Hvað gerðir Þú um helgina?

24 August 2008

Update

Síðasta vinnuvika var officially sú leeeengsta sem ég hef upplifað, henni ætlaði bara aldrei að ljúka. Sama má reyndar segja um þessa helgi sem er búin að vera troðfull af æsingi og kannski setur lítill svefn strik í reikninginn líka. Held ég hafi náð samanlagt 10 tímum síðustu tvær nætur. Og nú horfi ég í kringum mig á mitt nánasta umhverfi og það er Ógeðslegt. Er búin að fresta allskyns leiðindaverkum fram í óendanleikann og nú er komið að skuldadögum. Öll fötin mín eru á gólfinu og heljarinnar þvottadagur er hafinn, ekki seinna vænna. Baðherbergið bíður svo eftir mér og Ajax-spreyinu, sjaldan held ég að hafi verið jafn mikil þörf á þrifum þar. Svo slysaðist ég líka til þess að bjóðast til þess að elda lasagna í matinn í kvöld. Loka vika sumarsins er framundan og ég er ekki viss um hvort ég er tilbúin að leggja tjillið á hilluna og koma mér í skólagírinn. Er að vinna í því að koma mér í stjórnmálafræðistuðið ásamt því að njóta frelsisins. Bara ein vika eftir á Mánabrekku og svo þarf ég að kveðja öll krílin, samverustundum okkar er þó ekki alveg lokið því mánudagar verða gleðidagar á leikskólanum í vetur.

Skelli nokkrum símamyndum frá uppátækjum síðustu daga með því það er svo modern....

djamm...


liðið svolítið shaky eftir allsvakalegt tívolítæki...



Diskar vikunnar: Mama Mia diskurinn! og Lullaby: A Collection (tekið af leikskólanum, best í heimi).

posted by Gugga Rós at 1:11 pm |

11 August 2008

All By Myself


Vá bugunarmánudagur BugunarmánudagannA er liðinn. Honum lauk á slaginu 23:00 þegar ég stóð í sturtu með FM í blasti mér til yndisauka og All By Myself með Celine Dion kom á fóninn. Þetta var svo yndisleg stund, ég hló án gríns meira en ég hef gert lengi. Þarna fékk ég sönnun um að My Heart Will Go On án Lenu á klakanum, ég hefði alveg getað farið að grenja, látið mig leka niður á sturtugólfið og á endanum sofnað og drukknað eftir að hárið mitt flæktist í niðurfallinu og stíflaði það. En ég hló, ég hló, ég skelliskellihló eins og þarna amman á þakinu í laginu eða eitthvað. Þetta var svo mátulegt á mig, að vorkenna mér svona voðalega hele dagen og gefa mig á vald mánudagsmæðunnar og svo setur bara einhver snillingur Miss. Dion á og sendir mér tóninn, örlögin maður örlögin...já vá þetta var skemmtileg sturtustund.


Annars náði ég að afreka ýmislegt í dag, til dæmis sofnaði ég í vinnunni í fyrsta skipti. Það var reyndar í kaffitíma en afrek engu síður, þarna svaf ég í heilar 25 mínútur í litlum barnasófa þar til ég vaknaði við að verið var að leggja á borð.


Svo eldaði ég líka stórmáltíð, tvo heila kjúklinga og svínasnitsel jahérnahér. Frystirinn okkar er sjáiði til bilaður og þar af leiðandi þarf stundum að taka rassíu og elda allt kjöt sem til er í ískápnum. Þarna stóð ég semsagt í eldhúsinu og multitaskaði eins og algjör pro. Tímasetti allt í perfectioon, bjó til tvær tegundir af sósu, marineraði svínasnitsel eins og ég hafi gert það allt mitt líf og skolaði kjúklingana, kryddaði og dansaði kjúklingatangó við þá. Þetta var magnað, svo ekki sé minnst á grænmetið sem ég skar, saxaði og setti í skálar. Major.

Annars er kannski bara fínt að enda á smá ást til Lenu sem sefur nú vært í Stokkhólmi, nema náttúrulega að hún hafi hent sér beint á djammið með sykurpúðunum.

posted by Gugga Rós at 10:56 pm |

6 August 2008

222 færslan





Ég er svo stolt af mér, ég lifði af Þjóðhátíð. Þetta er ekki fyrir viðkvæma skal ég segja ykkur, úff þvílíkt sukk, þvílík áfengisneysla, þvílíkir svefnstaðir. Man oh man. Ég myndi sko frekar senda mömmu mína á Hróa en Þjóðhátíð. Veit ekki hvort ég hætti mér aftur, nema kannski með aðsetur í traustara heimili en Bahamas tjaldinu góða. Það var mikið á það lagt þetta sumar, fyrst Hróarskelda og svo Eyjar. Enda átti það ekki afturkvæmt og nú hvílir það í Herjólfsdal ásamt frændum sínum. Ég verð ævinlega þakklát blessuðu tentinu, þó að það hafi bara verið valið út á kómískt nafn forðum daga í Rúmfó.

posted by Gugga Rós at 12:04 am |

About Me

My Photo
Name: Gugga Rós
Location: Reykjavík, Iceland

View my complete profile

Hinir töffararnir

  • Sigga sætasta!!
  • Auður Spánarfari
  • Glingur í hæsta gæðaflokki
  • Maroon Five fansite
  • Sagan endalausa
  • Arngunnur
  • Halla
  • Pælingar Kára
  • Beggi kempa
  • Grammar(practice)
  • Höslmaskínurnar
  • Sögur frá sólinni
  • Elín frænka
  • Lára frænka;)
  • Sigurlaug litla
  • Besti bekkur í öllum heiminum?
  • Biggi
  • Lena sæta
  • Blómaprinsessur
  • Palli bróðir
  • Myndir:)

    • Guggusíða
    • Siggusíða
    • Eddusíða
    • Soffusíða
    • Auðarsíða
    • Fyrri skrif

      • Gleðin tekur völd
      • Allt of fyndið í prófum
      • Hit me baby one more time...
      • Prófvæl
      • Britney
      • Summerland
      • Gossip Girl
      • Bush 2000
      • Framtíð Guðrúnar
      • If it hadn´t been for cotton-eye joe i´d been marr...

      Mánuðir

      • May 2004
      • June 2004
      • July 2004
      • August 2004
      • September 2004
      • October 2004
      • November 2004
      • December 2004
      • January 2005
      • February 2005
      • March 2005
      • April 2005
      • May 2005
      • June 2005
      • July 2005
      • August 2005
      • September 2005
      • October 2005
      • November 2005
      • December 2005
      • January 2006
      • February 2006
      • March 2006
      • April 2006
      • May 2006
      • June 2006
      • July 2006
      • August 2006
      • September 2006
      • October 2006
      • November 2006
      • December 2006
      • February 2007
      • July 2007
      • September 2007
      • February 2008
      • March 2008
      • April 2008
      • May 2008
      • June 2008
      • July 2008
      • August 2008
      • September 2008
      • October 2008
      • November 2008
      • December 2008

      Powered by Blogger