Sælinú! Það eru komnar nýjar myndir á síðuna frá grillkvöldi hjá Siggur. Kósí hjá okkur með kjöt á grillinu og í TV-inu, One Tree Hill klikkar aldrei :)
Ég ákvað að taka mér tíma til þess að blogga. Ég hef bara ekki verið jafn sorgleg í langan tíma. Klukkan er 12 á föstudagskvöldi og ég er að skoða myndir í tölvunni og láta mér leiðast því ég nennti ekki að hringja í stelpurnar. Samt vissi ég um þetta líka brjálaða partý bara rétt hjá mér. Það er enn ekki of seint að fara, eeen ég nenni ekki að fara því ég verð örugglega bráðum þreytt. Hve latur getur maður orðið ég bara spyr?
Annars er nóg búið að vera í gangi hjá mér þessa dagana. Afi hélt upp á áttræðisafmæli hjá okkur í gær með pompti og prakt. Ammi (amma og afi) gista hjá okkur og verða eitthvað áfram. Ég fór í keilu fyrr í kvöld með frænkum mínum, sannkölluð fjölskylduvika hjá mér. Reyndar ekki búin að styrkja vináttuböndin jafn mikið, þarf að fara að standa mig betur. Það er bara svo kósí að vera einn heima að lesa eða horfa á sjónvarpið. Sorrí stelpur :(
Jújú síðan ég kláraði vinnuna er ég nú samt ekkert búin að vera allt of löt, hef verið upptekin við að laga til. Svo er ég að venjast því að þurfa ekki að vakna klukkan korter yfir sex alla daga. Fyrst vaknaði ég alltaf klukkan hálf átta og hélt ég væri of sein. En nei nei. Ekkert á dagskránni hjá mér þessa dagana nema að liggja í rólegheitunum og njóta þess að sumarið sé að klárast.
Hvernig gengur með myndirnar úr tjaldferðinni? Mínar hanga á netinu en hvernig vegnar ykkar? Ég hef sérstakan áhuga á nokkrum af þeim. T.d: Buhuuuhhuuuu. Skilji þeir sem skilja geta;)
lag dagsins: Hand in Hand með beatsteaks. Stuð lag, togið það niður af netinu.
mynd dagsins: 13-thirteen. Alveg þess viðri að sjá.
Bara svona að prófa..þetta er stuð. Þarf að gera þetta að svona regular thing hjá mér:)
Jújú það styttist í það að ég klári vinnuna í Grasagarðinum. Bara 3 dagar eftir :) Fullt að gera samt, stórafmæli hjá afa, hreingerningar og breytingar í herberginu. Svo þarf náttla að eyða peningnum sem ég er búin að vinna mér inn. Annars var ég nú í fínu helgarfríi síðustu helgi. Við stelpurnar skelltum okkur norður á land til ömmu og afa Auðar og endurheimsóttum lundinn okkar frá því í fyrra. Skýrðum hann svo Theódórslund eftir hauskúpu af ær sem Helga og Auður fundu í fjallgöngu. Myndirnar eru komnar á netið :D Þetta var bara hin fínasta ferð og líklegast það sumarlegasta sem ég geri í sumar. Fengum rosalega gott veður á laugardeginum og flatmöguðum í sólbaði allan daginn.
Nú fer að styttast í það að ég fái æfingaakstursleyfi. Þarf bara að fara í einn eða tvo tíma enn og er að fara aftur á morgun eftir vinnu. Eitthvað til þess að hlakka til, crusing with daddy. How cool can you be? Tek nokkra laugara og skrúfi niður rúðuna ;)
Úff hvað Placebo voru góðir! Uppáhaldstónleikarnir mínir hingað til, with out a doubt ;D Yndisleg kvöldstund í Laugardalshöllinni. Var að tala við ömmu mína sem sagði að veðrið á Akureyri væri búið að vera nánast of gott síðustu daga. Tuttugu og eitthvað stig á hitamælinum. Þó farið að kólna og AÐEINS 16 stig í dag:D Þetta lítur allt vel út fyrir helgina bara!
Ég lenti í bílslysi í dag. Í strætó í morgun með Rakel klesstu strætó og fólksbíll saman á Kringlumýrarbrautinni. Held að þessi furðulegheit sem ég kalla líf mitt þessa dagana séu farin að ganga aðeins of langt. Sem betur fer var heppnin með manninnum í fólksbílnum. Hann slasaðist nánast ekkert þrátt fyrir að fá strætó á fullri ferð í framanverða hliðina á bílnum. Þetta var alveg rosalegt sjokk enda vorum við bara þrjár litlar stelpur í strætó og hringdum því á 112 og fórum að athuga á manninum sem við héldum fyrst að væri stórslasaður. Hann var það sem betur fer ekki og er það eiginlega alveg ótrúlegt.
Hins vegar er það alveg jafn ótrúlegt hvernig lögreglan hagaði sér þegar hún kom á slysstað. Hún yrti ekki á okkur sem stóðum beint við hliðina á fólksbílnum og eftir að hafa athugað hvort það væri í lagi með manninn fóru þeir að teikna upp staðsetningu bílanna og spjalla við strætóbílstjórann sem virtist vera í algjörri afneitun. Við stóðum svo þarna saman í um það bil 10 mínútur og biðum eftir að einhver kæmi og talaði við okkur. Það gerðist ekki þannig að við hlupum eftir næsta strætó og fórum í vinnuna. Ég fór hins vegar hágrátandi heim eftir nokkrar mínútur (vælukjói) og pabbi hringdi í lögregluna til þess að athuga með líðan mannsins og að kvarta undan gjörðum lögreglumannanna. Þar fékk hann hins vegar ekki góðar undirtektir hjá vaktstjóra sem hóf að verja alla viðstadda frá lögreglunnar til strætóbílstjórans. Hann gekk meira að segja svo langt að gefa í skyn að ég væri ekki að segja rétt frá atburðinum. Pabbi sagði honum bara að það þyrfti eitthvað meira en lítið til þess að ég lægi hágrátandi uppi í sófa. Það stoppaði þá afsökun. Pabbi komst svo að því að það eru engin lög um hvað á að gera þegar strætó lendir í slysi. Hins vegar eru þá í gildi lög um stórslys þar sem margir þáttakendur eru. Þeim reglum var greinilega ekki fylgt þar sem þeir grensluðust ekki fyrir um hverjir væru þáttakendur í slysinu. Seinna um daginn talaði ég svo við Rakel en mamma hennar hringdi líka í lögregluna og lenti í sömu ókurteisinni. Þá sögðu þeir að strætóbílstjórinn hafi ekki gefið til kynna að farþegar hefðu verið í strætó og þeir því haldið að hann hafi verið tómur. Er þetta nú ein heimskulegasta afsökun sem ég hef heyrt um þar sem maður mundi nú frekar búast við því að farþegar væru í strætó en ekki. Þar að auki er ekki að búast við því að maður sem var að lenda í bílsysi hafi rænu til þess að segja hverjir hafi verið í bílnum með honum. Það á að vera eitt af fyrstu verkum lögreglunnar að komast að því hverjir séu þáttakendur í slysinu. Aðeins seinna hringdi svo einn lögreglumannanna sem kom á staðinn í Rakel, ekki til þess að biðjast afsökunar heldur til þess að segja enn einu sinni að þeir hafi haldið að við værum gangandi vegfarendur. Það er bara eitt það fáránlegasta sem ég hef heyrt. Í fyrsta lagi voru engir aðrir en við þrjár og bílstjórinn á staðnum. Að auki stóðum við alveg upp við bílana á miðri götunni og vorum að tala við bílstjórann og að reyna að hjálpa manninnum í hinum bílnum. Það var mun líklegra að við værum farþegar en vegfarendur. Í öðru lagi ætti það ekki að skipta máli hvort við værum vegfarendur eða farþegar, þeir áttu að tala við okkur og athuga hvort það væri í lagi með okkur. Jafnvel að koma okku burt frá slysstaðnum. Þetta gerðu þeir ekki og foreldrar okkar beggja voru ekki par sáttir og við reyndar ekki heldur. Pabbi og ég ætlum að senda bréf til lögreglunnar og setja fram opinbera kvörtun. Það er víst alveg það minnsta sem við getum gert. Ég verð að segja að ég er í sjokki að svona fái að viðgangast og yfirmenn lögreglunnar bregðist við kvörtunum með því að verja allt og alla og gefa í skyn að ég sé að ljúga þessu upp á lögreglumennina.
Þetta var ekkert alltof góður dagur.
ég bíð bara eftir því að það rigni froskum........
ég er nú bara farin að hætta að trúa lífinu þessa dagana......það er eins og Ashton Kutcher sé að punka mig eða eitthvað! Í dag gróf ég mann upp og svo aftur niður. Það er að segja ösku manns. Bandaríkjamenn eru algjörlega ruglaðir. Í vinnunni vorum við nokkrar að dunda okkur við að reyta arfa og setja hann svo í holur sem við gröfum í moldina ( þar sem hann verður svo hægt og rólega að mold sjálfur ). Svo fórum við í hádegishlé og komum aftur við það að bandarískt fólk var að grafa ösku vinar síns og arfaholuna okkar. Var það fólk komið til Íslands með ösku mannsins vegna þess að honum hafði alltaf langað til að koma til Íslands að þeirra sögn. Veit ekki alveg af hverju því fannst arfahola í grasagarðinum vera viðeigandi hvíldarstaður fyrir vin sinn. Svo báðu þau um að það væri kannski gróðursett eitthvað fallegt þarna eins og það væri daglegur viðburður að fólk kæmi og græfi vini sína í miðjum grasagarðinum.Svo fór það svo bara eftir að hafa kvatt hann í einni skrítnustu jarðarför sem sögum fer af. Nú Heiða vinnufélagi minn hélt svo áfram að setja arfa í holuna og kláraði svo að loka henni aftur. En hvað sér hún svo allt í einu....já askjan með öskunni var allt í einu komin upp úr holunni (gröfinni). Við skildum nú ekki alveg hvernig hún komst upp úr holunni en þetta var dálaglegt sjokk. Heiða kallaði svo á mig og saman grófum við arfann upp aftur og settum öskuna aftur ofan í. Já ég bíð nú bara eftir því að það fari að rigna froskum eins og komið er fyrir mér þessa dagana....Símtal frá Mexíkó víkur fyrir skyndi-jarðarför í grasagarðinum.