Hvað gerðir Þú um helgina?

25 September 2006

Tágakörfur?

Myndirnar frá ammæli Hildar/Lenu eru rosalega mikið komnar á netið.
Ég er svo dugleg dugleg stelpa.
Síðustu dagar hef ég rætt mikið við pabba minn um tágakörfur, veggfóður og sentímetra. Það er alltaf hresst að taka upp tommustokkinn, skrúfurnar og ryksuguna. Nýtt hús=nýtt herbergi=tommustokkur. Annars er ég að fara í próf á morgun úr Heimi Pálss. þyrfti kannski að fara að skella mér í lærdóminn. Eða bara seinna, klukkan er nú ekki nema korter í 11, ég hef nægan tíma, fullt. Hvað segiði, lesa Hamskiptin fyrir morgundaginn? Er hún ekki bara stutt? Til nóg af kóki í ískápnum? Eitthvað segir mér að þetta verði löng nótt.
Njótið myndanna og ekki kvarta í mér ef þið eruð ekki sátt við þær, ykkur að kenna að vera ljót...nei djók! Hahaha, fegurð og ljótleiki er nefnilega afstæð, það á ég að segja sjálfri mér. Læknisráð. Farin núna.
Over and out!
G-girl

posted by Gugga Rós at 10:46 pm |

19 September 2006

Þar sem ég er orðin svo langþreytt...

á því að aðrir bloggi ekki hef ég ákveðið að líta í eigin barm og koma frá mér helstu fréttum.

1. Ég er flutt út á nes. Jahá nú hef ég einu sinni skrifað póstnúmerið 170 og bæjarfélagið Seltjarnarnes (Snes kýs ég að kalla það eða S-nes eins og Fjodor kallinn myndi segja). Það var í tilefni flugmiðakaupa sem ég skráði þetta. Það kemur mér að næsta punkti.

2. Ég er að fara til London í haustfríinu með á annan tug lítilla ærslinga. Það verður partey...En að sjálfsögðu verður líka stuð heima á árshátíðinni (þetta var fyrir þig lena pena)

3. Lena svo heima í næsta punkti því hún á afmæli á morgun og verður þá allt í einukominn á einn ómerkilegasta aldurinn 19 ára. Hann er í fríðum flokki 27-37-47-57-67 og 87. Það þykja mér ómerkilegir aldrar. Nú er ég komin út í ansi vafasama beygingu á orðinu aldur. En 77 og 97 eru flottir afmælisdagar. Annars hefur 7 alltaf verið ein uppáhaldstalan mín. Eiginlega bara uppáhaldstalan mín. En ekki í hóp, bara einsömul. Lena á semsagt afmæli á morgun, Veió Veió bjöllur klingja!

4. Annars klingja ekki bjöllurnar í símanum mínum í návist minni núna, hann er týndur. Hann sást síðast í för með púlsmæli og hlustunarpípu í verklegri líffræði í gær. Vonandi skilar hann sér fljótt og greiðlega.

5. Í dag varð ég fljótt og greiðlega einstaklega pirruð og taugastrekkt. Pirringnum fylgdi ýmislegt, t.d. þessi setning:
Gugg: ,,Þið eruð öll retardar!"
Það var miður fallegt af mér að segja þetta og ég tek það til baka. Áslaug og Biggi og restin af bekknum mínum eru ekki öll retardar. Bara ég.

Nýja húsið mitt er opið til heimsókna, gestir verða þó að vera viðbúnir rúmi og málverki á stofugólfinu, fötunum mínum í kössum í bílskúrnum og fullt fullt af drasldrasldrasli. Samt velkomin.

posted by Gugga Rós at 4:11 pm |

10 September 2006

Ég er svo mikil herfa....




Það getur verið erfitt að púlla grílu með bleik gleraugu. Annars var þetta megapartýtremmastuð... Fyrirpartýið var hresst með krapvél og bar og hardcore busum sem drukku og drukku og drukku og já, drukku. Ekki var ég svona í þriðja bekk, nei sei sei nei. Ballið var pirrandi þennan hálftíma sem ég var á því. Ekki alveg að meika reif stemninguna, kannski er ég bara orðin of gömul fyrir þetta? 6.bekkjar kelling?
Föstudagurinn var líka hress með megasálarflækjum og uppgötvunum, alltaf gott að taka þannig daga inn á milli. Endaði hann svo yndislega uppi í rúmi með tvær spólur og nammi. Langt síðan ég hef horft á tvær spólur. Einu sinni var maður alltaf með tvær, í níunda...
Laugardagurinn fór í svefn, lærdóm, hressa kringluferð (það ætti að skjóta allar stelpur sem láta sér detta í hug að fara 6 saman í leit að afmælisgjöf), og mjög hresst afmælispartý um kvöldið.
Í kvöld ætla ég mér að fara á hina gríðarmögnuðu dansmynd Step Up og (vonandi) grenja úr hlátri.
Until next time...

posted by Gugga Rós at 1:35 pm |

About Me

My Photo
Name: Gugga Rós
Location: Reykjavík, Iceland

View my complete profile

Hinir töffararnir

  • Sigga sætasta!!
  • Auður Spánarfari
  • Glingur í hæsta gæðaflokki
  • Maroon Five fansite
  • Sagan endalausa
  • Arngunnur
  • Halla
  • Pælingar Kára
  • Beggi kempa
  • Grammar(practice)
  • Höslmaskínurnar
  • Sögur frá sólinni
  • Elín frænka
  • Lára frænka;)
  • Sigurlaug litla
  • Besti bekkur í öllum heiminum?
  • Biggi
  • Lena sæta
  • Blómaprinsessur
  • Palli bróðir
  • Myndir:)

    • Guggusíða
    • Siggusíða
    • Eddusíða
    • Soffusíða
    • Auðarsíða
    • Fyrri skrif

      • Gleðin tekur völd
      • Allt of fyndið í prófum
      • Hit me baby one more time...
      • Prófvæl
      • Britney
      • Summerland
      • Gossip Girl
      • Bush 2000
      • Framtíð Guðrúnar
      • If it hadn´t been for cotton-eye joe i´d been marr...

      Mánuðir

      • May 2004
      • June 2004
      • July 2004
      • August 2004
      • September 2004
      • October 2004
      • November 2004
      • December 2004
      • January 2005
      • February 2005
      • March 2005
      • April 2005
      • May 2005
      • June 2005
      • July 2005
      • August 2005
      • September 2005
      • October 2005
      • November 2005
      • December 2005
      • January 2006
      • February 2006
      • March 2006
      • April 2006
      • May 2006
      • June 2006
      • July 2006
      • August 2006
      • September 2006
      • October 2006
      • November 2006
      • December 2006
      • February 2007
      • July 2007
      • September 2007
      • February 2008
      • March 2008
      • April 2008
      • May 2008
      • June 2008
      • July 2008
      • August 2008
      • September 2008
      • October 2008
      • November 2008
      • December 2008

      Powered by Blogger