Hvað gerðir Þú um helgina?

25 July 2007

heima-að heiman-heima-að heiman

Trallala ég er komin heim, fróðari og lífsreyndari en nokkru sinni áður. Mín mikla ferð um Great Britain var ansi áhugaverð, betri þó eftir á en meðan í full swing. Merkilegt nokk hvað mér tókst að gera mikið á einni og hálfri viku. Einn dagur í málaskóla, 4 dagar af versli og göngutúrum í Brighton, helgi í London í meðfylgd Laufeyjar og Harry Potter, drakk Irish Coffee og rósavín og bað um óskalög svo sem Son of a preacher man og What a wonderful world á föstudagskvöldi. Í Sheffield biðu foreldrar mínir á Hilton hóteli sem var ansi mikið fínna en fyrri gististaðir mínir. Þar fékk ég að búa í yndislegu tveggja manna herbergi með room service og flatskjá í 2 góða daga og njóta þess að vera í fylgd foreldra minna ( sem ennþá passa upp á mig eins og fimm ára barn). Það var gott eftir vikudvöl í rökum húsakynnum, ein í heiminum. Sheffield hafði ég ekki talið vera kúl bæ en það var hann svo sannarlega. Þar böttluðu breakdansaratöffarar á grasflötum og önnur hver búð var second hand. Þar leið mér vel.
Helstu afrek ferðarinnar eru vafalaust að missa ekki vitið í margra klukkutíma lestarferðum um flóðarsvæði Bretlands og að hafa tekist að villast inn í kristilega bókabúð og komast út án þess að fara í hláturskast. Þar voru nokkrir kúnnar furðulegt en satt sem skoðuðu bækur svo sem "So what has God ever done for us?" og rómantískar sögur um svaðilfarir Amish stúlkna í stórborginni.
En heim er ég komin og fegin mjög, Ísland hefur sjaldan litið jafn vel út.

posted by Gugga Rós at 6:15 pm |

19 July 2007

Ekki-malaskolaferdin min til Brighton

Ja eins og sumir hafa liklegast heyrt af haetti eg i skolanum sokum godrar enskukunnattu. Thad hefur vist ekki komid fyrir adur hja theim tharna. Nu ihuga eg hinsvegar ad verda skadabotalogfraedingur eftir mikid thras vid skolastjorann um endurgreidslu. Ad lokum samthykkti hann ad borga mer til baka. Vii. Eg helt upp a thad med tvi ad fara i verslunarleidangur og eyda threfalt meiru. Eg hef tvi midur klarad Harry Potter 6 en for tvi ut i bokabud og keypti mer Wuthering Heights sem aetti ad duga fram ad utgafu HP 7.
A morgun fer eg til London ad hitta Laufey og er ekki litid satt med thad, eg er ordin ansi hraedd um ad roddin min se ad hverfa sokum litillar notkunar. Thar aetlum vid ad skella okkur a Portobello Road og versla versla versla. Her er hormulega heitt i dag, eg er alveg ad deyja herna. Eftir helgi i London fer eg svo til Sheffield ad hitta mommu og pabba sem gista thar a Hilton hoteli, eg hlakka mikid til ad komast i bubblubad thar en pabbi gefur tvi haestu einkunn. Eg verd ad segja ad eg er farin ad halda ad Brighton og eg eigum ekki samleid. Thetta er i annad skiptid sem eg fer hingad a tveimur arum og lendi i rosalegum aevintyrum. En thessu mun eg tho ekki gleyma i brad. Eg vorkenni vinum minum ad thurfa ad vera med mer alla daga, eg er komin med alveg nog af sjalfri mer eftir vikuna.
I dag hrosadi svartur madur med gulltennur mer fyrir gleraugun min. Thad fannst mer einstaklega fyndid.

posted by Gugga Rós at 4:29 pm |

16 July 2007

Lifid i malaskola

Tha er eg komin til Brighton og buin med fyrsta skoladaginn. Her er mikid af skritnu folki fra ymsum londum. Eg a erfitt med ad hitta edlilegt folk. Thessum hef eg kynnst:
Typiskri thyskri stelpu, ekkert allt of spennandi
Tekkneskri emo stelpu sem elskar emo og punkrokk og malar sig mikid um augun og er med halffjolublatt har. Ja hun er nu samt voda indael. Skemmtilegust hingad til.
Skritinn upptrekktur gaur fra italiu sem gengur i of throngum buxum.
Einstaklega fly stelpa fra russlandi sem kom fram i morgunmat med red bull og sigarettu i haum haelum og minipilsi. Veit ekki med hana, en thad er allavega fyndid af fylgjast med henni.
Mesta norda i heimi fra finnlandi sem er 27 ara og sagdist vilja bjoda batman, batwoman, robin hood og madonnu i matarbod ( velja matti hverja sem er ur heimssogunni). Ahugavert val.
Annars er sidan allt fullt af spanverjum herna.
Laet vita ef eg finn einhverja hressa. Tharf ad fara ad kaupa mer strigasko, er ad drepast i fotunum. Sjaese. Hlakka massamikid til ad fara til London um helgina og hitta Laufey og tala islensku.
Her eru allir omurlegir i ensku, hefdi getad attad mig a tvi. Mjog pirrandi ad thurfa ad tala vid folk allan daginn sem er mun verr statt en thu, aetla ad fara og athuga hvort eg geti faekkad timunum minum ur 30 i 20 a viku. Vedrid er agaett, aetla ad fara ad njota thess. Sjaumst sidar.
Gugga.

posted by Gugga Rós at 1:10 pm |

9 July 2007

Fokk, hvað er ég búin að koma mér út í?
Djöfull hata ég heiminn.
Ég trúi því ekki að ég hafi skilið við sólina á Íslandi fyrir þetta.

Þetta og meira meira meira sem er of hart til að skrifa hér var running through my mind á leiðinni/ í röðinni á HRÓARSKELDU 2007. Shit hvað ég hef aldrei verið bakpokatípan en eftir þetta verður erfitt að sannfæra mig um að skella einum slíkum á bakið á ný. 12 kíló-a þurr bakpoki verður nefnilega 20 kíló-a bakpoki í rigningu og boy did it rain. Eftir margra klukkutíma ferðalag komum við á Hróarskeldulestarstöðina og fundum fyrir langa langa leigubílaröð. Einhverjar góðhjartaðar íslenskar gellur komu okkur þó í samband við Hassan frá Pakistan sem var til í að skutla okkur á Hróarskeldu fyrir smápening. Hassan var indælisnáungi sem hlustaði á skemmtilega tónlist og var með falleg augu. Við komuna á Hróarskeldusvæðið lentum við í rosalangri röð inn á svæðið en í henni heyrði ég einmitt óminn af Arcade Fire tónleikunum og grét sáran. Því tók reyndar enginn eftir vegna hellidembu. Við sáum ekki metra fram fyrir okkur, vissum ekki hvar í ósköpunum við vorum og áttum í erfiðleikum með að ganga sökum drullupolls sem þakti svona um það bil allt svæðið í heild sinni. Eftir að umræddur bakpoki og bakið mitt höfðu átt í ástar/hatur sambandi í fleiri fleiri klukkutíma náðum við að setja draslið okkar í geymslu og ákváðum að skella okkur á Bjarkar tónleikana, síðustu tónleika fimmtudagsins. Björk stóð sig vel og kallarnir á skrítnu ljósavélinni hennar stóðu sig vel og tónleikarnir voru massaflottir. Reyndar held ég að kuldaskjálfti minn hafi verið mistekinn fyrir misheppnaðann krump dans en það er allt í lagi. Ég er svo kúl að ekkert getur mig skaðað.
Þá var klukkan orðin ellefu um kvöld, myrkur fallið á, ennþá hellidemba og við vissum ekkert hvar við áttum að gista. Eftir stutta heimsókn í aukatjald PTC sem reyndist vera fullt af vatni enda standandi í 10 cm drullupolli ákváðum við að beila, já beila á Hróa og freista gæfunnar í Köben. Þá var klukkan um 12. Hlupum af stað að ná í draslið okkar, komumst að því að það væru 500 á undan okkur í rúturöð til Roskilde lestarstöðvarinnar og ákváðum að labba þangað. Það átti að taka 40 mínútur. 40 mínútum síðar sagði einhver okkur að við værum hálfnaðar. Það var bömmer. Við vorum ekki í góðum fílíng. Þegar að við komum á lestarstöðina fengum við að vita að síðasta lest væri farin. Svo fengum við að vita að aukalest ætti að koma eftir klukkutíma. Gyða sofnaði á lestarstöðinni, miðavélin virkaði ekki og ég og Magga bjuggum til áætlun um hvernig við ættum að komast í lest sem allt allt of margir voru að bíða eftir. Áætlunin snerist um að nýta okkur séríslenska hæfileika okkar í ruddaskap og dónalegheitum í röðinni í lestina. Það tókst, við komumst fremst í röðina, náðum sætum og alles og Gyða og ég steinsofnuðum meðan Magga reyndi að spjalla. Klukkan 6 um nóttina komum við á hótelið okkar í Kaupmannahöfn sem reyndist vera það eina með laus herbergi enda sáum við fleiri roskilde-fara þar. Gyða var með óráði vegna ofþornunar og þreytu en ég og Magga sigruðumst á ótta okkar og kíktum í bakpokana. Öll fötin okkar voru rennandi blaut. Fórum að sofa.
Við svefn og sturtu urðu ákveðin þáttaskil í ferðinni. Hún hætti að vera ömurleg til dæmis. Og ég get hætt að væla.
Næsta dag versluðum við á prikinu, fórum á Mac Donalds og vorum túristalegar. Síðan fórum við til Dags og Lísu í fínu íbúðina þeirra, borðuðum pizzu, drukkum bjór og fórum síðan á magnaða Kiss tónleika. Á laugardaginn fórum við síðan aftur á Hróarskeldu og skemmtum okkur fáránlega vel á ýmsum minni tónleikum og The Who og Red Hot Chilly Peppers. Sunnudagurinn var síðan frábær, veðrið yndislegt og Lísa og Dagur fóru með okkur til Kristjaníu og buðu okkur í Tívolíið. Fengum okkur danskan kúluís, danskan risabjór og fórum í danskan rússíbana.
Og nú er ég komin heim, búin að taka allt upp úr töskunni minni og það eru 6 dagar í að ég fer til Brighton. Vííí....bæ!

posted by Gugga Rós at 5:05 pm |

About Me

My Photo
Name: Gugga Rós
Location: Reykjavík, Iceland

View my complete profile

Hinir töffararnir

  • Sigga sætasta!!
  • Auður Spánarfari
  • Glingur í hæsta gæðaflokki
  • Maroon Five fansite
  • Sagan endalausa
  • Arngunnur
  • Halla
  • Pælingar Kára
  • Beggi kempa
  • Grammar(practice)
  • Höslmaskínurnar
  • Sögur frá sólinni
  • Elín frænka
  • Lára frænka;)
  • Sigurlaug litla
  • Besti bekkur í öllum heiminum?
  • Biggi
  • Lena sæta
  • Blómaprinsessur
  • Palli bróðir
  • Myndir:)

    • Guggusíða
    • Siggusíða
    • Eddusíða
    • Soffusíða
    • Auðarsíða
    • Fyrri skrif

      • Gleðin tekur völd
      • Allt of fyndið í prófum
      • Hit me baby one more time...
      • Prófvæl
      • Britney
      • Summerland
      • Gossip Girl
      • Bush 2000
      • Framtíð Guðrúnar
      • If it hadn´t been for cotton-eye joe i´d been marr...

      Mánuðir

      • May 2004
      • June 2004
      • July 2004
      • August 2004
      • September 2004
      • October 2004
      • November 2004
      • December 2004
      • January 2005
      • February 2005
      • March 2005
      • April 2005
      • May 2005
      • June 2005
      • July 2005
      • August 2005
      • September 2005
      • October 2005
      • November 2005
      • December 2005
      • January 2006
      • February 2006
      • March 2006
      • April 2006
      • May 2006
      • June 2006
      • July 2006
      • August 2006
      • September 2006
      • October 2006
      • November 2006
      • December 2006
      • February 2007
      • July 2007
      • September 2007
      • February 2008
      • March 2008
      • April 2008
      • May 2008
      • June 2008
      • July 2008
      • August 2008
      • September 2008
      • October 2008
      • November 2008
      • December 2008

      Powered by Blogger