Hvað gerðir Þú um helgina?

30 January 2006

leiðinlegasti mánuður ársins alveg að klárast....

Sumarbústaðarferð bekkjarins fór alveg með mig. Þetta hlýtur að hafa verið sveittasta ferð lífs míns. Hún slær allt út. Meira að segja 24 hour square út á Spáni. Þá er mikið sagt, enda bresk djammnýlenda þar á ferð. Föstudagur:stemning í heita pottinum. Laugardagur:stemning á Selfossi og svefn. Sunnudagur: ógeðsleg þreyta. Ergó, engin lærdómur hjá mér þessa helgi. Sem er lélegt af mér. Ég er vonsvikin. Þessu hefði ég ekki trúað upp á mig fyrir nokkrum árum. En nú er allt farið á versta veg og ég orðin ruglari. Ég eyðilagði myndavélina í ferðinni. Litla greyið er dáið. Mér þótti vænt um hana. Þótt hún sé hálft kíló og á stærð við lítinn húsvagn. Við áttum góðar stundir saman.

posted by Gugga Rós at 12:38 am |

17 January 2006

Ooson=ææ óó mig auma

eða eitthvað þannig. Ég spilaði Fimbulfamb um daginn og massaði það. Ég spilaði reyndar líka Pakk um daginn og massaði það ekki alveg jafn mikið. Ég hefði orðið sár en ég er löngu búin að sætta mig við Pakk-hæfileikaleysi mitt. Það er líka bara asnalegur leikur og hitt liðið svindlaði pottþétt! Nei, það er lygi. Ég bara tapaði.
Þegar ég blogga bara vegna þess að ég skammast mín fyrir löng bil milli færslna kemur eitthvað svona út úr því. Ég er í bloggdvala, ég ætla að kalla það Janúarlægð. Ég er viss um að ég kem aftur endurnærð í febrúar með snilldarfærslur. Þær verða svo fyndnar að þið dettið úr sætunum. Herdís og ég sáum lítinn strák detta í dag. Það var ógeðslega gaman. Hann var svo mikið krútt liggjandi á götunni.

posted by Gugga Rós at 2:56 pm |

7 January 2006

This shot is fraught with danger....

If you look up pressure in the dictionary you´ll find that shot...
Rico Diks is back in the game...
A couple of balls up there could hurt him...
We have chalk, we have a game..
Thats a nice rack there...
Er að horfa á heimsmeistaramótið í Pool. Það er hroðalega gaman vegna þess að ég veit ekkert um það. Greinilega mikil alvara í þessu.Þarna er líka keppandi sem heitir Chin-Ching Chang. Það er skemmtilegt nafn. Gaman að segja frá því að þetta er ekki í fyrsta skipti sem ég horfi á þetta magnaða sjónvarpsefni.

posted by Gugga Rós at 11:31 am |

4 January 2006

En ógeðslegt...


Rosalega er þessi leikur skemmtilegur. Maður verður alveg húkkt á honum eftir fyrstu spilun. Ég hef nú reyndar ekki gert mikið meira en einmitt það. Spilað hann einu sinni. Kannski ég skelli mér aftur í hann núna. Fyrst ég hef svona mikinn tíma og ekkert að gera. Engin skyldustörf. Ég ætti að fara að taka meira upp á því að glaðvakna um miðja nótt. Nú er ég búin að skemmta mér ein inni í herbergi, eins hljóðlátlega og ég get að sjálfsögðu, síðan um fjögur leitið. Mér finnst ég svo ein í heiminum. Þetta er samt rosalega notalegt. Liggja bara upp í rúmi og hlusta á næturútvarpið og lesa bók. Ekki að Yosoy sé mjög notaleg bók. Þvert á móti. Frekar óhugnaleg. Það er skondið að fá allt í einu nokkra aukatíma upp í hendurnar til þess að gera ekkert við. Mig langar að vera svona manneskja sem þarf ekki meira en fimm tíma svefn að meðaltal. Hugsa sér hvað ég gæti gert við tímann. Fundið lausn við öllum vandamálum heimsins, lært rússnesku, farið í Diner Dash....

OMG þvílíkar fréttir sem ég hef að færa! Einn heitasti bloggari fyrri ára er snúinn aftur með ferskt og krassandi blogg um lífið sem Lena. Gelgjuköstin, fjölskyldudramað, Framtíðarslúður, vinirnir, djammið... Ég er viss um að það fær allt vissan stað í þessu magnaða bloggi tileinkað Usher!
Hér er linkur: http://www.speninn.blogspot.com

posted by Gugga Rós at 6:39 am |

2 January 2006

2006


Gaman á áramótunum. Gaman í partý. Gaman á BSÍ. Gaman að spjalla. Gott að sofna. Ekki gaman að vakna. Gaman að vera megahress. Gaman að spila. Gaman að blogga. Gaman að setja örfáar myndir á netið. Gaman að blogga. Gaman gaman. Rosalega er allt gaman. Gaman er orðið asnalegt orð. Það er gaman. Fyrsti dagur ársins alltaf hress;)
Vá þvílík ritstífla.....

posted by Gugga Rós at 1:26 am |

About Me

My Photo
Name: Gugga Rós
Location: Reykjavík, Iceland

View my complete profile

Hinir töffararnir

  • Sigga sætasta!!
  • Auður Spánarfari
  • Glingur í hæsta gæðaflokki
  • Maroon Five fansite
  • Sagan endalausa
  • Arngunnur
  • Halla
  • Pælingar Kára
  • Beggi kempa
  • Grammar(practice)
  • Höslmaskínurnar
  • Sögur frá sólinni
  • Elín frænka
  • Lára frænka;)
  • Sigurlaug litla
  • Besti bekkur í öllum heiminum?
  • Biggi
  • Lena sæta
  • Blómaprinsessur
  • Palli bróðir
  • Myndir:)

    • Guggusíða
    • Siggusíða
    • Eddusíða
    • Soffusíða
    • Auðarsíða
    • Fyrri skrif

      • Gleðin tekur völd
      • Allt of fyndið í prófum
      • Hit me baby one more time...
      • Prófvæl
      • Britney
      • Summerland
      • Gossip Girl
      • Bush 2000
      • Framtíð Guðrúnar
      • If it hadn´t been for cotton-eye joe i´d been marr...

      Mánuðir

      • May 2004
      • June 2004
      • July 2004
      • August 2004
      • September 2004
      • October 2004
      • November 2004
      • December 2004
      • January 2005
      • February 2005
      • March 2005
      • April 2005
      • May 2005
      • June 2005
      • July 2005
      • August 2005
      • September 2005
      • October 2005
      • November 2005
      • December 2005
      • January 2006
      • February 2006
      • March 2006
      • April 2006
      • May 2006
      • June 2006
      • July 2006
      • August 2006
      • September 2006
      • October 2006
      • November 2006
      • December 2006
      • February 2007
      • July 2007
      • September 2007
      • February 2008
      • March 2008
      • April 2008
      • May 2008
      • June 2008
      • July 2008
      • August 2008
      • September 2008
      • October 2008
      • November 2008
      • December 2008

      Powered by Blogger