Hvað gerðir Þú um helgina?

30 June 2004

Strange things are happening.................

Ég ætla að skrifa þetta áður en ég horfi á Portúgal vinna Holland.

Í dag fékk ég símtal frá Mexíkó. Meira svona í morgun eiginlega. Klukkan 6:25 til þess að vera nákvæm. Ég vaknaði að venju fyrr en nokkur ætti að þurfa klukkan 6:15, fór á fætur og klæddi mig. Var að fara að fá mér að borða þegar síminn hringdi. Hummm...hver hringir klukkan hálf 7 um morguninn? Jaa....18 ára strákur í partýi í Mexíkó greinilega:) Hér kemur símtalið svona nokkurn veginn, stytt þó:
Ég: Halló?
Mexíkóinn: Hiii!!!
ég: ummmm....hi?
m: What country am i calling?!?
ég: Iceland
m: Cool! What's the clock in Iceland?!?
ég: ummm....six thirty
m: AM?
ég: yes
m: how old are you?
ég:sixteen
m: hey! i'm eighteen!
ég: ummm...ok
m: well what are you doing?
ég: i just woke up
m: what are you doing today?
ég: going to work
m: Work? but your so young!
ég: well it's only a summarjob
m:ohh....ok. So where do you work?
ég: Reykjavík's botanic garden
m: ohh...i don't know what that is
ég:it has to do whith flowers and stuff (ég var nývöknuð, heilinn ekki alveg farin að virka:) Þarna var ég annars farin að pæla hvort þetta gæti verið símagrín á einhverri útvarpsstöðinni. Hugsaði með mér að ég myndi drepa stelpurnar ef þær stæðu fyrir þessu.
m: i work at a phone company! What do you eat in Iceland?
ég: probaby the same as you in Mexico
m: well i´m eating ........( algjört bull á spænsku sem ég var ekki alveg að ná)
ég: what?
m: it´s sort of like burritos. ya know?
ég: ohh ok!
m: you have burritos in Iceland?
ég: yeah sure.
m: i also speak spanish! Me hablan espanol!......(aftur kemur spænskan) Þarna var ég hætt að trúa því að þetta væri grín, of úthugsað.
ég: ok.. you know i kinda have to get to work
m: no! already?
ég: yeah
m:too bad. I'll call you later then?
ég: yeah sure! see ya. Bye Bye!
m: ok bye bye!


Svo fór ég upp að fá mér að borða.

PS: þetta gerðist í alvörunni.


posted by Gugga Rós at 6:17 pm |

23 June 2004

átklúbbur

Átklúbbur hjá okkur stelpunum næsta laugardag :) Eitthvað til að hlakka til :) Góðar kökur, gott brauðmeti, góður félagskapur á góðri stund :)
Stelpur setjið það bara í kommentin hvað þið viljið koma með. Lena kemur með köku og ég með danskt smurbrauð, auður var eitthvað að tala um skinkuhorn...
Steinvör þú manst að þú mátt ekki koma með kex og osta né snakk þannig að það er opið fyrir einhvern annan :)
Reynum að finna út úr þessu svo það komi ekki allir með það sama ;)
Látið heyra í ykkur....

posted by Gugga Rós at 4:30 pm |

22 June 2004

Love is in the air.....

Jeiiii Wíhú!! Pabbi minn er kominn heim! Oh happy day! (oh happy day) oh happy day! (oh happy day) when Jesus.... jæja a bit carried a way þarna. Já maður veit ekki hvað maður á fyrr en maður hefur misst það og fengið aftur:) Nú liggur vel á mér! Einmitt núna er hann úti að leita að blóðbergi eða eitthvað álíka. Enda fínasti maður og besti pabbi í heimi! Eins og þessar gleðifregnir séu ekki nóg þá fór ég í ökutíma eftir vinnu. Svona til að toppa gleðibrunninn. Meiriháttar hvernig manni tekst að gleyma næstum því öllu á viku. Var eins og fiskur á þurru landi í byrjun en svo lagaðist það og þetta varð hinn skemmtilegasti tími. Viðburðaríkur líka, bakkaði og fór upp í 80 í fyrsta skipti. Svo leið honum greinilega illa yfir því að láta mig keyra með farþega allan tímann seinast þannig að ég fékk að vera farþegalaus. Góð stund með Njáli ;)
Það er alveg rosalegt hvað maður getur verið hamingjusamur. Ætla að fara í Jóga í haust eða hvenær sem námskeið byrja. Kominn tími til, finn það á mér að þetta er líkamsræktin fyrir mig:) Engin hlaup, ekkert þol. Bara styrkur og teygjur. Gott mál fyrir mig sem fékk 5 í hlaupaprófinu ;=) Náði samt 7 á árinu sem er betra en ákveðinn fjölskyldumeðlimur sem er í sama skóla. Nefni engin nöfn ;) Jæja ég er farin að hjálpa til við matinn.... ok get ekki logið að ykkur elskurnar. Ég er farin að laga til inni hjá mér og setja svo í þvott. Nei! Nei! Get ekki gert það!!!!!!! Ok! ég er að fara að horfa á sjónvarpið. Mock me if you wish! Can´t help it. What not to wear er á BBC Prime og ég ætla að horfa á það! Maður verður nú að kunna að klæða sig flott þannig að eiginlega er þetta fræðsluþáttur.....;)
Sjáumst heil! Wave your tail!

posted by Gugga Rós at 4:50 pm |

20 June 2004

Helgin...

Hello fólkið...
Jæja já, nokkuð mikið búið að gerast um helgina. Fór í ökuskóla 1 sem var alveg svona rosalegt stuð! (kaldhæðni) Stóð mig vel fyrsta klukkutímann að fylgjast með en uppgötvaði svo að kallinn væri soldil svona Guðbjarts-týpa ef þið skiljið mig. Blaðraði og blaðraði um allt nema námsefnið. Eftir tvo daga vitum við hvar hann hefur búið, hvernig bíla hann hefur átt, hvað hann hefur unnið við um tíðina, að hann notar aldrei nagla á dekkin sín (3 sinnum), ýmsar sögur um vini og kunningja hans, ýmisleg góð ráð ef við lendum í asnalegum aðstæðum og að hann hefur einstaklega gaman af því að hlusta á sjálfan sig. Hins vegar man ég mest lítið af draslinu sem við verðum víst prófuð í. Well..that's life for ya :)
Fór upp í sumarbústaðinn hennar Habbý með 8 hressum stelpum úr hinum látna 3-D :( Það var að sjálfsögðu gaman og gott. Vaknaði svo hress og kát klukkan 9 um morguninn eftir 4 tíma svefn ;) Svo komst ég líka að því að ég og Gunnhildur erum frænkur. Loksins finn ég frænku. Afar okkar voru semsagt uppeldisbræður en afi Gunnu ( ;D ) var ættleiddur í fjölskylduna á unga aldri. Það er aldrei!
Ég er farin að sofa aðeins og ná upp týndum svefni :=)
Myndir á síðunni góða nótt

posted by Gugga Rós at 5:39 pm |

14 June 2004

Afmæli afmæli afmæli......

Sælinú!
Þar sem ég veit af eigin reynslu hve leiðinlegt það er þegar fólk bloggar ekki svo vikum skiptir þá ákvað ég nú að drífa í því að segja frá síðusta atburðunum í framhaldssögunni ,,Gugga's Life: The highs and the lows". Það er búið að vera alveg furðumikið um afmæli upp á síðkastið, það gerir það að verkum að ég á engan pening. Andskotans bloodsuckers. Jú annars, ég á 209 kr í veskinu í klinki. En það var svo sem alveg þess virði að punga út fjórum gjöfum á tveimur vikum. Afmælin voru stórskemmtileg öllsömul. Nema afmæli systur minnar (Heiðu) sem sá sér ekki fært að bjóða nánustu ættingjum sínum. Hneiksli! Svo eru vinkonur hennar líka svo mikil átvögl, það eina sem þær skildu eftir handa mér í morgunmat var súkkulaðisósa og tveir ananasbitar. Borðaði það að sjálfsögðu glöð í bragði:)
Mig klæjar í barkakýlið mitt.
Í dag fór ég í vinnuna þar sem ég og Auður sýndum snilldartakta í ,,Hver er kvikmyndin?" Það endaði með jafntefli held ég. Auður var álíka lengi að fatta Legally Blonde og ég að fatta Girl Interrupted. Leikurinn var framhald af leikjum síðustu viku: ,,Hver er maðurinn/hljómsveitin/tónlistarmaðurinn?" Mæli mjög með þessum afþreyingarmiðli. Þar að auki var verið að taka upp Stundina okkar í garðinum sem var alveg virði nokkurra hlátursgusa. Hafiði einhvern tíma séð mann útskýra fyrir 30 litlum leikskóla krökkum að þau eigi að vera rosaglöð og veifa íslenska fánunum eins og það sé 17.júní? Mitt á milli krakkanna stendur svo fullorðinn maður í gulum samfestingi? Ef þið kannist ekki við að hafa orðið vitni af öðru eins þá eruði að missa af mjöög miklu get ég sagt ykkur!
Til hamingju með afmælið Steinun Harðars sem á afmæli í dag og mætti því í spariskóm í garðyrkjuna.
Svo fór ég í fyrsta ökutímann í gær:) Ég stóð mig nú alveg ágætlega. Fer í næsta tíma á miðvikudaginn og svo í ökuskóla 1 næstu helgi með Heiðu og Helgu!!! :D Wíhí the two H´s. Minnir mig á S'in þrjú:) hehe gæti maður gengið asnalegar?
Nauh það borgar sig greinilega ekki að taka svona bloggpásu. Þá hefur maður bara frá allt of mörgu að segja.
Svo á laugardaginn fór ég í bráðfínt partý í kjallaranum hjá Gunnhildi. Þar var samankomið skemmtileg blanda af kunnugum og ókunnugum. Það var nú bara ansi gott partý og ég og Hildur skemmtum okkur vel þrátt fyrir að Lenu væri saknað en hún var í sveitinni það kvöldið:(
Nú held ég að ég sé bara búin að segja frá öllu sem ég man eftir. Segjum það bara.

posted by Gugga Rós at 5:45 pm |

8 June 2004

Jáhá! ;)

Ég kýs barasta að taka þessu trúanlegu! ;D
What Makes You Sexy?
by eva71
Name/NickName
Gender
Sexy Body Part IsEverything
Special Talents AreEverything (Multi-talented)
Created with the ORIGINAL MemeGen!

Það er bara svona.. alltaf er maður að læra eitthvað nýtt.
Hildur á afmæli á morgun:) Wíhí!

posted by Gugga Rós at 4:53 pm |

7 June 2004

Jájájá Seisinú!
Byrjaði í vinnunni í dag. 6:20 er ekki skemmtilega tala. Ef mannskapurinn er að pæla þá já, klukkan mín var stillt á þessa líka hroðalegu tölu í morgun. Ég hef bara ekki lent í öðru eins, hvernig mér datt í hug að hjóla í laugardalinn í fyrsta skipti á ævinni eða eitthvað er alveg óútskýranlegt. Ég stóð mig reyndar vel þar til ég kom í laugardalinn og sá þessa líka hroðalegu brekku sem Auður þrusaðist upp eins og ekkert væri. Þá gafst ég upp og labbaði upp með hjólið mitt. Kom svo í vinnuna eins og hálfviti, hálf Gugga, hálf eppli, ef þið skiljið mig ;) En svo var vinnan svona líka frábær! Var sett í sumarblóm og var því bara að gróðursetja og vökva allan daginn. Kom ekki nálægt arfa! Svo voru vinnufélagarnir hressar og kátar. Dagurinn leið hratt og svo kom ég heim og var svona þægilega uppgefinn eftir daginn. Ahhhh...the wonders of being a workingwoman.
OC er í kvöld og ég ætla að troða mér inn á heimili einhvers og horfa með mikilli kæti á Seth og Summer eiga ,,náin kynni". Sjáum til hvernig fer.
Auður hélt upp á afmælið sitt í gær, nær mánuði eftir the actual date. það var æði, fuglarnir sungu, sólin skein, við sungum,borðuðum, dönsuðum og hjóluðum á einhjólinu hennar Auðar ;) (Signý stóð sig með prýði) er prýði með y-loni? Það er spurning. Nú ég ætla að fara að leggja mig.
SEE YA!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

posted by Gugga Rós at 5:09 pm |

5 June 2004

Almenn leiðindi

Vá hvað föstudagurinn var lengi að líða, þrátt fyrir allt. Ég eyddi nær öllum deginum í að gera hluti sem myndu alveg pottþétt láta hann líða hraðar en nei, það tókst ekki. Ég var líka alein heima, það hafði kannski eitthvað með það að segja. En ég fór samt í sund og setti í þvott og lagaði til og bakaði pitsu. Var alveg rosalega dugleg.
Svo komu stelpurnar til mín um kvöldið í þreyttasta vidjó-kvöld ever. Leigðum hálfa fyrstu seríuna af Sex and the city en Helga svaf í gegnum seinustu tvö þættina. Skondið þar sem hún fór svo lang síðust;) Sigga og Signý sýndu líka góða svefntakta. Myndirnar frá kvöldinu eru by the way komnar á síðuna.
Í dag er svo planið að fara í bæinn að finna gjöf handa Auði sem heldur Afmælisgrillveislu á morgun:) Það verður eitthvað flott. Þarf reyndar að kaupa fjórar afmælisgjafir í mánuðinum :( Fólk verður bara að sætta sig við eitthvað cheap..
Ég byrja í vinnunni á mánudaginn sem þýðir að ég þarf að vakna klukkan hálf sjö og taka strætó í laugardalinn. Ég verð örugglega eins og draugur, búinn að vakna klukkan 11 síðan skólinn kláraðist.

posted by Gugga Rós at 12:47 pm |

4 June 2004

Sól og aftur sól :)

Hey!
Í dag var svona fullkominn sumardagur hjá mér, svona dagur sem maður hugsar til í febrúar. Ég eyddi eiginlega öllum deginum út á svölum að lesa og drekka sumardrykki sem voru mjög áhugaverðir þar sem það var frekar lítið um hráefni heima hjá mér. Hér er uppskriftin að einum : Diet Coke, hreinn appelsínusafi, sítrónudropar, klaki. Fyrir utan það að hann var ógeðslega brúnn á litinn þá var hann svo sem ágætur;) Mæli með honum. Ég var samt að fíla mig eins og gamla konu, það eru komnir nýjir nágrannar í blokkina á móti og það var svona líka mikil traffík. Ég fylgdist mjög áhugasöm með þessu öllu saman. Var komin með gægju-tækni og allt.
En svo brann ég, sem var ekki gaman þar sem pabbi var búin að taka alla sólarvörn á heimilinu með sér til Hollands. Seinna um daginn sá ég Soffu og Laufeyju á leiðinni út í ísbúð og skrapp með þeim og heilsaði upp á Eddu í leiðinni í vinnunni í Úrvalsfelli. Svo um kvöldið fór ég á kaffihús með Hildi, Lenu,Helgu,Signýju,Soffu og Arngunni. Við komum fyrst við á kaffibrennslunni en ákváðum að það væri ekki staðurinn fyrir okkur;D og fluttum okkur yfir á Mokka.
Allt í allt alveg ágætur dagur hjá mér. Svo þvoði ég líka þvott og hugsaði um að laga til inni hjá mér þannig að ég var dugleg líka:)
Helgin er svo eitthvað til þess að hlakka til, hún verður skemmtileg hvernig sem planið verður. Fúllt með tebóið þó:(
En whatever, gotta move on. Sérstök kveðja til siggu, steinu og auðar sem ég sá ekkert í dag. Og til Lenu fyrir að hlusta á svona rosalega góða tónlist í vinnunni.
Gúa***

posted by Gugga Rós at 12:23 am |

1 June 2004

Rigning...

Hey hey! Allir í stuði?
Ég ætlaði að fara í bæinn með Heiðu í dag en svo hætti ég við og var heima að baka súkkulaðiköku:) Ég elska að vera ekki byrjuð að vinna og geta bara notið þess að gera hvað sem mér dettur í hug. Held samt að ég sé að verða tilbúin að fara að vinna.
Í gær var OC uppáhaldsþáttur allra, rosalega getur maður lifað sig inn í þetta. Það lá við að ég fengi magasár af áhyggjum vegna Olivers og hans ömurlegleika (er það orð?). En já nú er það allavega búið og við getum farið að horfa á þrekantinn, seth, summer og anna aftur.
Ég er að horfa á fréttir þar sem fréttastöðin var að afsaka sig á frétt sinni um morðið á hagamelnum á mánudaginn. Mér fannst það nú alveg það minnsta sem þeir gátu gert. Þetta var alveg óútskýranlegt hvernig þeir tóku fréttina. Þeir eyddu jafnlöngum tíma í að sýna nærmyndir af blóði á gangstéttinni og að tala um hvað gerðist. Mjög ósmekklegt hjá þeim og óvirðing.
En ég ætla að fara í Solitaire (sem ég er alveg föst í).
Sjáumst síðar:D

posted by Gugga Rós at 7:03 pm |

About Me

My Photo
Name: Gugga Rós
Location: Reykjavík, Iceland

View my complete profile

Hinir töffararnir

  • Sigga sætasta!!
  • Auður Spánarfari
  • Glingur í hæsta gæðaflokki
  • Maroon Five fansite
  • Sagan endalausa
  • Arngunnur
  • Halla
  • Pælingar Kára
  • Beggi kempa
  • Grammar(practice)
  • Höslmaskínurnar
  • Sögur frá sólinni
  • Elín frænka
  • Lára frænka;)
  • Sigurlaug litla
  • Besti bekkur í öllum heiminum?
  • Biggi
  • Lena sæta
  • Blómaprinsessur
  • Palli bróðir
  • Myndir:)

    • Guggusíða
    • Siggusíða
    • Eddusíða
    • Soffusíða
    • Auðarsíða
    • Fyrri skrif

      • Gleðin tekur völd
      • Allt of fyndið í prófum
      • Hit me baby one more time...
      • Prófvæl
      • Britney
      • Summerland
      • Gossip Girl
      • Bush 2000
      • Framtíð Guðrúnar
      • If it hadn´t been for cotton-eye joe i´d been marr...

      Mánuðir

      • May 2004
      • June 2004
      • July 2004
      • August 2004
      • September 2004
      • October 2004
      • November 2004
      • December 2004
      • January 2005
      • February 2005
      • March 2005
      • April 2005
      • May 2005
      • June 2005
      • July 2005
      • August 2005
      • September 2005
      • October 2005
      • November 2005
      • December 2005
      • January 2006
      • February 2006
      • March 2006
      • April 2006
      • May 2006
      • June 2006
      • July 2006
      • August 2006
      • September 2006
      • October 2006
      • November 2006
      • December 2006
      • February 2007
      • July 2007
      • September 2007
      • February 2008
      • March 2008
      • April 2008
      • May 2008
      • June 2008
      • July 2008
      • August 2008
      • September 2008
      • October 2008
      • November 2008
      • December 2008

      Powered by Blogger