Hvað gerðir Þú um helgina?

29 June 2005


Víí ég er búin að kaupa bikiní! Nú er ég einu skrefi nær Spánarferðinni. Partý partý:)
Shakiru-æðið heldur áfram hjá mér. Nú er það Whenever, Wherever sem er að gera það gott. Enda foxgott lag! Morgunvakt og partý hjá Auði á planinu fyrir morgundaginn. Best að fara að sofa með ljúfar hugsanir um Jude Law....

posted by Gugga Rós at 5:11 pm |

26 June 2005

Karlmannshringir

Jahá! Þeir eru greinilega að komast í tísku hjá karlpeningnum. Stórir, gljáandi, glæsihringir sjást á mörgum karlfingri í Olís. Taldi fleiri en 10 í gær. Fjólubláir, grænir, gulir, bleikir...það er allt til. Kannski maður gefi pabba svona á næsta afmæli? Einn maður var með ekki meira né minna en 4 hringa. Reyndar einn giftingarhring en þó...mér finndist ég nú aðeins of skrautleg. Byggingarmenn, kaupsýslumenn, rokkarar...allir ganga með karlhringa. Þetta vissi ég ekki að væri vinsælt. Læra læra læra alltaf lærir maður eitthvað. Þetta sagði ég í gær við Heiðu:
Svo hringdi símuvinninn og....
ég kaus að leggja mig aðeins eftir það. Makalaust hvað ég get ruglað mikið, sagði líka þetta við Lenu:
Maður er eiginlega naktur....
Kannski er ég að missa það. Helga er komin í keppnina um ljótasta vinnufatnaðinn. Bláa skyrtan er alveg að gera sig. Ég var að horfa á Cold Mountain en svo komu fréttir og þá fór ég í tölvuna. Myndir úr afmælinu hennar Hildar
Aðeins nokkrir dagar í 1.júlí, dag peninganna. Maður ó maður hvað ég hlakka til!
Lag dagsins: Follow Through-Gavin DeGraw

posted by Gugga Rós at 6:51 pm |

24 June 2005

Framhald...

Á afriti stendur bara fyrir hve mikið þú keyptir. Á einungis við um kortaviðskipti.
Á kvittun stendur hvað þú keyptir og hve mikið það kostaði.
Nóta er stærra blað sem þarf sérstaklega að prenta út. T.d. notað þegar þú þarft að fá hlutina endurgreidda frá þriðja aðila eða ert í reikningi hjá fyrirtækinu.
Ég hef áhyggjur af því hve mikið ég þarf að kaupa. Ég á ekki neitt!
Sjampóið mitt kláraðist fyrir 2 mánuðum. Gallabuxurnar mínar eru rifnar. Ég á ekki bikini. Ég á eiginlega ekkert sem nýtist manni á Spáni. Ég á ekki málningadót. Ég á ekki alla geisladiskana sem ég þarf að eiga. Þetta er rosalegt. Maður ó maður!

posted by Gugga Rós at 2:15 pm |

22 June 2005

Munurinn er greinilegur....

á afriti, kvittun og staðgreiðslunótu. Fólk nennir ekki að læra hann. Pirrar mig óneitanlega í starfi mínu. Hér kemur dæmi:
Ég: Viltu kvittun?
Gaur: Já.
Fær kvittun. Stendur í stutta stund fyrir framan afgreiðsluborðið meðan ég sný mér að öðru. Segir svo hranalega við mig ,,Er þetta eitthvað á leiðinni hjá þér!?!"
Ég: Nú hvað?
Gaur: Ég þarf nú að fá kvittunina mína!
Ég: Nú vildirðu fá nótu líka?
Gaur: Já eða það.
Ég: Fífl. (inní mér að sjálfsögðu.. ég er alveg rosalega almennileg afgreiðsludama nefninlega)
Meira að segja þegar fólk kemur inn þegar ég er nýbúin að skúra og fær sér kók og lakkrísrör í fyrsta skipti.
Kók+lakkrísrör=freiðir. Ég sem hélt að allir vissu þetta....tiss tiss
Mér leiðist. Sigga svarar ekki. Mig langar í vinnuna. Hvað er ég að verða? Vinnualki? Nahh..bara bored.
Var að skoða kortið af hverfinu sem ég og Auður munum vera á og brosti. 24 dagar í sólina og sumarið:D

posted by Gugga Rós at 1:47 pm |

21 June 2005

Ég brosti

Af einhverri ástæðu er ég kát í kvöld. Kom heim úr vinnunni rétt eftir 12 og spjallaði við mömmu. Alltaf gott að spjalla við mömmu. Það er ekkert búið að breytast hjá mér en samt er ég bara orðin hress og hamingjusöm og bjartsýn. Gaman hvernig maður vaknar einn daginn og lítur öðrum augum á tilveruna. Þar sem ég var svona hress ákvað ég að share-a því. Ég ákvað líka að hlusta bara á skondin lög í tölvunni. Hér koma þau sem ég valdi:
My Dingaling- Chuck Berry (skemmtilegt gamalt perralag)
Daddy Cool- Boney M
The Price Of Gas- Block Party (eingöngu skondið í samhengi við sumarvinnuna)
Because I Got High- Afroman (stoned)
Too Shy-Kajagoogoo
Daft Punk Is Playing At My House-LCD Sound System
Our House-Madness
What´s Love Got To Do With It?- Tina Turner (raulað í vinnunni)
Cream-Prince (annað perralag)
Lækker-Nick og Jay (dönsku rappararnir sem Heiða féll fyrir í Danmörku)
Í dag komu Hildur, Lena og Sigga í vinnuna til mín. Ég sagði Siggu að við seldum ekki pylsubrauð. Ég laug Sigga mín, því miður. Við seljum víst Pylsubrauð. Ég var rugluð við þrif þegar þú komst við, fyrirgefurðu mér einhverntíma?

posted by Gugga Rós at 1:06 am |

19 June 2005


Rosalega er ég að fíla nýja lagið með Shakiru! Alveg rosalega rosalega mikið! Rosalega rosalega rosalega mikið. Kannski hefur það eitthvað með Spánarferðina mína eftir minna en mánuð. Gæti verið, could be. Perhaps. Ég fann engan titil svo ég setti bara mynd af Shakiru kellunni í title. Mikið er það gaman. Ég er á leiðinni í barnaafmæli. 12 ára frænkuafmæli. Það verður stuð, sérstaklega þar sem pabbi hennar er bakari. Mér mun ekki leiðast, ónei.
Átti notalega kvöldstund með Helgu í gær, fengum okkur pizzu og ís, dottuðum í sófanum hjá mér, fórum á Batman Begins og kíktum í partý.
27 dagar í Spán.

posted by Gugga Rós at 1:47 pm |

18 June 2005

18.júní?

Ég missti af 17. júní. Hvernig gerir maður það? Ég skal segja ykkur hvernig mér tókst það:
Þú ferð á kvöldvakt daginn áður, klárar vinnuna 12. Hjólar drullupirraður og þreyttur á Tebó og ferð eftir hálftíma sökum þreytu.
Sefur í 7 tíma og vaknar ,,hress" klukkan 9. Ferð í 11 tíma vakt í vinnunni (hlustar á hæ hó og jibbí jeij lagið tvisvar á klukkutíma á bylgjunni) og kannt ekki að hugsa þegar þú klárar hana.
Kemur heim, fagnar heimkomu móður þinnar með faðmlagi. Borðar mat (aldrei hef ég fundið fyrir því hvað það er erfitt að borða kjúkling áður) og ákveður kl. 9 að leggja þig aðeins áður en farið er í bæinn.
Vaknar korter yfir 1 og veist ekki hvað er hvað.
Getur ekki sofnað og glápir á sjónvarpið til 4. Sofnar.
Enginn 17. júní fyrir mig :(
Hvaða snillingur sendi á allan skólann sms-ið:
,,Hvar ertu? Nennirðu plís að hringja í mig!" frá símanum?
Gott djók þar á ferð, ég hélt að þetta væri Lena. Til hamingju Lena þú ert í mínum huga líklegust til þess að skrifa svona fallegt sms.

posted by Gugga Rós at 11:25 am |

13 June 2005

Víí ég er komin í tveggja daga frí! Ég get sofið út og legið í sólbaði og glápt á sjónvarpið fram á nótt og gert hvað sem mér dettur í hug. Í tvo daga.
En núna eru 4 dagar og 1 mánuður í Spán. Svo ég kvarta ekki, ég hugsa hverja vinnustund í fatnaði. Í alvöru. Á leiðinni heim hugsa ég um allt sem ég ætla að kaupa fyrir kaupin mín. Svo er stefnan tekin á London í samfylgd hressra stúlkna í vetrarfríinu. Langt í það en spennandi non the less. Og svo kemur maður heim og fer aftur í skólann. Verð að viðurkenna að ég er meiri fyrir skólann en sumarvinnuna. Það er ekki spurning hvað er skemmtilegra, hanga með félögunum upp í skóla eða vinna ein á Olís. Já ég hefði ekkert á móti því að vera lengur í skólanum og styttra í sumarfríi. Nú er ég farin að bulla.
Horfði á Anchorman:The legend of Ron Burgundy í gærkvöldi með pabba. Hún var ógeðslega fyndin, mæli með henni. Ég er orðin alveg hrikalega freknótt eftir sundferðina í dag. Freknufés og gleraugnaglámur. Það er ég. Ég hafði eitthvað að segja en ég er því miður búin að gleyma því. Vonbrigði fyrir ykkur.
Gugga bensínkall
Klúður dagsins:
Viðskiptavinur á glensi: Viltu koma í sjómann?
Besti bensínkall landsins: Ha sagðirðu Salem light?

posted by Gugga Rós at 11:33 pm |

12 June 2005

Ó mig auma



Gvuð hvað ein manneskja getur verið þreytt. Það er ekkert grín að mæta í vinnuna korter yfir 7 á laugardegi. Sérstaklega ef það er 20tugspartý heima hjá manni um kvöldið og þar af leiðandi ansi lítill svefn fyrir næsta vinnudag. Sem betur fer var róleg helgi hjá Olís, mestur dagurinn fór í að finna sér eitthvað að gera. Þar á meðal að lesa um hið fullkomna bikiní í Marie Claire, mjög mikilvægt verkefni þar á ferð. Fór á Crash í gær með pabba kallinum, fantagóð mynd þar á ferð. Fanta-auglýsingarnar eru asnalegar, ég skil þær ekki. Vertu Bamboocha! Hvað í fjáranum er Bamboocha? Rosalega hef ég ekkert að gera í kvöld, hugsa að ég leygji spólu. Já, ég geri það.

posted by Gugga Rós at 7:49 pm |

9 June 2005

Soffa litla er að fara frá okkur í sumar svo við héldum Surprise við erum að halda óvænt boð vegna þess að þú ert að fara til Ítalíu í sumar, hissa!! partý.
Myndir frá kvöldinu
Þar sem fólk virðist ekkert vera að trúa því að ég sé bensínkall ætla ég bara að endurtaka það.
Ég er bensínkallinn Gugga, má bjóða þér pulsutilboðið okkar? Þú hefur unnið frisbídisk í leiknum okkar!
Já vonandi sannfærir þetta ykkur....
Til hamingju með afmælið Hildur fiskikellingin mín:)
Elsku Soffa mín skemmtu þér vel í Ítalíu og knock them dead á tískusýningunni!
Verð í e-mail bandi!

posted by Gugga Rós at 11:50 pm |

7 June 2005

ahhh..

eftir erfiðan vinnudag er ekkert betra en ísköld kókómjólk og crunchy beigla. Mamma þín, beigla. Maður ó maður einkunnirnar eru ekki komnar í hús. Enn ein andvökunóttin! nei kannski ekki alveg andvökunótt, óvenjulega lengi að sofna kvöld frekar. Já enn eitt óvenjulega lengi að sofna kvöld! Þvílík hneisa. farin að hlusta á tónlist sem komst í mína vörslu á ólöglegan hátt.
bæ bæ

posted by Gugga Rós at 4:17 pm |

6 June 2005

Mando Diao


Ég er að fíla þá.
Ég er ekki að fíla veðrið. Fyrsti sumarfrísdagurinn og rigning:(
Ég er að fíla það hvað Sigga og Helga eru með létt password.
Ég er að fíla það að ég kann loksins að taka myndir af mtv síðunni.
Ég er að fíla að vera búin í prófum.
Ég er ekki að fíla það að vita ekki hvernig mér gekk fyrr en á morgun.
Lost er í kvöld. Ég er að fíla það.
Ég get farið að sofa, eða haldið áfram í tölvunni, eða horft á sjónvarpið, eða leikið mér. Hvað sem ég vil. Ég er að fíla það.
Ég á engan pening og mig langar í trilljón billjón geisladiska. Ég er ekki að fíla það.
Atvinnurekendur berjast um starfskrafta mína. Ég er að fíla það.
Rosalega er ég farin að skrifa Ég er að fíla það hratt.

posted by Gugga Rós at 5:56 pm |

5 June 2005

Amerie

Já ég skipti Gwen út fyrir Amerie vegna þess að hún er the next big thing. Ég er með þetta allt á hreinu. Stærðfræðin hefur verið lögð niður. Þá er bara að krossa fingur og biðja til Guðs að þeir hafi ekki verið í andstyggilegu skapi stærðfræðigaurarnir þegar þeir sömdu prófið.

posted by Gugga Rós at 8:26 pm |

4 June 2005

Týndi kallinn

Ég týndi 2000 kalli í gær. Var alveg í öngum mínum enda búin að eiga hann í heilan dag. Það er ekkert allt of gott að týna peningi degi eftir að maður fær hann í hendurnar. En jæja ég syrgði peninginn í dag. Svo kom að því að ég sat í símastólnum og taldi upp alla mögulega staði sem hann gæti leynst á og hugsaði með mér. Hahh! kannski datt hann bara á gólfið! Já væri það ekki sniðugt. Svo fór ég inn til mín og fann hann á gólfinu. Gleðistund þar á ferð. Ég og kallinn together again. Rosalega finnst mér ég ógnarcool með Gwen n.1 pal bara á blogginu mínu. Jáá þetta er the real deal. Stærðfræði-nennan er við það að hverfa. Ætlaði í bíó. En það eru allir að beila. Beilarar. Vinna! huhh þvílík afsökun. Mig langar að sjá Sin City. Er það synd?
Ég finn grilllykt. Pabbi kominn í sumarskap.

posted by Gugga Rós at 6:04 pm |

3 June 2005

aulahúmor hjá manni

mér finnst þetta allavega skondið:
www.engrish.com
en þetta er það ekki:
http://entertainment.msn.com/movies/gallery.aspx?gallery=7985
jájá þar sem maður getur ekki surfað á öldunum er alveg eins fínt að gera það á ljósvakanum! muhahahhahaaa djöfull er ég mikill nördi.

posted by Gugga Rós at 3:44 pm |

1 June 2005

Áhugavert....

Jæja þá er fólkið farið, Danmerkurfólkið það er. Ég frétti að það væri rigning í Danmörku. Híhí, það kætir mig á óskiljanlegan hátt. Nei nei bara smá, í fylgsnum hjartans. Já móðir mín tók upp á því uppátæki að taka mig í ferð í Smáralindina í dag. Eflaust til þess að reyna að kæta þunglyndislegu klessuna sem var dóttir hennar. Ég var nú ekki á því að það tækist. Það væri ekkert bara hægt að veifa kreditkortinu um í Zöru og lækna mína döpru sál einn tveir og þrír.
Ég er greinilega ekki eins djúp og ég hélt ég væri, einum jakka síðar og ég hafði tekið kæti mína á ný. Þvílíkt og annað eins. Já helvítis gærdagurinn var ömurlegur. Ég lærði, ég fylgdist með systur minni pakka, ég grét, ég fékk símtal frá kalli sem sagðist ætla að afturkalla sumarvinnuna mína, ég grét, ég hræddi Auði sem hélt að ég væri á barmi taugaáfalls, ég fékk símtal frá konu sem sagði að ég gæti ekki fengið helgarvinnu hjá henni, ég grét, ég píndi mig með hugsuninni Hvað ef...ég sofnaði og mig dreymdi furðulega drauma. Já það er ýmislegt sem endurtökuprófin fá mann til að gera. Til dæmis að stunda Solitaire í tölvunni mikið. Overwrite takkinn er á og ég kann ekki að taka hann af. Lærði ég ekkert í Tölvufræði í vetur? Hahh! jú víst ég náði honum af. Snillingur er ég.

posted by Gugga Rós at 11:45 pm |

About Me

My Photo
Name: Gugga Rós
Location: Reykjavík, Iceland

View my complete profile

Hinir töffararnir

  • Sigga sætasta!!
  • Auður Spánarfari
  • Glingur í hæsta gæðaflokki
  • Maroon Five fansite
  • Sagan endalausa
  • Arngunnur
  • Halla
  • Pælingar Kára
  • Beggi kempa
  • Grammar(practice)
  • Höslmaskínurnar
  • Sögur frá sólinni
  • Elín frænka
  • Lára frænka;)
  • Sigurlaug litla
  • Besti bekkur í öllum heiminum?
  • Biggi
  • Lena sæta
  • Blómaprinsessur
  • Palli bróðir
  • Myndir:)

    • Guggusíða
    • Siggusíða
    • Eddusíða
    • Soffusíða
    • Auðarsíða
    • Fyrri skrif

      • Gleðin tekur völd
      • Allt of fyndið í prófum
      • Hit me baby one more time...
      • Prófvæl
      • Britney
      • Summerland
      • Gossip Girl
      • Bush 2000
      • Framtíð Guðrúnar
      • If it hadn´t been for cotton-eye joe i´d been marr...

      Mánuðir

      • May 2004
      • June 2004
      • July 2004
      • August 2004
      • September 2004
      • October 2004
      • November 2004
      • December 2004
      • January 2005
      • February 2005
      • March 2005
      • April 2005
      • May 2005
      • June 2005
      • July 2005
      • August 2005
      • September 2005
      • October 2005
      • November 2005
      • December 2005
      • January 2006
      • February 2006
      • March 2006
      • April 2006
      • May 2006
      • June 2006
      • July 2006
      • August 2006
      • September 2006
      • October 2006
      • November 2006
      • December 2006
      • February 2007
      • July 2007
      • September 2007
      • February 2008
      • March 2008
      • April 2008
      • May 2008
      • June 2008
      • July 2008
      • August 2008
      • September 2008
      • October 2008
      • November 2008
      • December 2008

      Powered by Blogger