Hvað gerðir Þú um helgina?

16 July 2005

Meira af Gael.....


Ég held að flestir sem hafa keyrt með mér viti að það að troða mér í þröngt stæði er ekki ein af mínum sterku hliðum, sérstaklega ekki þegar fólk fylgist áhugasamt með. En reyniði að leggja í stæði meðan þessi þarna........
fylgist einbeittur með! Já það er orðið greinilegt að Bernal er eitthvað hrifinn af mér, hann eltir mig um allan bæ. Gerði Heiðu mikinn greiða með því að fara niður í bæ í rigningunni að tjékka á Harry Potter, sem er búin. Besta ákvörðun mín í dag held ég. Þess vegna var ég einmitt að troða mér í stæði fyrir framan Kaffibarinn. Vakti greinilega mikla lukku að sjá tvær jafn clueless stelpur reyna að koma bíl sæmilega vel fyrir. Allavega mikla athygli. Ég held samt að þetta hafi frekar verið mikilfengleg fegurð okkar, ég nýkomin úr útilegu og Heiða úr vinnunni. Í alvöru þetta er bara orðið of mikið...með þessu framhaldi lendi ég við hliðina á honum í flugvélinni út.
Bryggjuhátíðin var mögnuð, crazy partýstemning í stanslausri rigningu. Það rigndi þegar við tjölduðum og var enn að rigna meðan við tókum þau niður. Lena elti kindur, Biggi hvarf og fannst tveimur tímum síðar sofandi inni í tjaldi, Ég og Jónína vorum vaktar af þremur fjallmyndarlegum drengjum, Freyr fékk að hlusta á Abba og fullorðnar konur opnuðu sig aðeins of mikið á kvennaklósettinu fyrir Hildar smekk. Þetta verður sko gert að ári.
Fer á morgun. Mikið að gera, mikið að gera. Þarf að fara að pakka. Og gera lista, ég mun pottþétt gleyma einhverju af þessu:
tannbursti
hárbursti
flugmiði
gjaldeyrir
passinn
og fullt af einhverju drasli sem ég er búin að gleyma að ég þarf að taka með.
Sé ykkur í kvöld, eða ekki....;)
Ég er þreytt en drullukát!

posted by Gugga Rós at 5:38 pm

|

<< Home

About Me

My Photo
Name: Gugga Rós
Location: Reykjavík, Iceland

View my complete profile

Hinir töffararnir

  • Sigga sætasta!!
  • Auður Spánarfari
  • Glingur í hæsta gæðaflokki
  • Maroon Five fansite
  • Sagan endalausa
  • Arngunnur
  • Halla
  • Pælingar Kára
  • Beggi kempa
  • Grammar(practice)
  • Höslmaskínurnar
  • Sögur frá sólinni
  • Elín frænka
  • Lára frænka;)
  • Sigurlaug litla
  • Besti bekkur í öllum heiminum?
  • Biggi
  • Lena sæta
  • Blómaprinsessur
  • Palli bróðir
  • Myndir:)

    • Guggusíða
    • Siggusíða
    • Eddusíða
    • Soffusíða
    • Auðarsíða
    • Fyrri skrif

      • Það er góður guð sem lét þennan gorgious karlmann ...
      • Vá bara 5 dagar í allt þetta! Undur vaktavinnu ger...
      • Rigningar-sunnudagur
      • Crazy shit ass bitch!
      • Alone again...naturally
      • Foxað
      • Víí ég er búin að kaupa bikiní! Nú er ég einu skre...
      • Karlmannshringir
      • Framhald...
      • Munurinn er greinilegur....

      Powered by Blogger