Hvað gerðir Þú um helgina?

28 April 2006

Lærdómur,sól og sumar og illa staðsett glerbrot

Og meir þaðan
menvörð bituls
dólgrögni dró
til dauðs skókur.
Heyrðu dude, ég not understand hvað þú ert að reyna að segja mér elskan. Þú verða að tala íslensku við mig man.
Ég meiddi mig á glerbroti áðan og nú er ég með ben á fæti. Það er voða indælt að læra inni hjá mér með nammi og Pepsi Max og opinn glugga og sól og sumarilm og fuglasöng og vinnuvélalæti og feita randaflugu að klessa ítrekað á rúðuna.
Kennarar eru allt í allt meinlaus fyrirbæri sem á endanum átta sig á því hve hvítur nemandi ég er. Veit ekki af hverju ég var að hafa áhyggjur af þessum kennaraeinkunum.
Ásrún
Þrátt fyrir að hafa lesið heilan helling á okkar margrómaða móðurmáli held ég að þessi texti hafi toppað öll drótt-helgi- og eddukvæði:
Hola Chicas!I forgot to say in my last email that you guys are more than welcome to come and stay in my house while your in London if you would like rather than pay for a hotel! I can't wait to see you guys- I have such great memories of chasing cockroaches that wouldn't die (it was horrible at the time but really funny looking back) and laughing hysterically in restaurants with you two! loads and loads of love,Camille xxxx
Get ekki beðið eftir að sumarfríinu!

posted by Gugga Rós at 4:31 pm |

21 April 2006

Seinheppin?


Í gær kastaði ég skopparabolta upp á þak og hann kom til baka á nefninu mínu. Það var sárt.
Í dag kastaði ég skopparabolta í gólfið og hann skoppaðist svo hættulega nálægt rektor að dauðaþögn sló á andyri gamla skóla.
Ég held að ég sé búin að læra mína lexíu. Skopparabolta ber að nota utandyra og það má ekki skera þá í helming og það má ekki kasta þeim upp á þak og það er ekki sniðugt að dúndra þeim í gólfið. Átti ég að vita þetta fyrir? Er þetta kommon sense? Gæti verið að ég sé bæði seinheppin og seinþroska?
Bless bless
kveðja, Guðrún Rós

PS: ég ætla barasta ekkert að hætta með síðuna mína. Hún gæti verið það eina sem ljáir lífi mínu eitthvert gildi. Hún er geðlæknir, besti vinur og hættulegt gjöreyðingarvopn í senn. Svo gæti hún líka verið gróðamilla ef ég fengi mér svona ad-sense eins og er verið að gauka að mér í gríð og erg.

posted by Gugga Rós at 7:09 pm |

19 April 2006

Fréttir


Þá er búið að kaupa nýtt hús. Samt ekki þennan kastala þótt mig langi í hann. Mér væri sko alveg sama með að flytja út úr borginni og út á land (Seltjarnarnes) ef þetta væri áfangastaðurinn. Svo er líka búið að selja húsið okkar. Já það var gert í dag. Ekki bara einhverjum heldur, nei alveg íslenskt celebrity þarna á ferðinni. Eða tvö celebrity. En ég má víst ekki blogga um það, seisei. Það segir mamma mín, ekki veit ég hvernig henni datt í hug að ég færi að gera það. Stundum held ég að hún hafi e-a yfirnáttúrulega hæfileika. Á morgun er Sumardagurinn 1. og þá ætla ég að fá Sumargjöf og þess vegna minnti ég mömmu og pabba vandlega á það áðan. Ég hef nefnilega stundum fengið gjöf frá 10-11.

posted by Gugga Rós at 7:31 pm |

6 April 2006

Superman er særð


Grímuballið var í fyrradag. Ég var Superman. Ég ofmetnaðist, taldi mig geta allt. Ég dansaði Boogey Woogey, flaug upp á Hallgrímskirkjuturn og var mega cool. Svo slammaði ég við Rage Against the Machine, það hef ég ekki gert síðan í 10. bekk. Greinilega þarf maður þó að halda sér í æfingu því Superman særðist. Ég fékk kúlu, buhu. Og höfuðverk næsta dag. Og lærði ekki fyrir líffræðipróf, sem gerir 10 þúsund krulljónasta í milljónastaveldi prófið. Til hamingju, ég fæ verðlaun. Svo var ég leið og þreytt og pirruð í dag. Ég biðst fyrirgefningar bekkur. Það er leiðinlegt fyrir ykkur að þurfa að lifa með skapsveiflum mínum. En svo fékk ég stórt,sveitt samknús frá sætum strákum í appelsínugulum vestum. Það er ekki hægt að standast það. Takk fyrir mig.
Ég lagði held ég nýtt met í skrítnum búðarferðum áðan. Það á ekki að fara þreyttur og svangur og í skrítnu skapi að leita að bara einhverju út í búð. Það endar í ósköpum. Hjá mér endaði það eftir korters ráp um Melabúðina í 2 kanelsnúðum frá kökuhorninu, pepsi max og riiisastóru Siríus súkkulaði með hnetum. Ég er búin með einn snúð, ég er södd. Pandemonium var einu sinni uppáhalds tölvuleikurinn minn. Kíkí, páfagaukurinn minn er lærbrotinn. Ekki veit ég hvernig honum tókst það, hann sver sig í ættina. Klaufskur furðufugl eins og ég. Hann er með spelku úr eyrnapinna. Það er kjánalegt, hann er svo aumingjalegur,litla greyið.
Ég tók körfuboltapróf áðan. Haha ég með bolta í hendi. Næstum eins asnalegt og ég með sundgleraugu. Passar ekki saman. I don´t´do balls. Mér gekk samt furðuvel, aldrei áður hef ég hitt fjórum sinnum í röð í körfu. Og hoppað í leiðinni! Vá, samhæfing, samhæfing samhæfing. Kannski ég hafi fengið innblástur frá Coach Carter sem ég horfði á um daginn. Flottir kroppar, mega fine. Bla bla bla bla bla, köttur fór í göngutúr út í garði og keypti sér sleikjó og sagan er búin.

posted by Gugga Rós at 3:06 pm |

1 April 2006

Laugardagur, ææ ekki aftur

Morfís: liggaliggalá

Ég þyrfti að fara að læra. Þyrfti fyrst að fara í sturtu. Búin að vera í vondu skapi nær allan daginn. Held það sé vegna þess að ég var í svo einstaklega góðu síðasta laugardag. Slæmt karma.

posted by Gugga Rós at 4:20 pm |

About Me

My Photo
Name: Gugga Rós
Location: Reykjavík, Iceland

View my complete profile

Hinir töffararnir

  • Sigga sætasta!!
  • Auður Spánarfari
  • Glingur í hæsta gæðaflokki
  • Maroon Five fansite
  • Sagan endalausa
  • Arngunnur
  • Halla
  • Pælingar Kára
  • Beggi kempa
  • Grammar(practice)
  • Höslmaskínurnar
  • Sögur frá sólinni
  • Elín frænka
  • Lára frænka;)
  • Sigurlaug litla
  • Besti bekkur í öllum heiminum?
  • Biggi
  • Lena sæta
  • Blómaprinsessur
  • Palli bróðir
  • Myndir:)

    • Guggusíða
    • Siggusíða
    • Eddusíða
    • Soffusíða
    • Auðarsíða
    • Fyrri skrif

      • Gleðin tekur völd
      • Allt of fyndið í prófum
      • Hit me baby one more time...
      • Prófvæl
      • Britney
      • Summerland
      • Gossip Girl
      • Bush 2000
      • Framtíð Guðrúnar
      • If it hadn´t been for cotton-eye joe i´d been marr...

      Mánuðir

      • May 2004
      • June 2004
      • July 2004
      • August 2004
      • September 2004
      • October 2004
      • November 2004
      • December 2004
      • January 2005
      • February 2005
      • March 2005
      • April 2005
      • May 2005
      • June 2005
      • July 2005
      • August 2005
      • September 2005
      • October 2005
      • November 2005
      • December 2005
      • January 2006
      • February 2006
      • March 2006
      • April 2006
      • May 2006
      • June 2006
      • July 2006
      • August 2006
      • September 2006
      • October 2006
      • November 2006
      • December 2006
      • February 2007
      • July 2007
      • September 2007
      • February 2008
      • March 2008
      • April 2008
      • May 2008
      • June 2008
      • July 2008
      • August 2008
      • September 2008
      • October 2008
      • November 2008
      • December 2008

      Powered by Blogger