31 May 2005
30 May 2005
Tilgangslaust
Afmæli aldarinnar er á morgun. Þá verður gert eitthvað alveg magnað. Alveg risastórt. Hugh-mongous.
28 May 2005

Stúlkan bara orðin stúdent:)
Merkisdagar koma og fara, aldrei man ég eftir þeim. Ég man til dæmis ekkert eftir fermingunni, eða fyrsta skóladeginum, eða skírninni. En þessum skal ég muna eftir. Enda góður dagur.
Ég kom heim í nótt og mig langaði svo ofsalega mikið að blogga að ég vissi bara ekki hvað hafði fokið í mig. Hefði nú vanalegast skellt mér á eitt blogg en fyrst amma og afi eru í heimsókn ákvað ég að vera ekkert að valda þeim áhyggjum. Svona ef ske kynni að þau vöknuðu. Held þeim finnist ég alveg nógu skrítin samt. Svo ég vaknaði allt allt of seint, fékk mér stúdentsveisluafganga og var sagt EFTIR að ég var búin að borða mjög mjög mikið að ég væri að fara í aðra veislu klukkan 5. Svo ég hef 2 tíma til þess að jafna mig og byrja aftur. Hljómar vel.
Og í kvöld er það afmælið hennar Habbý. Veisluhöldin hætta bara ekki.
Ég breytti til í herberginu mínu. Í örugglega 10 skipti á 5 árum. Held ég sé að verða búin með breytingarmöguleikana. En nú hitti ég á massa uppstellingu held ég barasta.
Þessi gella er í flugvél á leiðinni til Bandaríkjanna einmitt núna. En það er allt í lagi því eftir 50 daga verð ég í flugvél á leiðinni til Spánar. Og eftir 77 daga verð ég brún á leiðinni heim aftur. Hljómar vel. Og eftir 10 daga verð ég í rútu á leiðinni á Ölfus að vinna. Hljómar vel. Jájájá nú liggur vel á mér.
25 May 2005
Húsmóðirin Guðrún?
Mér líður eins og húsmóður, best að útskýra.
Síðustu dagar hafa farið í undirbúning fyrir hroðalegt útskriftarpartý sem er víst að fara fram á heimili mínu á föstudaginn. (90% af gestunum eru yfir sjötugu, án gríns). Svo ég vakna eldhress um hálf níu leitið og skutlast með pabba í vinnuna, fæ bílinn og skelli mér í ræktina. Þar heng ég með öðrum dúndurflottum húsmæðrum og hlusta á slúður um óskilgetin börn og flórídaferðir á kostnað vinnunnar og þar fram eftir götunum. Ef það er svona spennandi að vera á fimmtugsaldri þá er ég sko meira en game. Svo skutlast ég um í ýmsum erindum. Endurnýja vegabréfið mitt, sem maður þarf síðan ekki að nota til þess að komast til Danmerkur. Ég sem setti þetta í hraðafgreiðslu og allt. Óhh að hafa visku Lenu. Sem er einmitt nýmætt í vinnuna núna, big up fyrir henni og hinu fiskikrúinu.Kem við í bakaríi og kaupi bakkelsi fyrir hinar gellurnar sem eru rétt vaknaðar. Og auðvitað skelli ég í vél áður en ég fer út á morgnanna svo ég geti hengt upp þegar ég kem heim og sett í nýja. Og svo geng ég um bæinn að leita að Boleroj-jakka með Heiðu. Og svo laga ég til, og flokka flöskur og reyni að steikja fiskbúðing í matinn. Það gekk ekki vel. Ég kann ekki að steikja neitt sem er ekki pönnukökur. Enginn er fullkominn. Nema ég.
Einkunnir á morgun, það er sko ástæða fyrir því að ég er ekki sofandi. Stress!
21 May 2005
MY NUMBER ONE
Jahá Grikkland tók Evróvishion bara í..... alltaf er ég með nýjustu fréttirnar;)
Sund, smáralind, vegamót, svefn, fúll gísli marteinn, tjaldferð..... allt gaman auðvitað þó 4. bekkjarferðin standi upp úr. Svakaleg ferð, skemmtilegasta sem ég hef farið í í langan tíma. Prófin búin og djöfull er ég fegin, nú getur maður slappað af þangað til á miðvikudaginn. Þá mun ég ekki slappa mikið af. Eitt að klára prófin, hitt að fá einkunnir. Sjáum bara til. Ojj hvað ég er þreytt. Ég hata daginn eftir tjaldferðir.
Myndir úr ferðinni:D
Sund, smáralind, vegamót, svefn, fúll gísli marteinn, tjaldferð..... allt gaman auðvitað þó 4. bekkjarferðin standi upp úr. Svakaleg ferð, skemmtilegasta sem ég hef farið í í langan tíma. Prófin búin og djöfull er ég fegin, nú getur maður slappað af þangað til á miðvikudaginn. Þá mun ég ekki slappa mikið af. Eitt að klára prófin, hitt að fá einkunnir. Sjáum bara til. Ojj hvað ég er þreytt. Ég hata daginn eftir tjaldferðir.
Myndir úr ferðinni:D
18 May 2005
Utan vil ek!
Wúrrrírrríbabbadalará! Eftir 4 tíma hefst íslenskuprófið, sem þýðir 4 tímar til þess að troða í hausinn á sér sem mestu um Snorra og Skalla kalla. Þar eftir 1 og 1/2 tími af miklum hugsunum. Og svo fer ég heim að læra fyrir ensku. Þar af leiðandi geri ég ráð fyrir um 7 tímum af lærdómi í dag...sirka. Ja kannski aðeins minna, maður má nú ekki ofmetnast. Og svooooo þá fer maður að sofa og vaknar og í staðinn fyrir að fara í ljót casual föt, ha, þá fer maður í fín flott föt og pælir í -því hvort hárið manns sé alveg í rugli. Ég hef saknað pilsanna minna, og kjólanna og að laumast inn í skápinn hennar Heiðu. Það væri svo sem fínt að geta laumast inn í fataherbergið sitt eins og sumir. Já að standa umkringdur fötum, næstum því eins og í búð. Þetta verð ég að eignast. Helst með svona rafknúnum hengjum sem snúast og 360 gráðu speglum. Ég las Egilssögu. Ég drukknaði í nöfnum. Mig dreymdi Egilssögu, ekki samt skemmtilega. Bara svona, ég er að lesa Egilssögu, ég kann ekki Egilssögu. Típískt ég að geta ekki einu sinni dreymt spennandi draum um helvítis bókina. Vá ég þyrfti að gera svona quiz, Hvaða aðalpersóna Egilssögu ert þú?
Til hamingju með próflokin Kvennó.................
Til hamingju með próflokin Kvennó.................
15 May 2005
Ég er svo hard core að ég kalla mig 5 cents!
Efnafræði drepur heilasellur, ég hef komist að því. Áreiðanlegar sannanir koma síðar, þið verðið bara að treysta mér þangað til. Þarf að finna mér nýtt tónlistar-stelu-forrit í tölvuna. En þau eru ekki á hverju strái. Ég kíkti. Rauðu túlipanarnir úti í garði eru útsprungnir, hvað ætli það hafi tekið mikla vinnu? Innvermið eða Útvermið? Það er spurning.
PS: Sá forsetann í gær. Það var rosalegt, einhvernveginn hafði ég alltaf ímyndað mér hann stærri....nei djók ég hef nú alveg séð hann áður. Á meira að segja mynd af mér með honum í forsetabústaðnum. Já það geta nú ekki allir monntað sig af því!
PS: Sá forsetann í gær. Það var rosalegt, einhvernveginn hafði ég alltaf ímyndað mér hann stærri....nei djók ég hef nú alveg séð hann áður. Á meira að segja mynd af mér með honum í forsetabústaðnum. Já það geta nú ekki allir monntað sig af því!
14 May 2005
The Adventures of Kapteinn Gugga Ofurbrók
Jæja, eftir magnaðan árangur í prófunum hingað til og non stop lærdóm í 2 vikur ákváðu Lena, Hildur, Soffa og Kapteinn Gugga Ofurbrók að það væri komin tími fyrir smá föstudagsglaðning. Þær skelltu sér á skellinöðrurnar sínar (væri það ekki óskandi;) og þutu upp í Kringlubíó að sjá hina mögnuðu rómantísku gamanmynd The Wedding Date. Myndin byrjaði vel þegar KGO uppgötvaði sér til mikillar skemmtunar að hún hafði lesið bókina sem myndin var gerð eftir í sumarfríi á Rodos. Myndin kom skemmtilega á óvart með kynþokkafullum karlhórum, indælum bretum og geisispennandi söguþráði. Í hléinu fóru Lena, Soffa og KGO á klósettið ásamt öllum kvenkyns meðlimum bíóins, sem voru ófáir skal ég segja þér! Lena gafst snemma upp á röðinni en Soffa, kjarnakvendi sem hún er, dó ekki ráðalaus og strunsaði með Guggu í eftirdragi inn á karlaklósettið þar sem enginn var og þær skelltu sér inn í næsta bás. Nokkrum stundum síðar fylltist herbergið af mönnum á öllum aldri og Soffía klósettsprengja og K. Gugga voru í öngum sínum. Myndu þær vera fastar inn á karlaklósettinu til eilífðarnóns? Að lokum komust þær með naumindum út og aftur inn í bíósalinn. Já, þetta geri ég ekki aftur. Eftir bíóið héldu svaðilfarirnar áfram heima hjá Lenu. Þar var óskalagi á FM tileinkað Soffu og Guggu og dundað sér við að búa til og svara Guggu-quiz. Endilega sjáið hvar þið standið hér við hliðina á.
Að lokum seint seint um nóttina (um miðnætti) voru svaðilfarirnar á enda og stúlkurnar fóru sælar að sofa.
Kapteinn Gugga Ofurbrók
Að lokum seint seint um nóttina (um miðnætti) voru svaðilfarirnar á enda og stúlkurnar fóru sælar að sofa.
Kapteinn Gugga Ofurbrók
12 May 2005
líffræði-piece of a creamkake?
4 próf eftir, mér líst vel á það! Allvel meira að segja!
Ég get nú ekki sagt að líffræðin sé mitt uppáhaldsfag, ok ég hef emjað yfir henni í allan vetur ( er það skrítið? ég meina það gerist ekki meira óspennandi en frumbakteríur, what I can´t see I don´t need to know of) en ég er bara búin að skemmta mér ágætlega í dag. Byrjaði hægt, mjög hægt með að meðaltali 5 lesnar blaðsíður á hálftíma. En svo komst ég að því um 9 leitið að ég myndi ekki geta horft á Desperate Housewifes með þessu móti. Það var besta hvatning sem ég hefði getað fengið, allt í einu gerði ég það yfirnáttúrulega, ég las 18 blaðsíður á næstu 30 mínútum. Ójá! 18 talsins. Skil ekkert í þessu, minnir mig helst á fregnir af fólki sem fær ofurkrafta á rétta augnablikinu og lyftir upp heilu bílunum og eitthvað þannig. Já Kapteinn Gugga Ofurbrók. Það held ég að verði nýja nafnið mitt.
Heiða var að kaupa sér útskriftarkjól í dag. Mig langaði svoooo með, fjölskylduferð í bæinn og ég að stara á myndir af smokkfiskum. Ég verð leið þegar ég hugsa um það, tárast næstum því, greyið ég sem er svo verslunarsvelt. Allavega kom Heiða heim með sætasta kjól í heimi og margumtalaða græna skó úr Kron. Skondin saga að segja af kjólnum, believe it or not þá fann pabbi hann handa henni. Kom heim í síðustu viku og sagðist vera búinn að finna fullkominn útskriftarkjól fyrir hana. Og hann er svooo sætur, ég vildi óska að ég passaði í hann! En ég passa í skóna, næstum því, kannski tekst mér að lengja fæturna um nokkra millimetra á næstu dögum. Já pabbi er orðinn algjör Aðþrengdur eiginmaður með kvenpeninginn allan í prófum eða verkefnavinnu. Hann eldar og þrífur og setur í vélar og leitar að kjólum í frítímanum. Greyið maðurinn er orðinn one man machine sem gerir ekkert annað en að kaupa meira kók og elda ofan í okkur. En allavega er mórall sögunnar sá að allir fóru að versla föt saman nema ég:( Og að það eru 4 próf eftir!! Collapse in to my bussom Sigga!
Ég get nú ekki sagt að líffræðin sé mitt uppáhaldsfag, ok ég hef emjað yfir henni í allan vetur ( er það skrítið? ég meina það gerist ekki meira óspennandi en frumbakteríur, what I can´t see I don´t need to know of) en ég er bara búin að skemmta mér ágætlega í dag. Byrjaði hægt, mjög hægt með að meðaltali 5 lesnar blaðsíður á hálftíma. En svo komst ég að því um 9 leitið að ég myndi ekki geta horft á Desperate Housewifes með þessu móti. Það var besta hvatning sem ég hefði getað fengið, allt í einu gerði ég það yfirnáttúrulega, ég las 18 blaðsíður á næstu 30 mínútum. Ójá! 18 talsins. Skil ekkert í þessu, minnir mig helst á fregnir af fólki sem fær ofurkrafta á rétta augnablikinu og lyftir upp heilu bílunum og eitthvað þannig. Já Kapteinn Gugga Ofurbrók. Það held ég að verði nýja nafnið mitt.
Heiða var að kaupa sér útskriftarkjól í dag. Mig langaði svoooo með, fjölskylduferð í bæinn og ég að stara á myndir af smokkfiskum. Ég verð leið þegar ég hugsa um það, tárast næstum því, greyið ég sem er svo verslunarsvelt. Allavega kom Heiða heim með sætasta kjól í heimi og margumtalaða græna skó úr Kron. Skondin saga að segja af kjólnum, believe it or not þá fann pabbi hann handa henni. Kom heim í síðustu viku og sagðist vera búinn að finna fullkominn útskriftarkjól fyrir hana. Og hann er svooo sætur, ég vildi óska að ég passaði í hann! En ég passa í skóna, næstum því, kannski tekst mér að lengja fæturna um nokkra millimetra á næstu dögum. Já pabbi er orðinn algjör Aðþrengdur eiginmaður með kvenpeninginn allan í prófum eða verkefnavinnu. Hann eldar og þrífur og setur í vélar og leitar að kjólum í frítímanum. Greyið maðurinn er orðinn one man machine sem gerir ekkert annað en að kaupa meira kók og elda ofan í okkur. En allavega er mórall sögunnar sá að allir fóru að versla föt saman nema ég:( Og að það eru 4 próf eftir!! Collapse in to my bussom Sigga!
11 May 2005
Sjúklingapróf...
Sjúkrapróf eru skondin. Allavega var mjög gaman hjá mér í morgun. Það er svo líflegt andrúmsloft í þeim. Endalaus straumur af kennurum að koma og svara spurningum um sögu og listasögu og dönsku og íslensku og tölfræði og stærðfræði. Og búkhljóðin! Jahá Lena er sko amatór miðað við þessa krakka! Ein gellan hóstaði og í sífellu og endaði svo alla hóstana á löngu andvarpi, mjög skondið. Strákurinn við hliðina á mér saug svo fast upp í nefið að á tímabili hélt ég að heilinn hans myndi bara sogast ofan í öndunarveginn, svo sem ekki öfundsvert að koma of seint í stúdentspróf í sögu af öllum fögum. Enda kallaði Knútur hann fífl þegar hann mætti, Knútur í góðu stuði. Gaf dönskukrökkunum laglegt sjokk þegar hann útskýrði fyrir þeim eftir klukkutíma að nú væri helmingurinn búinn af próftímanum og kannski sniðugt að snúa sér að næsta hluta.Smá misskilningur þar á ferð. Tölvufræðin var asnaleg, hvar var staðalfrávikið? og fylgnin og boolean algebran? mér er spurn. Ussusususs... Ágætt próf samt sem áður, gott eftir stærðfræðipróf. Já tölvufræðin...ahhh. Þá er komið að sögunni, hún verður góð, góð saga. En svo kemur líffræðin, slæma líffræðin. Og þá fer ég fjandans til. Hvet alla til þess að pófa sjúklingpróf allavega einu sinni.
8 May 2005
Auður Viðarsdóttir!

Auður og Gugga:)
Já Auður fær að njóta þeirrar vafasömu hamingju að eiga afmæli í miðjum vorprófum. En skítt með prófin þegar svona merkisdag ber að garði. Að hugsa sér allt sem Auður má núna gera sem ég má ekki....Getur t.d. verið forráðamaður einhvers, svolítið klikkað það. Eða læra löglega á þjóðarbókhlöðunni. Þvílík príðindi.
Áðan sat ég ein inn í herbergi yfir óteljandi reglum og skilgreiningum þegar ég allt í einu, ósjálfrátt urraði ítrekað á Reglu 2.16. Ég sem er alltaf að stríða Lenu vegna búkhljóða. Viss gleði fylgir því að urra á stærðfræðireglur komst ég að;)
6 May 2005
Hola como estáis?
Jájá spænska á eftir og mikil ósköp sem ég er búin að læra! Já! Læra læra læra.....
Ok, kannski ekki svona mikið en samt ágætlega, er furðulostin á sjálfri mér. Held ég gæti bara farið að massa indefinido og imperfecto í þetta skiptið. Sem væri alveg met.
hablo hablaba
hablamos hablabamos
hablasteis hablabais
hablaron hablaban
Já hinar litríku spænsku sagnir! Og svo þegar prófið er búið þarf ég ekki (ja við skulum gera ráð fyrir að ég falli ekki) að koma nálægt svæsnum spænskum sögnum þar til 17. júlí. En þá verður það allt í góðu glensi og svona, held maður geti ekki fallið í sumarskóla. Væri nú samt bömmer að lenda í svona Hitler fílíng í Malaga, sitja allan daginn sveitt yfir skólabókunum. Held samt ekki.
Jájájá gærdagurinn var góður dagur, ég sá til þess. Þegar mér fór að leiðast námið skrapp ég nefninlega út í melabúð og skellti mér á einn Ben&Jerry´s fór svo heim og setti Destiny´s Child á fóninn. Stelpufílingur hjá mér. Verst að ég var ekki í ástarsorg líka, það hefði fullkomnað momentið. Sköll fyrir mig. Ísinn entist allan daginn og kláraðist ekki fyrr en í miðjum Desperate housewifes. Þvílík spenna! Ég kyssi jörðina sem semjendur þessa þáttar ganga á. Flækjurnar! Uppgötvarnirnar! Jámm ég var sátt. Enn á ný eyði ég dýrmætum læritíma fyrir framan tölvuna. Virðist samt ekki vera sú eina, teljarinn minn lýsti yfir nýju aðsóknarmeti í gær. Ég skammast mín fyrir ykkar hönd kæru lesendur að geta ekki haldið ykkur í skólabókunum! Skamm og sveiattan.
Ég ítreka leit mína að nokkrum commenturum, Hildur komst í leitirnar í gær en hinar eru enn, því miður, týndar. Ég set mitt rétta númer núna, til þess að sýna vilja minn. Hringið í
s: 6960452 ef þið vitið um strokukindirnar!
Ok, kannski ekki svona mikið en samt ágætlega, er furðulostin á sjálfri mér. Held ég gæti bara farið að massa indefinido og imperfecto í þetta skiptið. Sem væri alveg met.
hablé hablaba
hablaste hablabashablo hablaba
hablamos hablabamos
hablasteis hablabais
hablaron hablaban
Já hinar litríku spænsku sagnir! Og svo þegar prófið er búið þarf ég ekki (ja við skulum gera ráð fyrir að ég falli ekki) að koma nálægt svæsnum spænskum sögnum þar til 17. júlí. En þá verður það allt í góðu glensi og svona, held maður geti ekki fallið í sumarskóla. Væri nú samt bömmer að lenda í svona Hitler fílíng í Malaga, sitja allan daginn sveitt yfir skólabókunum. Held samt ekki.
Jájájá gærdagurinn var góður dagur, ég sá til þess. Þegar mér fór að leiðast námið skrapp ég nefninlega út í melabúð og skellti mér á einn Ben&Jerry´s fór svo heim og setti Destiny´s Child á fóninn. Stelpufílingur hjá mér. Verst að ég var ekki í ástarsorg líka, það hefði fullkomnað momentið. Sköll fyrir mig. Ísinn entist allan daginn og kláraðist ekki fyrr en í miðjum Desperate housewifes. Þvílík spenna! Ég kyssi jörðina sem semjendur þessa þáttar ganga á. Flækjurnar! Uppgötvarnirnar! Jámm ég var sátt. Enn á ný eyði ég dýrmætum læritíma fyrir framan tölvuna. Virðist samt ekki vera sú eina, teljarinn minn lýsti yfir nýju aðsóknarmeti í gær. Ég skammast mín fyrir ykkar hönd kæru lesendur að geta ekki haldið ykkur í skólabókunum! Skamm og sveiattan.
Ég ítreka leit mína að nokkrum commenturum, Hildur komst í leitirnar í gær en hinar eru enn, því miður, týndar. Ég set mitt rétta númer núna, til þess að sýna vilja minn. Hringið í
s: 6960452 ef þið vitið um strokukindirnar!
3 May 2005
Tölvufræði
Að takast að segja (á dönsku) við tvö gamalreynda dönskukennara að ég mundi ekki vilja vera kennari allt mitt líf. Það er alveg met. Held samt að það sé bannað að draga mig niður fyrir það. Þar sem ég sagði það á svo glimrandi dönsku.
Nú sit ég hins vegar við tölvuna með WORD uppi að læra um valmyndir og flýtihnappa. Áhugavert að sjá hvernig hin einföldustu atriði eru útskýrð í námsbók. Soldið eins og að læra ýtarlega hvernig sérhljóðinn ý er borinn fram á íslensku eða eitthvað og æfa sig í því fyrir stúdentspróf.
Í dag er ég búin að:
læra tölvufræði+horfa út í loftið
hlusta á hrikalega tónlist (fann pottþétt 18 inni hjá mér;)
kaupa franskar og kók í melabúðinni með lenu og ganga í góða veðrinu
keyra út í 10-11 með Heiðu, naumast hvað maður er latur.
horfa á sítt að aftan á Queer eye for the straight guy oooog
láta mér tölfræðin leiðast.
Ég var inni hjá mér að læra og hlusta á FM og fór fram að ná mér í vatn og þá var móðir mín að hlusta á Weezer í tölvunni. Svo kom Electric 6 og ýmislegt annað sem ég hefði bara ekki séð mömmu fyrir mér hlustandi á. Þá leið mér illa yfir Fm-inu og hlustaði á Elliott Smith í staðinn. Enda má maður ekki vera með verri tónlistarsmekk en mamma sín. Það er bara slæmt.
Spennan var í hámarki í OTH í gær og Sigga missti sig alveg. Held ég sé svolítið hrædd við hana núna. Og Signý sendi mér sms og stakk upp á því að við keyptum hóru saman á 18 ára afmælinu mínu. Veit ekki hvað er að verða um þær, ætli bekkjarfélagarnir séu að hafa svona slæm áhrif? Heiða var að sýna mér spurningu úr samræmda stúdentsprófinu í stærðfræði. Hún hljóðaði svona: Hver er hallatala vigurs sem er hornréttur á vigur með hallatölu 3? Svo var skýringarmynd og um 4 krossa að velja. Gæti það gerst að ég fái eina góða einkunn í stærðfræðiprófi í MR? Þetta hefur veitt mér innblástur.
Jæja sný mér aftur að WORD og EXCEL í bili.
zzzzzzzzzzzz
PS: ég auglýsi eftir commenturum, þær heita signý,steinvör,helga,hildur og auður og hafa verið týndar í talsverðan tíma. ef einhver sér þær eða hefur upplýsingar um vera þeirra vinsamlegast látið vita í síma xxx-xxxx.
Nú sit ég hins vegar við tölvuna með WORD uppi að læra um valmyndir og flýtihnappa. Áhugavert að sjá hvernig hin einföldustu atriði eru útskýrð í námsbók. Soldið eins og að læra ýtarlega hvernig sérhljóðinn ý er borinn fram á íslensku eða eitthvað og æfa sig í því fyrir stúdentspróf.
Í dag er ég búin að:
læra tölvufræði+horfa út í loftið
hlusta á hrikalega tónlist (fann pottþétt 18 inni hjá mér;)
kaupa franskar og kók í melabúðinni með lenu og ganga í góða veðrinu
keyra út í 10-11 með Heiðu, naumast hvað maður er latur.
horfa á sítt að aftan á Queer eye for the straight guy oooog
láta mér tölfræðin leiðast.
Ég var inni hjá mér að læra og hlusta á FM og fór fram að ná mér í vatn og þá var móðir mín að hlusta á Weezer í tölvunni. Svo kom Electric 6 og ýmislegt annað sem ég hefði bara ekki séð mömmu fyrir mér hlustandi á. Þá leið mér illa yfir Fm-inu og hlustaði á Elliott Smith í staðinn. Enda má maður ekki vera með verri tónlistarsmekk en mamma sín. Það er bara slæmt.
Spennan var í hámarki í OTH í gær og Sigga missti sig alveg. Held ég sé svolítið hrædd við hana núna. Og Signý sendi mér sms og stakk upp á því að við keyptum hóru saman á 18 ára afmælinu mínu. Veit ekki hvað er að verða um þær, ætli bekkjarfélagarnir séu að hafa svona slæm áhrif? Heiða var að sýna mér spurningu úr samræmda stúdentsprófinu í stærðfræði. Hún hljóðaði svona: Hver er hallatala vigurs sem er hornréttur á vigur með hallatölu 3? Svo var skýringarmynd og um 4 krossa að velja. Gæti það gerst að ég fái eina góða einkunn í stærðfræðiprófi í MR? Þetta hefur veitt mér innblástur.
Jæja sný mér aftur að WORD og EXCEL í bili.
zzzzzzzzzzzz
PS: ég auglýsi eftir commenturum, þær heita signý,steinvör,helga,hildur og auður og hafa verið týndar í talsverðan tíma. ef einhver sér þær eða hefur upplýsingar um vera þeirra vinsamlegast látið vita í síma xxx-xxxx.