Hvað gerðir Þú um helgina?

29 October 2006

Æ við erum orðnar svo gamlar...



Miklar breytingar? Ég veit ekki, finnst við voðalega eins. Já árin feikjast frá mér eins og lauf í vindi. Hér reyndi ég að vera skáldleg. Það ætla ég aldrei aldrei að gera aftur. Ég hef misboðið sjálfri mér. Það er erfitt að gera. Samlíkingar hafa aldrei verið mín sterka hlið.

Er búin að setja myndirnar frá London á netið, þær eru alveg mega kjút enda myndefnið alveg megakjút!


Þessi karl hérna er líka alveg mega kjút og nýi diskurinn er líka mega mikið á replay:

Tékkið á myndunum þær eru ógótöff. Og látið í ykkur heyra á kommentakerfinu, ég vil ekki vera lúser með lús en enga vini!

posted by Gugga Rós at 6:30 pm |

5 October 2006

Freedom just around the corner for you...


Já stundum hittir Bob Dilan naglann á naglahausinn. 5 dagar í london með allri sinni ljúfleika og partýi og óskólaleika. Ég hlakka til. Ætli ég nái stúdentsprófinu í íslensku í vor ef ég skrifa bara ,,Ég hlakka til" aftur og aftur og aftur. Það væri gaman að prófa. Nema kannski ekki á mínu. Sjálfboðaliðar?
Ég hef fundið ástina. Hún er í mp3-formi. En ótrúlega 21-aldar af mér. Ástin mín er nefnilega rödd. Röddin ber svo nafn. Roy Lamontagne. Hin heilaga ferning: kósý tónlist, kerti, súkkulaði og lestur. Yndislegt allt saman. En líka í sitthvoru lagi. En best saman. Þannig hef ég eitt veikindakvöldinu mínu. Ég er ekki frá því að Roy sé hinn nýi Damien. Vonandi kemur hann til íslands og heldur tónleika sem ég get farið á og grátið við angistartónlist í sal fullum af ókunnugu fólki. Annars verð ég bara að fara til the USA og gráta í sal fullum af könum. Það gæti verið stuð.
Ég missti út úr mér fyrr í dag við pabba að ég væri að fara í stærðfræðipróf á morgun. Það var áður en ég var eiginlega búin að ákveða að vera heima á morgun og hvíla mig og hlusta á Roy og vera í náttfötum. MR-VÍ er ekki alveg að tæla mig nógu mikið. Bara kvöldið. Ekki dagurinn. Kuldi og of lítil ullarpeysa/hlýja og náttföt.
Allavega. London bráðum, ég elska Roy.

Ble ble

posted by Gugga Rós at 9:46 pm |

2 October 2006

Planið

Planið var að taka rólega lærdómshelgi heima við án allrar óreglu. Planið var að klára líffræðiritgerð og læra um jarfræðinga og lesa um hamskipti. Planið leystist hægt og rólega upp í rugl. Ég kenni vinum mínum um. Hópþrýstingur er hroðalegt fyrirbæri. Jafnvel hinir sterkustu námsmenn bugast undir sífelldum djammþrýstingi einstaka sinnum. Því miður. Planið núna er:
læra lífshlaup jarðfræðinga í skólanum, skrifa ritgerð eftir skóla, ætli það sé hægt að taka hamskipti inn í svefni? það væri þægilegt. Annars hamskiptast á þriðjudegi. Þriðjudagar eru góðir dagar fyrir hamskipti. Það sem ég afrekaði um helgina:
Panta gistingu fyrir London (10 dagar í brottför)
Fara í IKEA með pabbsa
Lifa heilan dag þunn (átti það skilið að vissu leiti..áfengiskarma)
Sofna klukkan 9 á föstudagskvöldi
Taka þátt í þessu samtali:
Mamma: Árni þú þarft að lesa greinina sem ég er að skrifa yfir fyrir mig.
Ég: Ég er svo ánægð með nýju ávaxtaísmolana mína.
Pabbi: Nei, ég nenni því ekki.
Mamma: Þú verður að gera það þetta er mikilvægt.
Ég:Pabbi af hverju get ég ekki opnað kælinn? Hann er fastur!
Pabbi: Bíddu smástund og prófaðu svo aftur. Ég er of þreyttur, ég ætla að fara að hvíla mig.
Mamma: Einhverntíma ætla ég að eitra matinn þinn og láta þig kveljast án þess að þú vitir að það sé mér að kenna. Bíddu bara.
Ég: Hey mér tókst að opna hann! (tala meira um ávaxtaísmola)
Nú vil ég benda á að mamma mín er vanalega ekki ofbeldishneigð. Svona fer stressið með fólk.
Þess vegna er bara best að vera ekkert að hafa of miklar áhyggjur af neinu.
Mamma mín sagði líka þetta áðan:
Mamma: Það er orðið svo fínt hjá þér Guðrún, svo er líka miklu betra loft inni hjá þér eftir að þú veggfóðraðir, mér fannst svo vond lykt af vegginum.
Mamma mín kann ekki að vera fyndin nema án þess að vita af því.

posted by Gugga Rós at 1:28 am |

About Me

My Photo
Name: Gugga Rós
Location: Reykjavík, Iceland

View my complete profile

Hinir töffararnir

  • Sigga sætasta!!
  • Auður Spánarfari
  • Glingur í hæsta gæðaflokki
  • Maroon Five fansite
  • Sagan endalausa
  • Arngunnur
  • Halla
  • Pælingar Kára
  • Beggi kempa
  • Grammar(practice)
  • Höslmaskínurnar
  • Sögur frá sólinni
  • Elín frænka
  • Lára frænka;)
  • Sigurlaug litla
  • Besti bekkur í öllum heiminum?
  • Biggi
  • Lena sæta
  • Blómaprinsessur
  • Palli bróðir
  • Myndir:)

    • Guggusíða
    • Siggusíða
    • Eddusíða
    • Soffusíða
    • Auðarsíða
    • Fyrri skrif

      • Gleðin tekur völd
      • Allt of fyndið í prófum
      • Hit me baby one more time...
      • Prófvæl
      • Britney
      • Summerland
      • Gossip Girl
      • Bush 2000
      • Framtíð Guðrúnar
      • If it hadn´t been for cotton-eye joe i´d been marr...

      Mánuðir

      • May 2004
      • June 2004
      • July 2004
      • August 2004
      • September 2004
      • October 2004
      • November 2004
      • December 2004
      • January 2005
      • February 2005
      • March 2005
      • April 2005
      • May 2005
      • June 2005
      • July 2005
      • August 2005
      • September 2005
      • October 2005
      • November 2005
      • December 2005
      • January 2006
      • February 2006
      • March 2006
      • April 2006
      • May 2006
      • June 2006
      • July 2006
      • August 2006
      • September 2006
      • October 2006
      • November 2006
      • December 2006
      • February 2007
      • July 2007
      • September 2007
      • February 2008
      • March 2008
      • April 2008
      • May 2008
      • June 2008
      • July 2008
      • August 2008
      • September 2008
      • October 2008
      • November 2008
      • December 2008

      Powered by Blogger