Hvað gerðir Þú um helgina?

30 March 2005

Sexy Lady:

Lena er ein kynþokkafull kona. Hér kemur sönnunin:
Lena klæddist ögrandi pilsi í dag þá;
Gaf lítil stelpa á laugarveginum henni illt auga og hvíslaði einhverju að móður sinni, eftir það ullaði hún á Lenu.
Beindi strætóbílstjóri dónalegu fingurmerki að henni eftir að hún svínaði gangandi fyrir hann á leiðinni heim.
Hægði ungur og álitlegur karlmaður grunsamlega mikið á bílnum sínum þegar hann nálgaðist okkur á gangstéttinni.
Gat hún ekki beygt sig þegar hún bauð sig fram sem meðstjórnandi Framtíðarinnar eftir skóla í dag. ÁRÓÐUR HEFST Kjósið Lenu! ÁRÓÐUR ENDAR
Já nóg um Lenu.
Steinvör og Auður dugnaðarforkarnir mínir gáfu blaðið sitt út í dag til allra nemenda Kvennaskólans auk valinkunna persóna úr Menntaskólanum í Reykjavík. Nú geta þær loksins leyst úr taugaflækjunni sem hefur verið iður maga þeirra og sofið heilar nætur. Þar að auki er blaðið ótrúlega flott og vel heppnað hjá þeim og þeirra stöllum í ritnefndinni svo þær eiga hrós skilið og klapp á bakið (auðvitað væri rassinn svo sem fínn staður líka en þar sem Steinvör er föstuð kona veit ég ekki hvort það væri nógu viðeigandi)
Nú vinn ég að því dag og nótt að skrifa diskana sem Helga lánaði mér svo ég verði ekki með þá of lengi, tveir komnir og fimm eftir;) Þetta er allt að koma Helga mín!
Í dag bauð ég mig fram sem Ljósmyndara Framtíðarinnar. Ég vona með öllu hjarta að ég verði kosin af samnemendum mínum þar sem mitt litla hjarta getur ekki höndlað enn eina höfnunina.
ÁRÓÐUR HEFST Kjósið mig! ÁRÓÐUR ENDAR

posted by Gugga Rós at 2:23 pm |

27 March 2005


Muniði eftir þessu?

posted by Gugga Rós at 5:40 pm |

Frídagar

Gleðilega páska fólk sem ég hef ekki hitt í páskafríinu.
Fríið mitt er búið að vera einkar gott síðan síðast. Fór til Akureyrar með pabba og heimsótti afa og ömmu í nokkra daga sem var notalegt. Máltíðir á 2 klukkustunda fresti, tertur (takið eftir fleirtölunni) í morgunmat, skoðun á nýjasta fjölskyldumeðliminum og skíðadagur. Já ég komst á skíði á föstudaginn, bjóst nú ekki við miklu enda fjallið nokkuð bert að sjá en úr varð frábær skíðaferð. Það jafnast ekkert á við að skíða í 10 stiga hita og sólskini:) Bjargaði skíðavetrinum hjá mér.
En svo kom ég heim í gærkveldi og hlakkaði mikið til laugardagskvölds í borginni enda ekki mikið aksjón á Akureyri. Hringdi í stelpurnar og enginn svaraði, loks hringdi Lena aftur í mig og ég hugsaði með mér: ,,Wíhú! The party is just gettin´started!" Partíið var ég og Lena að horfa á Princess´diaries í sjónvarpinu og borða snakk og gos og nammi, skuttla Helgu í brjálað lokað partý í árbænum og leigja Wimbleton(ætluðum að taka Princess´diaries 2 en hún var víst ekki komin út:( sköll). Svo fór Lena einmitt þegar Practical Magic var að byrja á skjá einum. Og ég horfði á hana ein til hálf 3 :D Oh það jafnast ekkert á við stórborgina.
En nú er páskadagur og mér er óglatt, búin að borða of mikið af súkkulaði. Ég er líka þreytt því ég var vakin klukkan hálf 11 af súkkulaði-óðri fjölskyldu minni. Ég og Heiða horfðum á My girl og borðuðum páskaegg, auðvitað fór ég að gráta enda ekki annað hægt yfir sorglegustu mynd æsku minnar. Mér var skapi næst að hlaupa út í búð og taka My girl 2 en fannst það einum of eftir að hafa beðið um Princess´Diaries 2 kvöldið áður. Já svona eiga páskarnir að vera!
Endilega nýtið ykkur glænýju linkana mína sem ég var að dunda mér við.
PS: nú þarf fólk ekki að kvarta yfir að komast ekki á myndasíðuna mína lengur;)
PS2: ég hlýt að hafa þyngst um milljón trilljón kíló síðan páskarnir byrjuðu!!

posted by Gugga Rós at 1:47 pm |

21 March 2005

Sigríður 4evah!

Í gær vaknaði ég og fann til tómleika. Ég vissi strax afhverju það var. Það var vegna þess að Sigga var ekki hjá mér. Daginn áður hafði ég neflinlega vaknað við það að Sigga var frammi með Helgu og Soffu (sem er ekkert merkilegt, hefði alveg getað lifað án þeirra) að baka fyrir mig vöfflur. Mmmm... ekkert jafnast á við eldamennskuna hennar Siggu. Ég hef oft óskað þess að ég gæti farið eins blíðum höndum um pönnuna eins og hún Sigga mín Gyða.
Allavegana þá lá ég bara uppí rúmi, veltandi fyrir mér hvað ég ætti að gera um daginn því að ég hélt að Sigga væri að vinna eða eitthvað þannig. Þá hringdi skyndilega síminn minn og þegar að ég sá númerið sem birtist á skjánum tók hjartað í mér kipp. Það var heimasíminn hennar Siggu... sem þýddi aðeins eitt. Hún var ekki í vinnunni!
Þess í stað var hún að bjóða mér með sér á brúðkaupssýninguna sem að var haldin í Smáralind. Oh, hún er svo hugulsöm hún Sigga. Hún veit hvað ég held mikið uppá giftingar og Elínu (eða Ellu eins og ég kalla hana) í brúðkaupsþættinum Já!
Við héldum af stað sprækar og Sigga(sem er afburðar bílstjóri) kom og sótti mig. Þá fórum við og sóttum systur hennar, sem að ég lít líka mjög mikið upp til vegna þess að hún er stóra systir hennar Siggu, og skutluðum henni. Fórum svo og sóttum Lenu, mér til mikils ama þar sem að ég hafði séð fyrir mér notalegan dag bara við tvær.
En jæja, við héldum af stað í Smáralindina og þar var úrval af stjörnum Íslands. Jón "fimmhundruðkall" Sigurðsson, Elín brúðó og maðurinn hennar úr hljómsveitinni Í svörtum fötum.
Þess má þó til gamans geta að þau blikknuðu í samanburði við góðvinkonu mína Sigríði Gyðu. Eftir að hafa skoðað sýninguna vel og vandlega þá röltum við um og skoðuðum aðeins í búðir.
Þegar að svo við héldum heim táraðist ég... Ég þurfti að snúa mér undan því ég vildi ekki að stelpurnar sæju hvað mér þætti leiðinlegt að þurfa að fara heim og eyða restinni af deginum án Siggu.
Núna get ég þetta ekki lengur... ég verð að kveðja ykkur, tárin eru farin að streyma niður á lyklaborðið bara við að hugsa um þetta.
Ég vil enda þetta með því að segja: Sigga, takk fyrir besta dag lífs míns!
Friends 4 evah!

posted by Gugga Rós at 10:46 pm |

19 March 2005

Páskafrí, egg og sumarbústaðarferðir!

Þvílíkur hressleiki á laugardegi og jafnt fram fyrsta degi páskafrísins. Nýkomin úr villtri sumarbústaðarferð með stelpunum og crasy þreytt. Þar fór margt fram, volgur pottur, tortillas, dans, svefn, trúnó og þjóðvegslega, uppáhaldssportið mitt núna. Alltaf gaman að hanga með stelpunum:) Gerist ekki betra. Svo var bara brunað heim með Elton í tækinu og góða skapið. Spurning hvort maður taki það rólega í kvöld, ein heima með spólu þar sem fjölskyldan ætlar að yfirgefa mig. Hef kannski samband við stúlkurnar þar sem ég fæ ekki nóg af þeim;)
Nú er ég búin að skila inn umsókn fyrir ökuprófið svo ég get vonandi farið að bruna um götur bæjarins á fjölskyldufáknum bráðlega. Enga sportbíla fyrir mig, nei takk, steisjón vageninn er laaang flottastur.Ég er bara komin út í algjört rugl og með svaka höfuðverk þannig að ég segi adios í bili og takk fyrir samveruna stelpur.
Puede ir al bano?

posted by Gugga Rós at 5:15 pm |

15 March 2005

Söguleg stund

Klukkan er 02:52. Bara svona til þess að endurtaka það, 02:52, ekki 14:52 neii heldur 10 mín í þrjú um miðja nótt. Og ég er vakandi, nýkomin úr sturtu með rennandi blautt hár, klædd búin að setja ofan í töskurnar mínar og var við það að fá mér morgunmat og vekja restina af fjölskyldunni þegar ég leit á klukkuna. Ef ég fatta ekki muninn á að sofa 2 og hálfan tíma og 7 tíma þá er eitthvað að. Ég ætla að læra mína lexíu og fara fyrr að sofa héðan af. Hvernig í ósköpunum vaknaði ég? Vekjaraklukkan er rétt stillt á 7. Ég er eitthvað skrítin. Farin að sofa í nokkra tíma.

posted by Gugga Rós at 2:53 am |

13 March 2005


Signý

posted by Gugga Rós at 8:13 pm |

Signý Jóhannesdóttir

Signý með Siggu í Theódórslundi síðasta sumar!
Kona bloggsins er Signý. Signý sem lofaði að kommenta hjá mér, fyrir 3 vikum. Skamm Signý. Samt er hún nú besta grey og frábær vinkona. Þess vegna ætla ég að heiðra hana hér.
Signý fæddist fyrir bráðum 18 árum og hefur nýtt tímann vel síðan þá. Stóð sig t.d. vel sem annar meðlimur snjókalla-/skófélagsins í Grandaskóla. Svo missti hún sig í vídjókvöldum í Hagaskóla ásamt því að næla sér í samræmt próf. Signý er líka rosalega góð móðursystir og hugsar vel um litlu frænkurnar sínar. Núna er Signý stödd í Kvennó, mér til mikils ama enda fyrsta skipti sem við erum staddar í sitthvorum skólanum. En þannig er lífið víst. Signý, Signý, Signý ó Signý!
Vonandi vill Signý kommenta á sitt eigið heiðursblogg.

posted by Gugga Rós at 7:46 pm |

9 March 2005

Menudo

það er erfiðara en að segja það að skrifa 1 og 1/2 mínútu um upphaf Ricky Martin sem stjörnu á heimsvísu. Hér kemur það sem ég er búin að skrifa:
En mayo de 1999 (diecinueve mil noventa y nueve) Ricky Martin lanzé el mercado (gefa út) su primero disco con cansados en inglés ,,Ricky Martin”. El disco ha vendido en mejor de 15 (quince) milliones copias y el cancion ,,Living la vida loca” estuve el más popular en 1999. Por su disco Ricky recibé muchos premios (verðlaun). Por ejemplo el disco de año, el latin disco de año y cancion de año. Ricky viajé alrededor (í kringum) el mundo y canté delante de......
Gaman að þessu, nú fer ég í kór!
Hnohno útúrsnúning dauðans þegar Ingibjörgu Sólrúnu tekst að sleppa við að svara spurningu um hæfni Össurs og álit hennar á starfi hans með því að fara að tala um þróun líðræðisins! Þetta ætla ég að prófa einhverntíma í munnlegu prófi.

posted by Gugga Rós at 4:22 pm |

6 March 2005

Bömmer, svefntal og ýmislegt annað....

Ég vann ekki Óskarinn:( Eftir stöðuga erfiðisvinnu og þrotlaus stærðfræðikvöld hjá mér uppsker ég, ekkert. Ekki einu sinni tilnefningu! Ó djöfullinn taka Önnu Katrínu sem gerir heimadæmin sín í tölvu og Möggu fyrir að fá samviskubit ef hún er ekki búin að læra. Hvernig er hægt að keppa við það? Mér er spurn! Já hlutskipti mitt í lífinu hefur greinilega ekkert að gera með nóbelsverðlaun í stærðfræði líkt og mig dreymdi um sem ungri stúlku. Þegar aðrir léku sér að dúkkum og fjarstýrðum bílum naut ég stunda með gráðuboganum....
Nóg um það, my heart will go on eins og góð kona eitt sinn söng. Gaman að fólki sem talar upp úr svefni, hér kemur samtal milli Jónínu og Lenu einhverntíma á Laugardagsnóttinni: (ath: lena taldi sig vera að tala við vakandi manneskju)
Jónína: ,,Er ykkur kalt stelpur?
Lena: ,, Nei nei þetta er fínt!"
Jónína: ,,Á ég að ná í teppi handa ykkur? Ég get það alveg."
Lena : Nei mér er ekkert kalt, þú þarft ekkert að vera að gera það"
Jónína: Er kjúklingnum kalt?"
Lena: ,,Ha?" (áttar sig á því að Jónína er sofandi og fer aftur að sofa)
Þegar ég var lítil langaði mig alltaf að ganga í svefni en það hefur ekki heppnast enn.
Svo kom ég heim á laugardaginn, ógeðslega þreytt og mygluð og hlakkaði til að komast í sturtu og hrein föt og kannski jafnvel rúmið mitt. Ég var læst úti. Ég hringdi í mína elskuðu fjölskyldumeðlimi, þau svöruðu ekki. Ég tróð mér upp á Lenu og við fórum í bæinn og ég fékk mér pils. Svo sá ég flotta kápu sem ég hafði ekki efni á. Klukkan hálf 5 áttaði ég mig á því að amma mín á lykil að húsinu. Klukkan 5 hringir pabbi í mig og spyr mig hvar ég sé. Þau fóru í verslunarferð í smáralindina, ég er ekki með rétt númer hjá Heiðu, gemsinn hans pabba er bilaður og mamma á ekki lengur síma. Ég er seinheppin. Eftir það nennti ég ekki út úr húsi um kvöldið enda kann ég betur að meta heimili mitt eftir heilan daga af heimilisleysi. Kápan mín er bara til í small á laugarveginum sem er lokaður á sunnudögum. Ég er með númerið og ætla að hringja strax í fyrramálið og taka hana frá. Jahá!

posted by Gugga Rós at 1:03 pm |

3 March 2005

And the Óskar goes to......

Ég var búin að skrifa fallegt og innanhaldsríkt blogg um vægi vináttunnar og kraft ástarinnar en hún deletaðist, því miður. Svo ég ætla bara svona að koma með aðalatriðin:
Lítið að gera í skólanum, ó hið mikla frelsi!
Gott veður upp á síðkastið, gerir allt bjartara!
Óskarinn á morgun, spennan liggur í loftinu...hver vinnur? hver eru verðlaunin? hvernig verða stjörnurnar klæddar?
Gott skap, ákvað að útbúa kjúklinga-tortilla í kvöldmatinn.
Myndir frá Óskarnum koma á morgun!
Svo gleymdi ég reyndar í fyrstu færslunni að skella inn einu gullkorni úr stærðfræðitíma í dag:
Spjall um framtíð okkar í 6-X:
Halli: ,,Það vantar fallegt fólk í 6-X"
Óskar kennari: ,,Ertu að segja að ég sé ljótur? (fyrrverandi X-ari)
Halli: ,,Nei alls ekki. Í alvörunni ég hef alveg heyrt stelpurnar tala um að það megi bara sleikja rjóma af þér!"
Golden moment:)
Myndir frá stórviðburðinum komnar á veraldarvefinn!

posted by Gugga Rós at 6:45 pm |

About Me

My Photo
Name: Gugga Rós
Location: Reykjavík, Iceland

View my complete profile

Hinir töffararnir

  • Sigga sætasta!!
  • Auður Spánarfari
  • Glingur í hæsta gæðaflokki
  • Maroon Five fansite
  • Sagan endalausa
  • Arngunnur
  • Halla
  • Pælingar Kára
  • Beggi kempa
  • Grammar(practice)
  • Höslmaskínurnar
  • Sögur frá sólinni
  • Elín frænka
  • Lára frænka;)
  • Sigurlaug litla
  • Besti bekkur í öllum heiminum?
  • Biggi
  • Lena sæta
  • Blómaprinsessur
  • Palli bróðir
  • Myndir:)

    • Guggusíða
    • Siggusíða
    • Eddusíða
    • Soffusíða
    • Auðarsíða
    • Fyrri skrif

      • Gleðin tekur völd
      • Allt of fyndið í prófum
      • Hit me baby one more time...
      • Prófvæl
      • Britney
      • Summerland
      • Gossip Girl
      • Bush 2000
      • Framtíð Guðrúnar
      • If it hadn´t been for cotton-eye joe i´d been marr...

      Mánuðir

      • May 2004
      • June 2004
      • July 2004
      • August 2004
      • September 2004
      • October 2004
      • November 2004
      • December 2004
      • January 2005
      • February 2005
      • March 2005
      • April 2005
      • May 2005
      • June 2005
      • July 2005
      • August 2005
      • September 2005
      • October 2005
      • November 2005
      • December 2005
      • January 2006
      • February 2006
      • March 2006
      • April 2006
      • May 2006
      • June 2006
      • July 2006
      • August 2006
      • September 2006
      • October 2006
      • November 2006
      • December 2006
      • February 2007
      • July 2007
      • September 2007
      • February 2008
      • March 2008
      • April 2008
      • May 2008
      • June 2008
      • July 2008
      • August 2008
      • September 2008
      • October 2008
      • November 2008
      • December 2008

      Powered by Blogger