Hvað gerðir Þú um helgina?

27 February 2005

Nær

Sumt hljómar bara ekki vel á móðurmálinu. Var á Closer í gær sem er æðisleg mynd, skemmtileg og eftirtektarverð og sætir leikarar og allt það. Eitt fyndnasta og óþægilegasta atriði sem ég hef nokkurn tíma hlegið að minnti mig á gömlu góðu nörda dagana þegar maður fór beint heim úr Hagaskólanum á spjallrásir á netinu og hitti þar fyrir Siggu og Hildi og Lenu:) Ógeðslega var það gaman þegar ég þóttist vera útlenskur strákur sem hélt að íslendingar byggju í íshúsum og heyrði svo Siggu og Lenu tala um það næsta dag....ísí písí að plata þær. (allavega gegnum netið þar sem maður þarf ekki að hafa pókerfeisið ready, minni á lélega frammistöðu í öllum pakk-spilum sem ég hef nokkurn tíma tekið þátt í). Brá nú svolítið áðan þegar ég fékk óvænta kveðju gegnum msn þar sem ég hef nú ekki notað það elskulega forrit í örugglega ár núna. Soffa kann ekki að logga sig út af....Nú heyri ég lagið úr erninum og þarf að fara, má ekki missa af Hallgrim og vinum hans;)

posted by Gugga Rós at 8:36 pm |

25 February 2005

Lífið er yndislegt....

Ó, hið ljúfa líf sem við höfum lifað í dag. Sólin er komin og vorilmur í loftinu og ég er svo hamingjusöm! Skróp í spænsku og frí í sögu... er hægt að hugsa sér betri föstudag?? Over the rainbow, temptations, scissor sisters, tvist og labbitúrar í góða veðrinu. Éta hvítlauksbrauð með þeim sem manni þykir vænt um, oj hvað ég er væmin. Ég kann þetta greinilega ekki lengur, bloggarinn Lena er augljóslega dáinn, hann dó held ég með jolly great og lenu87.... Ég bauðst til þess að blogga fyrir hana Guðrúnu Rós og ég hélt að ég gæti fengið andann til að koma yfir mig en, nei hann kom ekki. Þið verðið því að sætta ykkur við sykursæta lýsingu af deginum hjá mér og Guðrúnu Rós í hnotskurn þar sem rósrauð ský væmninnar svífa yfir vötnunum. Mín andlega skáldgáfa mun víst aldrei koma yfir mig. Allavega ekki í formi netpistla um mitt daglega líf. En eins æg ævinlega enda ég bara á því að röfla um allt og ekkert því enda ég þetta á væmnu nótunum, ég elska ykkur....adiós Lena

posted by Gugga Rós at 1:27 pm |

19 February 2005

Ákvað að sleppa titlinum, fann ekkert gaman og að sjálfsögðu leggur maður metnað í öll verk sín, einnig titla á bloggum. Fór á Herranótt í gær og þakkaði Guði fyrir að vera í fylgd Soffu, annars hefði ég ein gert mig að fífli með hrossahlátri. Flott hjá krökkunum, gef þeim 5 stjörnur. Er svo að reyna að læra stærðfræði, gengur ekkert allt of vel enda hornaföll með öllu leiðinleg og óskiljanleg. ,,.....og þá er sin(v) jákvætt því P(v) er í 2.fjórðungi..." af hverju spyr ég mig en fæ engin svör. Skárra en efnafræði samt. Eftir öggulitla stund ætla ég að skella mér á RVK fashion week að sjá módelið heillandi stíga spor. Þarf samt fyrst að finna út hvar nákvæmlega sundhöllin er...hef aldrei komið þangað enda ekkert allt of mikið fyrir sund. Jájájá hef voða lítið annað við ykkur að segja börnin mín, við sjáumst bara síðar.

posted by Gugga Rós at 2:50 pm |

15 February 2005

En rotverurnar eru mikilvægar lífsferli allra lífvera....

Ég öfunda alla sem eru ekki langþreyttir, nýbúnir að flumpa í efnafræðiprófi, að læra fyrir líffræðipróf og að fara í spænskupróf og að flytja án ef einn minnisstæðasta sögufyrirlestur aldarinnar á föstudaginn. Í hvert skipti sem ég sé byrjun síðasta bloggs Sigríðar Gyðu fyllist ég ótrú á að ég muni nokkurn tíma komast í frí....
Hins vegar dái ég næstkomandi sumarfrí mitt þar sem þegar eru komnar tvær utanlandsferðir á planið. Ein fimm daga ferð með kórnum til Köben og Lundar og önnur MÁNAÐAR ferð með Auði til Malaga! Víhí! Ójeije!!! Halalabad! blues! Já þetta hefur ekki komið fyrir nema einu sinni á minni aumu ævi þegar ég fór til USA í mánuð og mallorca í tvær vikur þegar ég var 11 ára.
Er að fara á fyrstu æfinguna mína í TT námskeiðinu (frá toppi til táar) sem ég var að skrá mig á í JSB í kvöld. 8 vikur fullar af þrekæfingum og dansi og matarráðgjöf og hvaðeina þrisvar sinnum í viku minnst, enda ætla ég nú að koma mér í mína kjörþyngd.....ekki seinna vænna að byrja fyrir sumarið. Svo er herranæturfólkið búið að frumsýna og stunda misgáfuleg athæfi úti á landi þannig að kannski fer maður að sjá þau heittelskuðu fés meira utan skólatíma. Þarf nú samt að bíða fram á föstudag eftir breakthrough performance-inu enda nýsk og leiðinleg og sé mér ekki fært um að koma á frumsýningar. Já lífið getur verið svart og hvítt og oftast er maður á gráa svæðinu...þetta var sérstaklega fyrir þig Soffa mín, ég veit hvað þú nýtur gullmolanna minna:)
Valentínusardagurinn í gær og ég fékk EITT sms og tvö pappírsmiða tekna úr cösu frá Lenu og Siggu..frekar slappt. Stóð mig samt vel og sendi 5 kort sjálf og gaf Soffu hjartalaga LOVE baðgel. Stollt af mér, ástúðleg og munaðarfull er ég eins og Konfúsíus.
Over and Out.
Gugga

posted by Gugga Rós at 6:45 pm |

12 February 2005

hummhummhumm

jæja þá er víst komið að því að blogga á ný eftir árshátíðina, búin að velta því soldið fyrir mér hvað hægt er að segja og hér kemur það: skemmtilegt morgunpartý hjá Guðrúnu Sóleyju, skemmtileg hátíðardagskrá í háskólabíói, stuð heima við að taka mig til með mömmu, góður matur og góðir borðfélagar, ágætt fyripartý ala ,,Jonie", skemmtilegt ball á köflum en eins og ávallt þegar um árshátíðir er að ræða voru kannski of miklar væntingar, þreytt strætóferð heim í MR og enn þreyttari bílferð heim í rúmið......
Jahá held mér hafi bara tekist að gera nokkuð góð skil á deginum. Búin að skemmta mér við svefn og þreytu síðan þá ásamt fræðslu um Konfucius, kínverskan speking í hæsta gæðaflokki. Eins gott fyrir 4-Z að undirbúa sig fyrir drullugóðan fyrirlestur um áhrif Konfuciusar á kínverskt samfélag. Þá er það bara nokkurn veginn komið, voða lítið annað uppi. Jú heyrði reyndar ABBA lag í dag sem vakti fyndnar minningar:)
Thank you very very very very very very much.....

posted by Gugga Rós at 2:47 pm |

3 February 2005

Árshátíðarbull-skvull

Jæjjjja skellti mér í bæinn eftir skóla í dag með Þóru og Soffu. Ætluðum bara að fara í ONI og Kron en eftir velheppnaða ferð í ONI með nýja árshátíðarkjólinn minn í fararteskinu komumst við í stuð og enduðum á heilsteyptri bæjarferð:) Alltaf jafn gaman að fara inn í Kron, einmitt núna eru ci. 5-6 pör sem ég sé vel fyrir mér á mínum árshátíðarfótum....en því miður, ég á ekki 20 þúsund krónur. Svona líka viðburðaríkur dagur miðað við þreytta byrjun (og endi), lá dauð (helvítis lygalaupurinn þinn! ef þú værir dauð gætirðu ekki setið hér í makindum þínum að skrifa blogg og hlusta á Mariah Carey! Ég sný á þig enn á ný, muhahahahhahahahaaaaaaaaaaaaaaaaaaa!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!) í sögu og reyndi sem best ég gat að halda mér vakandi í þessum fyrsta degi dagsins, tókst ÞVÍ MIÐUR ekki svaf meira að segja í gegnum hléið til íslensku líka. Tókst svo að halda mér vakandi með naumindum í þeim tíma. Íþróttir voru einkar ,,róandi" í dag og eftir þann tíma sagði einhver að ég væri í stuði. Greinileg bæting af minni hálfu, í hádeginu fékk ég mér svo diet kók og nammi og þá var mér alveg batnað. Kom svo heim um hálf 5 leitið og ,,lagðist upp í rúm í korter" klukkan 5. Svo vaknaði ég við matarlykt klukkan hálf átta.....góður lúr. En nú er ég sem sagt í skrítinni stöðu, komið kvöld og ég ekki búin að læra neitt. Það hefur ekki komið fyrir áður í langan tíma nema meðvituð ákvörðun hafi eitthvað haft með það að gera...
En svo hristist jörðin og skalf þegar Lena reyndi að gera skemmdarverk á árshátíðardeginum okkar með því að afturkalla morgunpartý hjá sér vegna anna (össs! þetta leiklistarpakk!;). En Gúðrún Sóléý steig á stokk og tilkynnti að bjargvætturinn væri mættur,sem sagt hún. Með snarráðum tókst henni að bjarga deginum og sálarástandi ýmsa. Heill Gúðrúnú S. nýja bekkjarráðsmanninum! Nei svona má maður ekki segja, elsku Lena mín þú ert æði og betri bekkjarráðsmann og vinkonu væri ekki hægt að hugsa sér! En nú leik ég á alls kyns oddi, mestmegnis örvarodda eins og Legolas var með og hugsa að ég fari að gera enskustíl.......Wíhú!!!!!!!!!Föstudagur á morgun, held ég fari barasta á þjóðarbókhlöðuna um helgina og reyni að halda mér við efnið....endilega join inn!
Gugga í æðiskasti!

posted by Gugga Rós at 7:11 pm |

1 February 2005

Hahahaha ,,The Bloggies are coming"

Já greinilega eru til bloggverðlaun...verð að fara að skrifa á ensku svo ég geti komið til greina. Er í náttfötunum mínum, vaknaði klukkan 2 með stíflað nef, hósta og slæmar minningar frá nóttinni. Er semsagt veik. Rakst á hljómsveit um daginn í sjónvarpinu og náði í lagið á Kazaa, fínt lag allt í lagi með það. Fékk svo áhuga á að vita hvað ég væri að hlusta á og googlaði þá. Þá var þetta sænsk rokkhljómsveit með egoið í lagi. ,,Our music is our god", ,,In our town you had to be tough to survive, our music pulled me from suicide." ..We saw rock and roll go down but we are here to save it" ,,Many of our songs are better then The beatles and The stones´".........bara svona smá sýnishorn. Hljómsveitin heitir reyndar Mando Diao ef einhver kannast við það. Mamma átti afmæli í gær, orðin 50 ára konan. Ung eins og lamb, eða bara unglamb. En nú þarf ég að finna mér eitthvað að gera, kannski lesa í THGTTG eða eitthvað....

posted by Gugga Rós at 3:54 pm |

About Me

My Photo
Name: Gugga Rós
Location: Reykjavík, Iceland

View my complete profile

Hinir töffararnir

  • Sigga sætasta!!
  • Auður Spánarfari
  • Glingur í hæsta gæðaflokki
  • Maroon Five fansite
  • Sagan endalausa
  • Arngunnur
  • Halla
  • Pælingar Kára
  • Beggi kempa
  • Grammar(practice)
  • Höslmaskínurnar
  • Sögur frá sólinni
  • Elín frænka
  • Lára frænka;)
  • Sigurlaug litla
  • Besti bekkur í öllum heiminum?
  • Biggi
  • Lena sæta
  • Blómaprinsessur
  • Palli bróðir
  • Myndir:)

    • Guggusíða
    • Siggusíða
    • Eddusíða
    • Soffusíða
    • Auðarsíða
    • Fyrri skrif

      • Gleðin tekur völd
      • Allt of fyndið í prófum
      • Hit me baby one more time...
      • Prófvæl
      • Britney
      • Summerland
      • Gossip Girl
      • Bush 2000
      • Framtíð Guðrúnar
      • If it hadn´t been for cotton-eye joe i´d been marr...

      Mánuðir

      • May 2004
      • June 2004
      • July 2004
      • August 2004
      • September 2004
      • October 2004
      • November 2004
      • December 2004
      • January 2005
      • February 2005
      • March 2005
      • April 2005
      • May 2005
      • June 2005
      • July 2005
      • August 2005
      • September 2005
      • October 2005
      • November 2005
      • December 2005
      • January 2006
      • February 2006
      • March 2006
      • April 2006
      • May 2006
      • June 2006
      • July 2006
      • August 2006
      • September 2006
      • October 2006
      • November 2006
      • December 2006
      • February 2007
      • July 2007
      • September 2007
      • February 2008
      • March 2008
      • April 2008
      • May 2008
      • June 2008
      • July 2008
      • August 2008
      • September 2008
      • October 2008
      • November 2008
      • December 2008

      Powered by Blogger