Hvað gerðir Þú um helgina?

1 June 2005

Áhugavert....

Jæja þá er fólkið farið, Danmerkurfólkið það er. Ég frétti að það væri rigning í Danmörku. Híhí, það kætir mig á óskiljanlegan hátt. Nei nei bara smá, í fylgsnum hjartans. Já móðir mín tók upp á því uppátæki að taka mig í ferð í Smáralindina í dag. Eflaust til þess að reyna að kæta þunglyndislegu klessuna sem var dóttir hennar. Ég var nú ekki á því að það tækist. Það væri ekkert bara hægt að veifa kreditkortinu um í Zöru og lækna mína döpru sál einn tveir og þrír.
Ég er greinilega ekki eins djúp og ég hélt ég væri, einum jakka síðar og ég hafði tekið kæti mína á ný. Þvílíkt og annað eins. Já helvítis gærdagurinn var ömurlegur. Ég lærði, ég fylgdist með systur minni pakka, ég grét, ég fékk símtal frá kalli sem sagðist ætla að afturkalla sumarvinnuna mína, ég grét, ég hræddi Auði sem hélt að ég væri á barmi taugaáfalls, ég fékk símtal frá konu sem sagði að ég gæti ekki fengið helgarvinnu hjá henni, ég grét, ég píndi mig með hugsuninni Hvað ef...ég sofnaði og mig dreymdi furðulega drauma. Já það er ýmislegt sem endurtökuprófin fá mann til að gera. Til dæmis að stunda Solitaire í tölvunni mikið. Overwrite takkinn er á og ég kann ekki að taka hann af. Lærði ég ekkert í Tölvufræði í vetur? Hahh! jú víst ég náði honum af. Snillingur er ég.

posted by Gugga Rós at 11:45 pm

|

<< Home

About Me

My Photo
Name: Gugga Rós
Location: Reykjavík, Iceland

View my complete profile

Hinir töffararnir

  • Sigga sætasta!!
  • Auður Spánarfari
  • Glingur í hæsta gæðaflokki
  • Maroon Five fansite
  • Sagan endalausa
  • Arngunnur
  • Halla
  • Pælingar Kára
  • Beggi kempa
  • Grammar(practice)
  • Höslmaskínurnar
  • Sögur frá sólinni
  • Elín frænka
  • Lára frænka;)
  • Sigurlaug litla
  • Besti bekkur í öllum heiminum?
  • Biggi
  • Lena sæta
  • Blómaprinsessur
  • Palli bróðir
  • Myndir:)

    • Guggusíða
    • Siggusíða
    • Eddusíða
    • Soffusíða
    • Auðarsíða
    • Fyrri skrif

      • Það á afmæli í dag, það á afmæli í dag, það á afmæ...
      • Tilgangslaust
      • Stúlkan bara orðin stúdent:)Merkisdagar koma og fa...
      • Húsmóðirin Guðrún?
      • MY NUMBER ONE
      • Utan vil ek!
      • Ég er svo hard core að ég kalla mig 5 cents!
      • The Adventures of Kapteinn Gugga Ofurbrók
      • líffræði-piece of a creamkake?
      • Sjúklingapróf...

      Powered by Blogger