Hvað gerðir Þú um helgina?

20 February 2006

Enginn titill þvílíkt rugl.
Ég er með skólaleiða á fodæmislausum skala. Þetta er slæmt, mjög slæmt hjá mér þessa dagana. Þá meina ég alla dagana eftir áramót. Ég veit ekki hvað ég á að gera við þessu. Í dag til dæmis er ég ekki búin að gera neitt nema sofa, fara í blómabúðina með mömmu, byrja aftur í ræktinni og sofa í skólanum. Reyndar sá ég líka heilan hóp af litlu fólki frá Kína, það var skemmtilegt. Þá hló ég og sagði ,,Haha Little people!" Kannski það hafi verið hápunktur dagsins. Eða skrítna konan í ræktinni, hún var svo skrítin að það lá við að ég færi þegar ég var ein eftir í tækjasalnum með henni. Enda viðurkenndi hún seinna að hafa eyðilagt hlaupabrettið sem var eyðilagt. Skrítin kona. Ég er ekki einu sinni svona skrítin.
Ég veit ekki hvað ég get sagt meira elsku lesendurnir mínir. Eitthvað áhugavert að segja ykkur. Hvað skrifar maður á blogg? Ég er búin að gleyma því.
+ dagsins: fór í ræktina og hitti litla fólkið frá Kína
- dagsins: fór ekki í kór og lærði ekki heima og borðaði snakk
? dagsins: hvernig tókst mér að fá 6 á efnafræði, það er fordæmislaust.
(Það er gaman að nota asnaleg íslensk orð þýdd úr ensku. Samanber fordæmislaust=unprecedented)

posted by Gugga Rós at 11:34 pm |

18 February 2006

Árshátíðin

Ég setti myndirnar úr fyrirpartýinu og morgunpartýinu á netið vegna þess að ég er svo dugleg!

posted by Gugga Rós at 2:12 pm |

16 February 2006

Dólgslæti á miðvikudegi

Ég er stórbrotamanneskja. Nú hef ég verið stoppuð tvisvar af löggunni. Í fyrra skiptið var ég á leiðinni heim frá Auði um miðja nótt kvöldið áður en við fórum til Spánar. Seinna skiptið var í gærkvöldi. Við vorum stoppuð og sektuð fyrir dólgslæti. Það finnst mér svolítið skemmtilegt. Mömmu fannst það líka þegar ég sagði henni frá því áðan. Lena hefur hins vegar lítinn húmor fyrir þessu. Enda samviskan uppmáluð. Dólgurinn.
Í dag er árshátíðardagur og þess vegna fór ég ekki í skólann heldur borðaði góðan morgunmat og spilaði froskaspilið og dansaði setudansinn og horfði á skemmtiatriði. Og núna er ég ekki að fara að læra heima heldur kaupa sokkabuxur og taka mig til og klæða mig í kjól og fara í árshátíðarmat og árshátíðarfyrirpartý og árshátíð og árshátíðarrútu. Sjáumst seinna þegar árshátíðin er búin og kominn venjulegur dagur.

posted by Gugga Rós at 4:03 pm |

11 February 2006

Laugardagsgleði...

Alltaf gaman daginn eftir föstudagsgleðina. Laugardagsgleðin. Aðeins öðruvísi gleði, en samt gleði. Alltaf gleði. Gleðilegan laugardag eftir föstudag allir. Gaman gaman gaman gaman. Gaman í gær í fámennri gleði hjá Lenu, gaman gaman í bænum í gær í fjölmennri gleði, gaman gaman gaman í gær hjá Lenu að horfa á Snatch (eða ekki horfa), gaman gaman gaman gaman að dreyma stórskrítna drauma, gaman gaman gaman gaman gaman að vakna hjá Lenu, gaman gaman gaman gaman gaman gaman að keyra upp í Hafnarfjörð (bæ tölvunördanna), gaman gaman gaman gaman gaman gaman gaman að fá mömmu og pabba aftur heim, gaman gaman gaman gaman gaman gaman gaman gaman að þurfa ekkert að gera og skemmta sér í tölvunni að blogga ég nenni ekki að gera aðra setningu vegna þess að þá þarf ég að skrifa gaman níu sinnum það er vesen þetta var asnaleg hugmynd og bara skemmtileg fyrstu fjögur skiptin en ekki lengur svo ég ætla að skrifa heimsins lengstu setningu vegna þess að ég er svo kúl haha ég þarf ekki að vera að gera neitt og þess vegna þarf ég ekki að láta mér líða illa yfir því að vera ekki að gera neitt af viti ég er búin að eyða öllum peningnum mínum sem er afrek vegna þess að ég átti fullt af penin fyrir stuttu svona er það þegar maður er einn heima og endar alltaf á því að kaupa sér eitthvað bull að borða sem kostar mikinn pening og er ekki hollt fyrir líkamann núna er mamma mín komin úr baði svo ég ætla að fara að heilsa upp á hana vegna þess að ég er ekki ennþá búin að segja hæ síðan hún kom heim frá Kaupmannahöfn í gær æ hún er að koma núna til mín svo ég verð að hætta þetta er samt orðin svoldið löng setning ég ætla að sýna mömmu nýju buxurnar mínar og segja henni að ég sé að fara í klippingu á mánudaginn þá ætla ég að gera eitthvað alveg útúrfleppað við hárið mitt ég trúi ekki að ég hafi skrifað orðið fleppað á bloggið mitt þvílík saurgun á þessu annars háttvirta bloggi ég ætla líka að tala við mömmu mína um flott flotta kjólinn sem ég á sem ömmusystir mín saumaði á sig fyrir löngu en passar ekki á mig og þarf að fara með til saumakonu kannski gæti ég verið í honum á árshátíðinni sem er næsta fimmtudag ég kann ekkert á saumakonur og hvað þær taka langan tíma í svonalagað en ef hann verður tilbúinn ætla ég að vera honum því hann er rosalega flottur svei mér þá mamma er bara hætt við að koma og tala við mig fyrst hún er ekki komin enn þetta er ávanabindandi að skrifa svona eina stóra setningu mér líður eins og að ef ég hætti sé ég að gefast upp á öllum draumum mínum og hafi engan metnað í lífinu en ég verð samt að hætta núna því annars er ég vond manneskja heiða er að hlusta á svo ótrúlega gott lag það er svo yndislegt að ég er komin í gott skap enn betra skap en ég var í því ég var í góðu skapi fyrir oo lífið er nú ansi ágætt á stundum þegar vel liggur á manni ég ætti að verða stjórnmálamaður ég er svo góð að bulla lengi en segja akkúrat ekkert sem skiptir máli er ég að eyða verðmætu plássi á veraldarvefnum með þessu bullbloggi mínu er einhver sem hefur virkilega gaman að þessu?

posted by Gugga Rós at 1:58 pm |

6 February 2006

Algjör Sirkus

Aldrei hefur sjónvarpsstöð haft jafn viðeigandi nafn. Þetta er mesta crap sem ég hef nokkurn tíma séð. Ég væri til í að vita hvort nokkur ung manneskja á Íslandi lítur í alvöru upp til þessara fulltrúa ungu kynslóðarinnar ? Þeir sem gera það eru allavega í alvarlegum málfræðilegum vandræðum. Hér kemur gullmoli frá Splash, þættinum með fyrrverandi (sem betur fer) herra Ísland:
HR:Mér kvíðir geðveikt fyrir þessu
hinn gaurinn: Já, mér líka.

Það ætti að ritskoða þessa þætti áður en þeir fara í loftið.
Annars er nú bara allt gott að frétta af mér. Við systurnar skelltum okkur loksins á Brokeback Mountain sem er mjög góð. Heath Ledger á skilið Óskarinn fyrir leik sinn. Ég var við það að fara að gráta svona 1676 sinnum seinni helming myndarinnar.

Ég þarf greinilega að fara að taka mig á í partýstandinu. Heiða og crew-ið komnar í fréttablaðið sem djammarar í Kaupmannahöfn. Erfitt að toppa það. Hún er svo cool. Af hverju er ég ekki cool? Ég hef aldrei verið í blaðinu....
Kv. Gugga (gömul tugga)

posted by Gugga Rós at 12:46 am |

3 February 2006

Freaky Friday

Það er svo skondið hvernig góðir hlutir haldast alltaf saman. Ef eitthvað skemmtilegt eða hressandi kemur fyrir bætist alltaf eitthvað við. Tökum síðustu daga sem dæmi. Frí í tvöföldum horror-eðlisfræðitíma, sigur í Sólbjarti, kaffihúsa/spútnikfrí í líffræði, nýjar svartar Lee buxur, ein heima með Heiðu, spilakvöld og svo margt meira. Já síðustu dagar eru búnir að vera indælir og góðir við mig. Þrátt fyrir tvö óundirbúin próf og blabla. Næsta vika verður hins vegar helvíti á jörðu með stoppi í taugaáfalli með prófum og ritgerð og heimdæmum. En fyrst kemur helgi. Ég ætla að skrifa allt sem mér dettur í hug.
Ég þarf að fara í klippingu
ég er svöng
men ég nenni ekki að laga til
þarf að gera heimadæmi
hvar er Heiða?
ojj ég er hugmyndalaus og ófrjó manneskja
síbylgja
hna-hna-hnakki
Fyrsti sálfræðitíminn á mánudag, hvernig ætli það fari...

posted by Gugga Rós at 5:01 pm |

About Me

My Photo
Name: Gugga Rós
Location: Reykjavík, Iceland

View my complete profile

Hinir töffararnir

  • Sigga sætasta!!
  • Auður Spánarfari
  • Glingur í hæsta gæðaflokki
  • Maroon Five fansite
  • Sagan endalausa
  • Arngunnur
  • Halla
  • Pælingar Kára
  • Beggi kempa
  • Grammar(practice)
  • Höslmaskínurnar
  • Sögur frá sólinni
  • Elín frænka
  • Lára frænka;)
  • Sigurlaug litla
  • Besti bekkur í öllum heiminum?
  • Biggi
  • Lena sæta
  • Blómaprinsessur
  • Palli bróðir
  • Myndir:)

    • Guggusíða
    • Siggusíða
    • Eddusíða
    • Soffusíða
    • Auðarsíða
    • Fyrri skrif

      • Gleðin tekur völd
      • Allt of fyndið í prófum
      • Hit me baby one more time...
      • Prófvæl
      • Britney
      • Summerland
      • Gossip Girl
      • Bush 2000
      • Framtíð Guðrúnar
      • If it hadn´t been for cotton-eye joe i´d been marr...

      Mánuðir

      • May 2004
      • June 2004
      • July 2004
      • August 2004
      • September 2004
      • October 2004
      • November 2004
      • December 2004
      • January 2005
      • February 2005
      • March 2005
      • April 2005
      • May 2005
      • June 2005
      • July 2005
      • August 2005
      • September 2005
      • October 2005
      • November 2005
      • December 2005
      • January 2006
      • February 2006
      • March 2006
      • April 2006
      • May 2006
      • June 2006
      • July 2006
      • August 2006
      • September 2006
      • October 2006
      • November 2006
      • December 2006
      • February 2007
      • July 2007
      • September 2007
      • February 2008
      • March 2008
      • April 2008
      • May 2008
      • June 2008
      • July 2008
      • August 2008
      • September 2008
      • October 2008
      • November 2008
      • December 2008

      Powered by Blogger