Hvað gerðir Þú um helgina?

31 March 2008

Siemens S35


Kæru öll sem hafa eytt deginum við þrátlausar tilraunir til þess að ná í mig,

gemsinn minn gamli hefur því miður gefið upp öndina. Þetta var kannski fyrir bestu, hann var orðinn svo veikur og leið hálfilla mestalla daga. En hann var góður félagi jafnt í stríðu og blíðu og því hef ég ákveðið að halda minningarathöfn honum til heiðurs á morgun á Kaffibarnum. Allir vinir og vandamenn gemsans eru velkomnir, frír bjór meðan byrgðir endast. Mæting upp úr átta. Þeir sem vilja votta gemsa virðingu sína geta einnig lagt peningaupphæð inn á þróunarsjóð Siemens en bankanúmerið er: 512-26-gemsi8>. Vonast til þess að sjá sem flesta,
Guðrún Rós

posted by Gugga Rós at 10:20 pm |

26 March 2008


"The lights are down, the candles are lit, the bath crystals provide a beautiful enveloping aroma. The serene music seemingly floats on the steam. You take a sip of wine, lie back and enjoy the feeling of relaxation that pervades every muscle in your body... It really doesn’t get any better than this."


Snilldarfjárfesting hjá mér! Einstaklega gott að sofna út frá þessu. Næst fæ ég mér samt klárlega sjávarhljóð:


"The sea, timeless, rhythmical and ultimately soothing. The therapeutic effects of listening to the sea are well documented, so sit back, relax and let the sound of the ocean flow over you."


Gugga tjillaxari

posted by Gugga Rós at 8:17 pm |

17 March 2008

Heyrðubídduhvað?


Sigga og ég fórum í vettvangsferð um daginn á róló, hver hefði vitað að þetta tryllitæki væri til staðar í götunni minni?

Enn ein leikskólasagan þar sem ég lifi innihaldslausu lífi utan vinnu. Ræddi við eina af stelpunum um daginn um drauga og hún sagði mér mikið og lengi frá Carlsberg-draugnum sem hún ætti á spólu heima hjá sér. Krúttið var að meina Casper. Kvikindið ég lét uppeldisreglur afskiptar og leiðrétti hana ekki, þetta var bara of fyndið.

Á laugardaginn reyndi ég að vera hip og cool og fara á DJ Premier á Gauknum, borgaði heilar þrjú þúsund krónur fyrir herlegheitin. Það verður síðasta tilraun mín til þessa í langan langan tíma. Mætti um tólf og beið til hálf þrjú eftir að kallinn mætti á sviðið, þá spilaði hann í einhvern skid og ingenting tíma og lét sig hverfa aftur. Ég gafst upp eitthvað að nálgast 4 ekki sátt. Það er ekki fyrir alla að vera kúl.

En hvað segið þið þöglu lesendur?

posted by Gugga Rós at 9:28 pm |

13 March 2008

Ælon-Nylon


Vá í fyrsta skipti átta ég mig á tilgangi Nylon í veröldinni. Ein af stelpunum kom með Nylondisk á leikskólann til þess að hlusta á í samverustund og viti menn blessuð börnin voru eins og englar að hlusta á Closer og fleiri dásemdarlög. Nylon=deyfingarlyf fyrir 3-5 ára.

Samt var það fyndið þegar litla frænka hennar spurði mig hvort þetta væri Æl-on. Jújú, það gat ég alveg samþykkt, þetta er sko eitthvað til þess að ælon.


Pakkfull helgi framundan, 2 partý á laugardeginum úlala!

Smell you later -gaters.

posted by Gugga Rós at 7:54 pm |

9 March 2008

Bloggfærsla númer 203=Leikskólalíf


Undanfarnar vikur hef ég starfað á leikskólanum Mánabrekku á hinu gullfagra Seltjarnarnesi og hef þar notið aðstoðar Siggu Gangsta-Gyðu við að koma mér inn í nýja djobbið og aðlagast leikskólatempói enda ráðin sem eftirmaður hennar á hinni stórskemmtilegu deild Grænumýri þar sem uppátækjasöm 3-4-5 ára börn ráða ríkjum en stúlkan sú (S-igga) ætlar sér að dvelja í Buenos Aires um hríð að stúdera spænskar sagnir.
frh síðar, farin á kaffihús að stunda kynsvall og sukkerí

Part 2: Já, eins og ég var að segja er stuð á leikskólanum Mánabrekku og þar á ég í ýmsum hressum samtölum við krakkana. Til dæmis þessu:
Ónefnd stúlka: Heyrðu heyrðu, veistu ég var síðust að koma aftur inn á deild.
Ég: Nú, af hverju?
ÓS: Út af því að ég var bara að kúka svo mikið.
Ég: Umm, jáá það er bara það.

Kvót dagsins kemur frá óvæntri átt: Dóttir þín er fáviti.

posted by Gugga Rós at 8:00 pm |

About Me

My Photo
Name: Gugga Rós
Location: Reykjavík, Iceland

View my complete profile

Hinir töffararnir

  • Sigga sætasta!!
  • Auður Spánarfari
  • Glingur í hæsta gæðaflokki
  • Maroon Five fansite
  • Sagan endalausa
  • Arngunnur
  • Halla
  • Pælingar Kára
  • Beggi kempa
  • Grammar(practice)
  • Höslmaskínurnar
  • Sögur frá sólinni
  • Elín frænka
  • Lára frænka;)
  • Sigurlaug litla
  • Besti bekkur í öllum heiminum?
  • Biggi
  • Lena sæta
  • Blómaprinsessur
  • Palli bróðir
  • Myndir:)

    • Guggusíða
    • Siggusíða
    • Eddusíða
    • Soffusíða
    • Auðarsíða
    • Fyrri skrif

      • Gleðin tekur völd
      • Allt of fyndið í prófum
      • Hit me baby one more time...
      • Prófvæl
      • Britney
      • Summerland
      • Gossip Girl
      • Bush 2000
      • Framtíð Guðrúnar
      • If it hadn´t been for cotton-eye joe i´d been marr...

      Mánuðir

      • May 2004
      • June 2004
      • July 2004
      • August 2004
      • September 2004
      • October 2004
      • November 2004
      • December 2004
      • January 2005
      • February 2005
      • March 2005
      • April 2005
      • May 2005
      • June 2005
      • July 2005
      • August 2005
      • September 2005
      • October 2005
      • November 2005
      • December 2005
      • January 2006
      • February 2006
      • March 2006
      • April 2006
      • May 2006
      • June 2006
      • July 2006
      • August 2006
      • September 2006
      • October 2006
      • November 2006
      • December 2006
      • February 2007
      • July 2007
      • September 2007
      • February 2008
      • March 2008
      • April 2008
      • May 2008
      • June 2008
      • July 2008
      • August 2008
      • September 2008
      • October 2008
      • November 2008
      • December 2008

      Powered by Blogger