það...

posted by Gugga Rós at 9:43 am |

10 December 2005

Miss World

Titillinn kominn aftur til landsins. Rosalega var ég spennt. Veit ekki alveg af hverju, kannski prófin hafi þessi áhrif á mann. Táraðist þegar þeir sýndu myndir af gellu frá Kóreu að vinna að hjálparstarfi. Já, ég kenni prófunum pottþétt um. Hoho nú getur maður aftur farið að monta sig af því að vera sætastur og bestur. Jájájá hún var nú sæt og hissa, og fór ekki að gráta. Það hlýtur að vera í fyrsta skipti í sögu keppninnar. Farin að læra stærðfræði aftur!

posted by Gugga Rós at 3:09 pm |

9 December 2005

Áhugavert kvöld í faðmi Soffu...

Ég fór í bíó með Soffu í kvöld. Nú ætla ég að segja frá því:
Soffa kom og náði í mig, syngur af mikilli snilld alla leiðina.
Soffa áttar sig á því komin hálfa leiðina upp í kringlu að bensínljósið er komið á. Við skreppum á bensínstöð. Soffa sýnir miklar kúnstir við að bakka bílnum fram og til baka. Tekur bensín fyrir 500 kr. enda vill hún ekki vera að spreða of miklu. Benda má á að þetta var í fyrsta skipti sem Soffa tekur bensín. Þegar við keyrum aftur af stað er bensínljósið ennþá á. Soffa finnur mikla brunalykt og skrítin hljóð í bílnum, heldur að hann muni springa. Við komumst í Kringluna og Soffa leggur bílnum hálfum upp á kant á bílastæðinu. Komumst að því að frímiðinn minn gildir ekki í bíóinu. Kaupum popp og ég helli því niður áður en ég tek það af nammiborðinu. Úps. Fólkið í salnum hló eins og motherfockerar. Það var blístrað og öskrað hvatningarópum að skjánum í sífellu. Í lok myndarinnar var klappað. Við skildum þetta ekki því myndin var ekkert allt of góð. Ég meina, rómantísk gamanmynd þar sem ein aðalsöguhetjan er dauð 90% af tímanum? Boring.
Jamm og jæja. Það er alltaf atburðaríkt að hanga með Soffu.
Eftir það fórum við til Lenu í vanalega fílinginn. Smá Adult Channel, smá jólalög...

posted by Gugga Rós at 11:52 pm |

8 December 2005

Cute puppies

Ég googlaði Cute puppies (ekki spyrja) og þetta kom upp:
http://images.google.com/images?q=tbn:ri_-ZHD9viYJ:g0lem.net/2images/cutepuppies.jpg
þetta finnst mér ekkert sætt.....
Bara 4 jólapróf eftir! Vííí....jamm og jæja kallinn er að hlæja...........

posted by Gugga Rós at 2:18 pm |

2 December 2005

Nýjasta blog.central dæmið!

Svei mér þá ef duglegasta fólkið í 5-Z tók sig ekki til og bjó til bekkjarsíðu!
http://www.blog.central.is/5-z
Tjékkiði á þessum skít....

posted by Gugga Rós at 4:07 pm |

1 December 2005

Vesturbær-Breiðholt-(mosfellsbær)

Ég rataði (nær) hjálparlaust heim úr breiðholtinu í kvöld. Aðeins ein lítil villa alveg í byrjuninni. Mikill sigur fyrir mig. Geri ráð fyrir að flestir hafi heyrt um eina skiptið sem ég reyndi að keyra ein þangað. Tók mig næstum tvo tíma að komast á réttan stað, eftir nokkur stopp í kópavogi,grafarholti og síðast en ekki síst mosfellsbæ. Hefði líka tekið ranga beygju á leiðinni heim ef ekki hefði verið fyrir Möggu. Sem er afrek, skilst mér. En já ég er allavega orðin miklu duglegri að rata.
Mér tókst líka að sofa yfir mig annan daginn í röð. Ég held að ég hafi bara farið að sofa of snemma. Einu skiptin eins langt og ég man aftur sem ég hef farið að sofa fyrir 12 og ég sef yfir mig í bæði skiptin. Þess vegna hef ég snúið til minna venjulegu siða og vaki til minnst 1 áður en ég svo mikið sem sest í rúmið. Virkar miklu betur, það skiptir heldur engu máli í þessu skammdegi hvort maður sefur í 9 tíma eða 6. Ég sver að ég er búin að leggja mig svona fjórum sinnum bara í dag. Sem er örugglega líka afrek. Ég er svo mikil afrekskona.
Lag síðustu daga: My delusions með Ampop
(vá hvað þetta er ógeðslega óspennandi færsla)

posted by Gugga Rós at 1:15 am |

About Me

My Photo
Name: Gugga Rós
Location: Reykjavík, Iceland

View my complete profile

Hinir töffararnir

  • Sigga sætasta!!
  • Auður Spánarfari
  • Glingur í hæsta gæðaflokki
  • Maroon Five fansite
  • Sagan endalausa
  • Arngunnur
  • Halla
  • Pælingar Kára
  • Beggi kempa
  • Grammar(practice)
  • Höslmaskínurnar
  • Sögur frá sólinni
  • Elín frænka
  • Lára frænka;)
  • Sigurlaug litla
  • Besti bekkur í öllum heiminum?
  • Biggi
  • Lena sæta
  • Blómaprinsessur
  • Palli bróðir
  • Myndir:)

    • Guggusíða
    • Siggusíða
    • Eddusíða
    • Soffusíða
    • Auðarsíða
    • Fyrri skrif

      • Gleðin tekur völd
      • Allt of fyndið í prófum
      • Hit me baby one more time...
      • Prófvæl
      • Britney
      • Summerland
      • Gossip Girl
      • Bush 2000
      • Framtíð Guðrúnar
      • If it hadn´t been for cotton-eye joe i´d been marr...

      Mánuðir

      • May 2004
      • June 2004
      • July 2004
      • August 2004
      • September 2004
      • October 2004
      • November 2004
      • December 2004
      • January 2005
      • February 2005
      • March 2005
      • April 2005
      • May 2005
      • June 2005
      • July 2005
      • August 2005
      • September 2005
      • October 2005
      • November 2005
      • December 2005
      • January 2006
      • February 2006
      • March 2006
      • April 2006
      • May 2006
      • June 2006
      • July 2006
      • August 2006
      • September 2006
      • October 2006
      • November 2006
      • December 2006
      • February 2007
      • July 2007
      • September 2007
      • February 2008
      • March 2008
      • April 2008
      • May 2008
      • June 2008
      • July 2008
      • August 2008
      • September 2008
      • October 2008
      • November 2008
      • December 2008

      Powered by Blogger