Hvað gerðir Þú um helgina?

7 July 2005

Alone again...naturally

Eftir að Sigríður lét sig hverfa hef ég engan félaga á mínum asnalegu frítímum. Fór í bæinn í gær, ein. Komst að því að ef ég fer ein í bæinn hef ég auðveldlega samræður við afgreiðslufólk. Já, ég saknaði bara næstum því ekki verslunarfélaga, svo duglegt var fólkið að benda mér á kosti og galla vörunnar. Helst voru það þó stúlkurnar í Spútnik, Kron og ONI og drengurinn í Kron fatabúðinni sem héldu uppi samræðum. Skemmtilegt fólk þar á ferð. Keypti mér sumarlega glimmerskó, sumarlegt hálsmen, sumarlegt gloss og sumarlega bók (ég fæ þína og þú færð mína lena;). Svo keypti ég líka sumarlega afmælisgjöf handa Heiðu minni. Mjög svo sumarlegt. Nú þarf ég að finna mér gallabuxur. Ég veit um eina búð enn sem ég á eftir að fara í en annars hefur borgin verið rannsökuð, vegin og metin. Og nýju gallabuxurnar mínar voru ekki sjáanlegar. Þegar ég sé þær, þá mun ég vita að þetta eru buxurnar fyrir mig. Og tilfinningin hefur enn ekki sprottið upp.
Desperate housewifes eru í kvöld, ég hef hugsað mér að halda upp á með snakki og vinasamkomu. Í gær öskraði byggingarverkamaður á mig og blótaði mér vegna þess að það var búið að loka víkingalottóinu þegar röðin kom að honum. Það var sem sagt mér að kenna. Ójá ef ég hefði þau völd að geta að sjálfsdáðun lokað og opnað víkingalottóinu...Svo hékk fíflið í búðinni í minnst 45 mín. að hakka í sig sína ógeðslega sveittu samloku og gos með restinni af sínum bumbulisious byggingarverkavinum. Að geta ekki einu sinni skammast sín eftir að hegða sér svona. Ég var millimetra frá því að öskra á hann að koma sér út úr mínu andrúmslofti. Ef mannfílan er nógu heimskur að mæta aftur á mína stöð fær hann ekki afgreiðslu, ég dreg mín mörk þar sem mér sýnist. Og svona fólk afgreiði ég bara ekki tvisvar.
Hvenær ætlar þetta að enda? Getur fólk ekki bara elskað hvort annað og friðinn?

posted by Gugga Rós at 2:58 pm

|

<< Home

About Me

My Photo
Name: Gugga Rós
Location: Reykjavík, Iceland

View my complete profile

Hinir töffararnir

  • Sigga sætasta!!
  • Auður Spánarfari
  • Glingur í hæsta gæðaflokki
  • Maroon Five fansite
  • Sagan endalausa
  • Arngunnur
  • Halla
  • Pælingar Kára
  • Beggi kempa
  • Grammar(practice)
  • Höslmaskínurnar
  • Sögur frá sólinni
  • Elín frænka
  • Lára frænka;)
  • Sigurlaug litla
  • Besti bekkur í öllum heiminum?
  • Biggi
  • Lena sæta
  • Blómaprinsessur
  • Palli bróðir
  • Myndir:)

    • Guggusíða
    • Siggusíða
    • Eddusíða
    • Soffusíða
    • Auðarsíða
    • Fyrri skrif

      • Foxað
      • Víí ég er búin að kaupa bikiní! Nú er ég einu skre...
      • Karlmannshringir
      • Framhald...
      • Munurinn er greinilegur....
      • Ég brosti
      • Rosalega er ég að fíla nýja lagið með Shakiru! Alv...
      • 18.júní?
      • Víí ég er komin í tveggja daga frí! Ég get sofið ú...
      • Ó mig auma

      Powered by Blogger