Hvað gerðir Þú um helgina?

8 July 2005

Crazy shit ass bitch!

Leitin mikla að gallabuxum hefur endað. Það þurfti ekki nema professional shopper með í för til þess að massa þetta. Þá er ég bara næstum því búin að kaupa það sem kaupa þarf. Sem er eins gott þar sem talan á debetkortareikninginum hefur víst lækkað allmikið síðustu daga. Það verður bara að hafa það. Er að hlusta á J-Kwon ein í tölvunni. Mögnuð stemning.
Undirbúningur fyrir ferðina er hafinn. Að minnsta kosti af móður minni. Hér er það sem hún er búin að gera hingað til:

Heimta að sjá flugmiðana, líklegast að fullvissa sig um að ég sé alveg örugglega ekki búin að týna þeim.
Strunsa inn til mín og hefja rassíu í fataskápnum mínum, kom henni rosalega á óvart að 5 ára bolir passa ekki á mig ennþá.
Gera fjárhagsáætlun fyrir ferðina, fulla með áætlunum um daglegan matarkostnað og fleira.
Láta mig hringja í bankann og athuga hvort ég geti ekki örugglega notað kortið mitt úti.
Benda mér á að ég þurfi að rifja upp spænskuna.

Já hún er sko drottning listanna. Skipulagðari foreldrar eru ekki til. Auður kannaðist ekki við líka hegðun hjá foreldrum sínum. Þetta er víst bara mínir. Sin city í kvöld. Alveg pottþétt. Hve lengi er búið að auglýsa þessa blessuðu mynd?

Farin að lesa örlítið og kíkja svo í heimsókn til nýfædds frænda.

posted by Gugga Rós at 3:22 pm

|

<< Home

About Me

My Photo
Name: Gugga Rós
Location: Reykjavík, Iceland

View my complete profile

Hinir töffararnir

  • Sigga sætasta!!
  • Auður Spánarfari
  • Glingur í hæsta gæðaflokki
  • Maroon Five fansite
  • Sagan endalausa
  • Arngunnur
  • Halla
  • Pælingar Kára
  • Beggi kempa
  • Grammar(practice)
  • Höslmaskínurnar
  • Sögur frá sólinni
  • Elín frænka
  • Lára frænka;)
  • Sigurlaug litla
  • Besti bekkur í öllum heiminum?
  • Biggi
  • Lena sæta
  • Blómaprinsessur
  • Palli bróðir
  • Myndir:)

    • Guggusíða
    • Siggusíða
    • Eddusíða
    • Soffusíða
    • Auðarsíða
    • Fyrri skrif

      • Alone again...naturally
      • Foxað
      • Víí ég er búin að kaupa bikiní! Nú er ég einu skre...
      • Karlmannshringir
      • Framhald...
      • Munurinn er greinilegur....
      • Ég brosti
      • Rosalega er ég að fíla nýja lagið með Shakiru! Alv...
      • 18.júní?
      • Víí ég er komin í tveggja daga frí! Ég get sofið ú...

      Powered by Blogger