Hvað gerðir Þú um helgina?

21 March 2006

Nördar eru kúl



GUGGU Í COLLEGU-NÖRD Í STJÓRN
PS:ÞETTA ER EKKI ÁRÓÐUR

ég er ekki frá því að þetta séu einar bestu myndir sem hafa verið teknar af mér á seinni árum. mjög vel heppnaðar.


posted by Gugga Rós at 1:16 am |

16 March 2006

Þessu stal ég skammarlaust frá Glingurgellunum Soffu og Þóru, þær eru sniðugari en ég. Ég er samt líka sniðug. Stundum. Þetta hef ég einverntíma á ævinni gert eða ekki gert:
(x) reykt sígarettu
( ) klesst á bíl vinar/vinkonu
( ) stolið bíl
( ) verið ástfangin/n
( ) verið sagt upp af kærasta/kærustu
( ) verið rekin/n
(x) lent í slagsmálum-oft og mörgum sinnum við Heiðu, en við því er bara að búast frá tveimur skapbráðum systrum.
(x) læðst út meðan þú bjóst ennþá heima hjá foreldrunum - uss ég var einu sinni tekin af löggunni í Danmörku á flótta frá heimilinu mínu á þríhjóli.
(x) haft tilfinningar til einhvers sem endurgalt þær ekki-hver hefur ekki lent í því?
( ) verið handtekin/n
(x) farið á blint stefnumót-haha ég var 11 ára í sumarbúðum í Bandaríkjunum...mega-success.
(x) logið að vini/vinkonu
(x) skrópað í skólanum
( ) horft á einhvern deyja
( ) farið til Kanada
( ) farið til Mexico
(x) ferðast í flugvél
( ) kveikt í þér viljandi
( ) borðað sushi
( ) farið á sjóskíði
(x) farið á skíði
( ) hitt einhvern sem þú kynntist á internetinu
(x) farið á tónleika
(x) tekið verkjalyf
(x) elskar einhvern eða saknar einhvers akkurat núna- Ég á ást til að fylla heilt baðkar!
(x) legið á bakinu úti og horft á skýin-yndislegt að gera á góðviðrisdegi
(x) búið til snjóengil-ég er engill
( ) haldið kaffiboð-uss þarf að koma mér í það
(x) flogið flugdreka
(x) byggt sandkastala
(x) hoppað í pollum
(x) hoppað í laufblaðahrúgu
(x) rennt þér á sleða
(x) svindlað í leik - audda
(x) verið einmana
(x) sofnað í vinnunni/skólanum
(x) notað falsað skilríki,
(x) horft á sólarlagið
(x) fundið jarðskjálfta
(x) sofið undir berum himni
(x) verið kitluð/kitlaður
( ) verið rænd/rændur
(x) verið misskilin/n-huhh allt líf mitt er einn stór misskilningur!
(x) klappað hreindýri/geit/kengúru
(x) farið yfir á rauðu ljósi
( ) verið rekin/n eða vísað úr skóla
( ) verið með spangir/góm, það sem kórónaði gelgjuna engin spurning
(x) liðið eins og þú passaðir ekki inn
( ) borðað líter af ís á einu kvöldi-ojj
(x) fengið deja vu-
(x) dansað í tunglskininu, hvar hef ég ekki dansað?
(x) fundist þú líta vel út
(x) verið vitni að glæp
(x) efast um að hjartað segði þér rétt til
(x) verið gagntekin/n af post-it miðum-haha það er svo cool að eiga fullta af minnismiðum
(x) leikið þér berfætt/ur í drullunni
(x) verið týnd/ur -ég mun aldrei aftur reyna að komast ein frá einum stað til annars í borginni án þess að vera handviss um leiðina.
(x) synt í sjónum
(x) fundist þú vera að deyja-dramatík í hámarki
(x) grátið þig í svefn-eins og ég segi, ég er dramatísk
(x) farið í löggu og bófa leik
( ) litað nýlega með vaxlitum
(x) sungið í karaókí
(x) borgað fyrir máltíð eingöngu með smápeningum
(x) gert eitthvað sem þú lofaðir sjálfri/sjálfum þér að gera ekki-á hverjum degi
(x) hringt símahrekk
(x) hlegið þannig að gosið frussaðist út um nefið á þér-oft og mörgum sinnum
(x) stungið út tungunni til að ná snjókorni
(x) dansað í rigningunni-Spánn síðasta sumar!
(x) skrifað bréf til jólasveinsins-samt eiginlega ekki jólasveinsins heldur dönsku nissanna
( ) verið kysst/ur undir mistilteini
( ) horft á sólarupprásina með einhverjum sem þér þykir vænt um-Spánn aftur á ný...
(x) blásið sápukúlur
( ) kveikt bál á ströndinni
(x) komið óboðin/n í partý-það hefur nú komið fyrir nokkrum sinnum
(x) verið beðin/n um að yfirgefa partýið sem þú komst óboðin/n í-bara einu sinni samt!
(x) farið á rúlluskauta/línuskauta
(x) hefur einhver óska þinna ræst-óskir mínar eru svo litlar og sætar, það er létt að verða við þeim!
(x) farið í fallhlífastökk-ojj ojj ojj
( ) hefur einhver haldið óvænt boð fyrir þig-alltaf á morgni afmælisdagsins míns. Samt eiginlega hætt að vera óvænt..
(x) grátið eftir að hafa komið frá klipparanum-puhh hvernig átti ég að vita hvað miðlína er?!


Þetta er nú hresst og skemmtilegt, vonandi vitið þið meira um mig eftir þetta! Eins gott fyrir ykkur líka þetta tekur sinn tíma. Samt ekki jafn langan tíma og að svara könnun frá Hagstofunni, það er pain! Ég mun aldrei aftur af góðmennsku minni svara þannig könnun, þó að það sé vinur minn í starfsþjálfun...40 fokkin mínútur af tíma mínum. Ég er einkar upptekin og mikilvæg manneskja. Heimurinn heldur ekkert bara áfram án mín!
Ég þarf að undirbúa ræðukeppni og Collegu-framboð og lærdóm og skila-and-run á Bókasafninu með bók frá síðasta ári og fara á Lostkvöld og skipuleggja utanlandsferðir í sumar og alles!

Út og suður,
GUGga

posted by Gugga Rós at 6:44 pm |

8 March 2006

Slagur á Þjóðarbókhlöðunni með úldna appelsínu að vopni og sjónlaus í Smáralindinni

Af hverju lendi ég alltaf í einhverju svona bulli?
Ég er farin að horfa á tískuþáttinn á stöð eitt og Life as we know it sem á víst að vera um kynlíf. Þá er mínu áhugasviði fullnægt fyrir daginn.

PS: Rosalegt Celebrity Sighting áðan hjá mér. Fór í Íslandsbanka og hver var fyrir framan mig í röðinni önnur en litla bandaríska stelpan úr Latabæ og mamma hennar. Ætlaði nú ekki að þekkja hana án bleika hársins en þegar mamman byrjaði að tala um að ,,Latibær was going to put the money on this account" þá áttaði ég mig á því. Rosalegt. Roosalegt!

posted by Gugga Rós at 7:32 pm |

2 March 2006

Beikon


Ég á í funheitu ástarsambandi við beikon. Hættuleg, forboðin ást. Ég borðaði tvær sneiðar áðan. Mig langaði í meira en fékk mér samt ekki.

Ég fór í Kringluna áðan. Þar sá ég skrýtið fólk, helst stráka þó. Það hlýtur að vera kostnaðarsamt að klína heilli brúnkukremstúbu á sig á hverjum degi. Biggi keypti sér græna peysu. Hann notar samt ekki brúnkukrem, held ég.

Ég fer á Gettu Betur í kvöld. Þá arka ég á Fiskislóð. Samt ekki vegna þess að ég fer á bíl.

Ég gerði í dag 37 armbeygjur. Það gerist ekki nema einu sinni á ári. Í leikfimitíma. Samt geri ég oft armbeygjur, bara færri.

Ég fann krot á bakinu mínu í dag. Það var frá Herdísi og var dónalegt. Ég vissi að hún krotaði á mig, hélt samt ekki að það væri með alvöru penna.

Ég skrifa alltaf orðin ,,Ég" og ,,samt" í hverri málsgrein.

posted by Gugga Rós at 6:10 pm |

About Me

My Photo
Name: Gugga Rós
Location: Reykjavík, Iceland

View my complete profile

Hinir töffararnir

  • Sigga sætasta!!
  • Auður Spánarfari
  • Glingur í hæsta gæðaflokki
  • Maroon Five fansite
  • Sagan endalausa
  • Arngunnur
  • Halla
  • Pælingar Kára
  • Beggi kempa
  • Grammar(practice)
  • Höslmaskínurnar
  • Sögur frá sólinni
  • Elín frænka
  • Lára frænka;)
  • Sigurlaug litla
  • Besti bekkur í öllum heiminum?
  • Biggi
  • Lena sæta
  • Blómaprinsessur
  • Palli bróðir
  • Myndir:)

    • Guggusíða
    • Siggusíða
    • Eddusíða
    • Soffusíða
    • Auðarsíða
    • Fyrri skrif

      • Gleðin tekur völd
      • Allt of fyndið í prófum
      • Hit me baby one more time...
      • Prófvæl
      • Britney
      • Summerland
      • Gossip Girl
      • Bush 2000
      • Framtíð Guðrúnar
      • If it hadn´t been for cotton-eye joe i´d been marr...

      Mánuðir

      • May 2004
      • June 2004
      • July 2004
      • August 2004
      • September 2004
      • October 2004
      • November 2004
      • December 2004
      • January 2005
      • February 2005
      • March 2005
      • April 2005
      • May 2005
      • June 2005
      • July 2005
      • August 2005
      • September 2005
      • October 2005
      • November 2005
      • December 2005
      • January 2006
      • February 2006
      • March 2006
      • April 2006
      • May 2006
      • June 2006
      • July 2006
      • August 2006
      • September 2006
      • October 2006
      • November 2006
      • December 2006
      • February 2007
      • July 2007
      • September 2007
      • February 2008
      • March 2008
      • April 2008
      • May 2008
      • June 2008
      • July 2008
      • August 2008
      • September 2008
      • October 2008
      • November 2008
      • December 2008

      Powered by Blogger