Hvað gerðir Þú um helgina?

31 December 2004

2004 í máli og myndum.....

Já fannst viðeigandi að setja inn mynd tekna síðustu áramót það er fyrstu stund ársins sem er að líða. Mikil gleði á myndinni enda spenningur vegna upphafs einhvers nýs, þ.e. ársins 2004:
Pólitíkusar misstu sig í rifrildum og lá við að skyri yrði hent að alþingismönnum í annað sinn, þvílík var reiði fólks á ýmsum atburðum...
Stríðið í Írak reyndist Bandaríkjamönnum erfiðara en þeir héldu og enn virðist engin lausn....
Rosalegt sumarveður helltist yfir landsmenn og veðurblíðan hefur sjaldan verið meiri...
Kláruðum fyrsta árið í menntaskóla og hófum annað, tíminn flýgur...
Ferðuðumst til stórborgar norðursins og sáum mesta töffara Akureyrar taka rúntinn ásamt Celen Dion mixinu sínu...
Skemmtum okkur vel í afmælum og átklúbbum og böllum og svo framvegis...
Bandarískir framhaldsþættir um líf og ástir fólks í OC héraðinu tröllriðu flestöllum mánudagskvöldum fyrri hluta ársins... (þess má geta að Edda heillin á ALLA seríuna og ég bíð í ofvæni eftir OC-maraþoni!)
Mörg tár vökvuðu fagrar kinnar, þó alltaf væri stutt í gleðina...
Bílprófin komu í hrönnum og allt í einu voru allir farnir að sporta litlu litlu korti sem er þó svooo þýðingarmikið...(fæ mér mitt í janúar)
Plön um Ítalíuferð næsta sumar héldu lífinu í mér og Auði við vinnuna í Grasagarðinum... (set hér með fund heima hjá mér 2 janúar klukkan 3)
Lítið var um gistipartý en skellihlátur vegna umræðna um geispa klukkan 5 nóttina fyrir gamlárs björguðu held ég því að mestu....;)
Fólk varð 17 ára með misjöfnum hraða og var því að sjálfsögðu ætíð fagnað vel og lengi, óska hér með öllum til hamingju með þann merkisviðburð...
Yfirhöfuð lít ég til baka á árið 2004 sem mikið breytingaár og vangaveltur um tilgang lífsins og hvað framtíðin bæri með sér voru miklar. Held samt að árið hafi einhvernveginn flotið framhjá hægt og rólega án þess að maður tæki eftir því, engir stórviðburðir svo sem. Legg til að á næsta ári finnum við eitt stikki nýja hefð þar sem átklúbbarnir og Akureyrarferðirnar hafa farið svona vel í okkur. Minnist þess að við ætluðum alltaf að skella okkur í sumarbústaðaferð, þar sem ég hef aldrei tekið þátt í öðru eins hvet ég til þess að við skellum okkur á nýju ári. Svo vil ég að lokum þakka ÖLLUM fyrir samfylgdina gegnum árið og þið vitið að án ykkar gæti aldrei verið jafn gaman. Óska ykkur gleðilegs nýs árs og minni ykkur á að vera þakklát fyrir það hvað þið hafið það gott miðað við marga aðra og hvet ykkur til þess að taka þátt í peningasöfnun Rauða Krossins.


posted by Gugga Rós at 2:52 pm |


Áramótagleði!

posted by Gugga Rós at 2:50 pm |

23 December 2004

Jólabloggið mitt!

Gleðileg jól öllsömul, nú styttist í þetta:)
Búin að vera einkar jólaleg Þorláksmessa í ár, hitti stelpurnar í hádeginu og skiptist á gjöfum sem var kósí þó að minn félagi hafi ekki mætt. Fór því í aukaferð út í Melabúðina að hitta dugnaðarforkinn og afhenda gjöfina mína. Svo var farið heim að skúra sem var óvenju jólalegt, hef eiginlega aldrei skúrað neitt í miklu magni allavega þannig að kannski verður það bara eitthvað svona jólathing hjá mér;)
Svo er búið að pakka inn gjöfum, skreyta jólatréð og liggja uppi í rúmi og blása sápukúlur upp í loftið með Mad world með Kat Stevens á fóninum, það var rosalega gaman, fékk bara ekki nóg. Er einhver sammála mér í því að poppjólalög séu bara mesta hörmung sem hefur heyrst í útvarpi? Ég er allavega komin með upp í kok af þeim, hlusta bara á Skonrokk og X-ið þessa dagana til þess að losna við þau.
Svo fórum við fjölskyldan í bæinn og fundum sæti á kaffihúsi til tilbreytingar. Skipti geisladisk og fékk mér Best of Placebo í staðinn, gaman að fá sér eitthvað í staðinn fyrir að hugsa stanslaust um að gjefa e-m öðrum. Held að gjafmildi mín sé að renna út.....
En þetta verður eina jólabloggið mitt þetta árið en kem aftur að vörmu spori með gamlárskvöldsblogg beint frá höfuðstað Norðurlands, Akureyri:)
PS:fann myndir í tölvunni sem ég hef bara aldrei séð áður, held að forritið sem setji myndirnar á netið fyrir mig sé að sleppa sumum....set þær kannski inn við tækifæri.
En GLEÐILEG JÓL OG FARSÆLT KOMANDI ÁR!!!!!!!

posted by Gugga Rós at 10:31 pm |

22 December 2004


Jólastemning:)
Maður tekur sig bara nokkuð vel út þarna þrátt fyrir smá samlögun við sófann svona í efri hlutanum sem gerir það að verkum að ég virðist vera ólétt, en það er baaaara COOL ;)
Jólaballið var bara skemmtilegt, allir í stuði og svona....
Annars eru bara tveir dagar til jóla fyrir ykkur sem eruð ekki alveg að ná því, usss ég er bara eins og upplýsingakassi hérna, ryð úr mér áhugaverðum commentum. En þar sem jólin eru að koma og svona þá er ég búin að vera að þrífa húsið hátt og lágt og var að laga til inni hjá mér eftir afmælið, svolítið seint kannski en betra seint en aldrei. Svo var ég að pakka inn jólagjöfum, það er ekkert eins jólalegt og að pakka inn gjöfum. Á samt eftir að pakka inn pakkanum hennar Siggu minnar en hann verður auðvitað extra flottur.
Gærkvöldið var sérstaklega jólafríslegt ( flott orð), fattaði það samt ekki fyrr en þegar ég var komin heim. Ég, Helga, Hildur, Lena, Steinvör og Signý horfðum á Cindarella Story sem er reyndar ein lélegasta mynd sem ég hef nokkurn tíma séð, og Lena andvarpaði yfir fegurð ákveðins leikara.....Svo var farið í æsispennandi Gettu Betur spil þar sem Ég og Hildur komum með Comeback of The Year:) Eitthvað var svo krukkað í actionary líka.....
En nú finn ég góða lykt ofan frá og ég heyrði líka eitthvað minnst á rjóma þannig að það er mitt cue, þið vitið hvernig það er með rjóma og mig;)

posted by Gugga Rós at 3:31 pm |

18 December 2004

Maður bara orðin 17 ára og 2 daga!

Vegna tæknilegra vandræða hef ég ekki komist til þess að setja myndirnar frá afmælinu fyrr en í dag (ég fattaði ekki að tölvan væri ekki í sambandi). Svona er ég gáfuð:)
En nú eru þær komnar inn og ROSALEGA eru þær fínar, hvet alla til þess að athuga þær, hey! hver veit, kannski er mynd af Þér þar;)

posted by Gugga Rós at 7:14 pm |

14 December 2004


Ég hef ákveðið að taka þær stöllur í sátt í anda jólanna:)
Annars var ég vakin af værum blundi áðan af einkar hyper símtali frá Lenu sem var að hlusta á One Tree Hill lagið og fann greinilega þörf fyrir að hringja í einhvern og syngja með:)
Það vakti mig þó allavega, en hér sit ég með te og frið í hjarta. Var að sjá pinkulitla frænda minn sem er nú rosalegt krútt. Síðasta prófið er á morgun, enska, og ég verð bara að segja að ég hlakka til að fara inn í herbergi og kveikja á öllum jólaljósunum og læra smá enskar glósur. Lífið er gott:)

posted by Gugga Rós at 4:53 pm |

12 December 2004


súpermódelið/svikari

posted by Gugga Rós at 2:48 pm |


husss svindlarar!

posted by Gugga Rós at 2:44 pm |

ANDSKOTINN Í SÓTSVÖRTU HELVÍTI!

ó nei!!!!! ég lét blekkjast af breyttu nafni linksins hennar siggu og tók myndina út! hún fer aftur inn ásamt fleirum!!!!!! ósvífnin.............

posted by Gugga Rós at 2:39 pm |

10 December 2004

Nu skal vi snakke dansk

Danskan kætir alltaf, og íslenskan þrátt fyrir einhvern rugling í frumnorrænu og forníslensku...
Helgin komin og ég er ekki búin að læra NEITT í dag því annað væri misþyrming á heilanum mínum sem er komin með alveg nóg af lærdómi. Það styttist óðfluga í stóru dagana, 5 dagar í 15 og próflok, 6 dagar í 16 og afmælið mitt:) og 10 dagar í brjálaðasta jólaball nokkurn tíma, og svo auðvitað 14 dagar í blesuð jólin.
Síðast en ekki síðst vil ég benda á reiði mína á eigendum ákveðinnar síðu sem elska Maroon five og hef hér með mótmæli.......

posted by Gugga Rós at 5:24 pm |

8 December 2004

tiny tim

tip thoe thru the Tulips! hahahaha hélt að þetta hlyti að vera eitthvað svaka gangsta partey lag en þá er þetta ensk óperuraddar kona að syngja (falskt) um eitthvað freaky bull með fiðlutónlist í bakgrunninum!!!!!!!!!!!!!!!!!!

posted by Gugga Rós at 10:18 am |

líffræði fyrir lífið

hér sit ég fyrir framan tölvuna klukkan 10:08 og klukkutími og 22 mín. í líffræðihörmung, sé fram á fall...
og af hverju sit ég fyrir framan tölvuna og hlusta á tom jones (sex bomb) og toni braxton (hit the freeway)? Því ég er svo þreytt að ég get ekki lært neitt, svo ég reyni allt til að fríska mig við svo ég sofni ekki í prófinu og missi ALLA möguleika á að slefa upp í 3,5.
Það er greinilega ekki að ganga upp, ef ég man ekki hvort passwordið mitt er með íslenskum stöfum eða ekki hvernig á ég að muna muninn á þekjuvefum í plöntum og dýrum og frumum og blablabla....? Jæja er farin að borða snakkið sem mín vonda systir dróg mig með sér að kaupa í gærkvöldi....ég verð ekki aðeins lífræðifallisti, ég verð feitur líffræðifallisti.
jæja TLC komið á fóninn (girls talk). 10:14 fokk fokk fokk. Þið fáið update strax eftir prófið, ef ég blogga ekkert þá er ég líklegast svo vonlaus að ekkert getur bjargað mér........
Gugga vonlausi líffræðimogullinn
(er að hugsa um að kaupa mér kók á leiðinni í prófið svo ég sofni ekki)

posted by Gugga Rós at 10:08 am |

5 December 2004

Regla 3.8

Stærðfræði er yndislegt fyrirbæri. Hvernig hún getur lyft manni upp í hæstu hæðir og svo jafnóðum dregið mann niður í hið mesta þunglyndi. Annars hefur þetta verið furðu ljúfur sunnudagur, þrátt fyrir að vera í miðju prófanna og ekki meira né minna en fyrsta stóra prófið í lesinni stærðfræði á ævi minni á morgun. Það verður massað....;)
Hér er smá brot af deginum mínum:
9:00 wakie wakie og beint í fótabað (hef ekki hugmynd af hverju, er ekkert að stunda það mikið en prófin fara svona í mann:)
9:30 niður með morgunmatinn minn, ljúffengur danskur jólagrautur, mmmm....
9:35 kveikt á Elton John : Best of og hafist handa við stærðfræðina.
9:35-19:00 gegnumsýrð af stærðfræði og Elton vini mínum á replay;)
19:00 Ophrah: bandarískir menn að lifa sem konur, ótrúlegt en satt en þeim tókst að gráta....feitur kall var lagður í einelti af hinum ,,konunum" því hann var ekki sætur sem kona. Allir að meta konurnar sínar að verðleikum. Ussussusss, þvílíkt og annað eins.
20:00 Kröniken, allt að gerast þar eins og venjulega..
meira af sjónvarpi og nú í rúmið :)
Lag dagsins: allt með Elton John sem er bara snillingur og hinn mesti stærðfræði-pal:)
10 dagar í próflok!

11 dagar í afmælið mitt!
19 dagar í jólin!

posted by Gugga Rós at 10:32 pm |

About Me

My Photo
Name: Gugga Rós
Location: Reykjavík, Iceland

View my complete profile

Hinir töffararnir

  • Sigga sætasta!!
  • Auður Spánarfari
  • Glingur í hæsta gæðaflokki
  • Maroon Five fansite
  • Sagan endalausa
  • Arngunnur
  • Halla
  • Pælingar Kára
  • Beggi kempa
  • Grammar(practice)
  • Höslmaskínurnar
  • Sögur frá sólinni
  • Elín frænka
  • Lára frænka;)
  • Sigurlaug litla
  • Besti bekkur í öllum heiminum?
  • Biggi
  • Lena sæta
  • Blómaprinsessur
  • Palli bróðir
  • Myndir:)

    • Guggusíða
    • Siggusíða
    • Eddusíða
    • Soffusíða
    • Auðarsíða
    • Fyrri skrif

      • Gleðin tekur völd
      • Allt of fyndið í prófum
      • Hit me baby one more time...
      • Prófvæl
      • Britney
      • Summerland
      • Gossip Girl
      • Bush 2000
      • Framtíð Guðrúnar
      • If it hadn´t been for cotton-eye joe i´d been marr...

      Mánuðir

      • May 2004
      • June 2004
      • July 2004
      • August 2004
      • September 2004
      • October 2004
      • November 2004
      • December 2004
      • January 2005
      • February 2005
      • March 2005
      • April 2005
      • May 2005
      • June 2005
      • July 2005
      • August 2005
      • September 2005
      • October 2005
      • November 2005
      • December 2005
      • January 2006
      • February 2006
      • March 2006
      • April 2006
      • May 2006
      • June 2006
      • July 2006
      • August 2006
      • September 2006
      • October 2006
      • November 2006
      • December 2006
      • February 2007
      • July 2007
      • September 2007
      • February 2008
      • March 2008
      • April 2008
      • May 2008
      • June 2008
      • July 2008
      • August 2008
      • September 2008
      • October 2008
      • November 2008
      • December 2008

      Powered by Blogger