Hvað gerðir Þú um helgina?

29 July 2005

Sssssól!

Kóngurinn í Marokko á afmaeli eda eitthvad thannig....oll hotel fullbokud og ekkert plass fyrir litlar stulkur fra nordri:( Forum thvi til Granada i stadinn a morgun og Marokko eftir viku. Passar samt fint thvi Granada vildum vid komast til lika.
Var i spaenskuprofi. Annad profid sem eg tek i sumar...huhh. Gekk agaetlega, laerdi ekkert fyrir thad. Gleymdi hvernig madur spyr hvad klukkan er. Skrifadi mjog skemmtilegt postkort til Islands. Held samt ad eg thurfi ekki ad endurtaka namskeidid. Ansi oliklegt thar sem eg er i byrjendatimum. Hehe, theim fannst sko spaenskan min ekki impressive;) Hentar mer agaetlega, tekur engan tima ad laera heima og eg get latid mer leidast i timum.
Eg er med freknur ut um allt, freknur a oxlunum, laerunum, bakinu, fingrunum. Jábbs, freknufés. Ég var sokud um ad vera bresk i utliti um daginn, veit ekki hvad mer finnst um thad. Bretar eru nefninlega yfirhofud ekkert allt of myndarlegir. Tvaer af stelpunum eru samt breskar og saetar og allt thad. Kannski bara leidinlegt af mer ad segja svonalagad....
Dagarnir bara lida og lida. 2 vikur! Vid erum sko EKKI bunar ad vera herna thad lengi. Eins gott ad naestu 2 lidi adeins haegar, annars verd eg bara komin heim og i skolann aftur eins og skot.
I gaer forum vid ut ad borda a rosalega godan stad nidri i bae. Var samt a furdulegum stad, madur hefdi ekki buist vid godum veitingastad tharna.
Var ad klara Harry Potter 5 og er ad byrja a sidustu bokinni. Hrikalega spennandi. God stemning vid sundlaugina. Eg sakna graejanna minna. Engar graejur i herberginu okkar. Vid verdum bara ad lata okkur naegja ad syngja i sturtu og hoppa a rumunum. Ekkert eins og sma oskur-songur og asnalegur dans fyrir svefninn.
Hrikalega er eg threytt!
Aetla ad fara ad finna Audi, skella mer i Supersol og reyna ad finna eitthvad ahugavert i kvoldmatinn. Komin med oged af braudi.
PS: er ad hlusta a Kiss FM a netinu. Heyri ad theyr eru enntha ad spila somu login;)
Hasta luego!
Gugga
***

posted by Gugga Rós at 3:09 pm |

25 July 2005

Ég er kvefud á útsolum á Spáni.....

Útsolur á spáni eru ekkert grín elskurnar mínar! Ég er búin ad kaupa mér buxur, kjól, 2 peysur, sandala, nokkra boli, 2 geisladiska, pils, o.fl. allt samans á minna en 10.000 kr. Gaman ad thessu:) Hedan er allt gott ad frétta eins og vanalega. Thad var mikil fagnadarstund a sunnudaginn thegar afar elskulegur ískápagaur frá hótelinu kom med stóran og staedilegan ískáp handa okkur. Átti áhugaverda stund med honum ad ákveda bestu stadsetninguna fyrir hann, thess má geta ad hann taladi bara spaensku. Vid fórum á strondina med stelpunum í gaer og brunnum á ólíklegustu stodum. Thad er sárt ad setjast, thad er allt sem ég segi;)
Her er yndislegt vedur eins og vanlega og allt thad...blessud spaenska blidan! Forum í spaenskan matreidslutima á morgun, verdur áhugavert ad sjá hvernig vid stondum okkur í eldamennskunni. Daginn eftir thad forum vid i siglingu og sjaum Malaga frá hafinu. Svo um helgina er hin margumtalada Marokko ferd. Ein stelpa sem vid thekkjum for sidustu helgi og sagdi ad thad hafi verid alveg frabaer, fyrir utan sma magakveisu. Madur tharf sem sagt ad passa sig a thvi hvar madur bordar....
Eg taladi vid mommu og pabba adan sem eru i sumarhusi fyrir nordan med ommu, ommu og afa. Serstaklega gaman ad heyra ommurnar kalla kvedjur til min fra saetunum sinum fyrir framan sjonvarpid (thaer mega ad sjalfsogdu ekki missa ad Guiding Light!). Tvaer af stelpunum sem vid erum mest med herna eru ad fara um helgina svo vid thurfum ad kvedja thaer a fostudaginn adur en vid forum. Leidinlegt ad vera bunar ad eyda hverjum degi med theim og hitta thaer svo liklegast ekkert aftur. En thannig er thad vist alltaf!
Held eg se buin ad koma ollu fra mer sem er svona helst i fréttum thannig ad, adios og allt thad!
PS:hvernig var a snoop dogg? í hvert skipti sem eg heyri snoop dogg lag (til daemis i zoru i dag) hugsa eg til ykkar a tonleikunum!
kv. fra Malaga
******

posted by Gugga Rós at 7:51 pm |

21 July 2005

Fjúff

Rosalega getur thad tekid langan tima ad komast inn a blogger! Alveg er eg buin ad reyna nokkrum sinnum...
Her er allt alveg frabaert, allt odruvisi en eg helt ad thad yrdi samt. Thad eru um 300 nemendur i skolanum og eg myndi giska a ad um 200 af theim se a okkar aldri. Sem sagt fullt af folki! Mikid lif og alltaf eitthvad ad gerast. Svolitid eins og einn stor partystadur. A manudaginn forum vid i skodunarferd um Malaga og svo nidur i midbae seinna um daginn. Um kvoldid forum vid svo nidur a strond thar sem er rod af veitingastodum og borum og alltaf allt trodfullt. Otrulega fallegt lika ad hafa utsynid yfir hafid og allt thad...
A thridjudaginn fengum vid okkur spaenskan morgunmat nidri i bae, forum svo ad gera eitthvad sem eg get bara ómogulega munad og um kvoldid forum vid i fiesta fyrir tha sem byrjudu a sidasta sunnudag, thad var gedveikt gaman og mikid dansad vid okunna spaenska danstonlist;)
I gaer forum vid svo i El corte ingles med 3 odrum stelpum, Camille fra Englandi, Fiona fra Thyskalandi og Jenni fra Svithjod. Thad er risastort og nog ad kaupa. Eg var samt agaetlega thaeg og keypti bara 1 kjol ( a 1000 kronur!), hlirabol og hvitt gallapils. Kostadi allt saman minna en 3000 kronur:D Um kvoldid forum vid sidan a Bourbon Street sem er rett vid Club Hispanico (skolann og hotelid). I dag erum vid sidan bunar ad fara i vatnsleikjagard, fara i tima audvitad og erum svo ad fara ut ad borda a Tapas bar nidri i bae med einhverju folki i kvold. Aetli madur fari svo ekki snemma ad sofa thvi annad kvold aetlum vid ad fara med fullt af folki a Plaza sem er umkringt clubbum til thess ad fara ad dansa i, their eru opnir allan solahringinn og vid komum liklegast ekki heim fyrr en morguninn eftir;)
Spaenskutimarnir eru bara skemmtilegir og vid erum med einn kennara sem heitir Emilio sem er snilld, otrulega fyndinn...eg er i byrjendahop. Sama og Audur, otrulega lett en verdur erfitt mjog hratt, their fara svo hratt yfir!
Nu verd eg ad fara tvi tolvuherbergid er ad fara ad loka eftir nokkrar minutur:(
Er ad hlusta a Lett 96,7 i tolvunni sem er mjog skondid! gaman ad heyra sma islensku.
Eg sakna ykkar allra eins og thid vitid vist og lofa ad vera duglega ad blogga og allt thad...
Kossar og fadmlog
Gugga eda Gúdrún eins og eg er kollud her:)

posted by Gugga Rós at 5:12 pm |

16 July 2005

Meira af Gael.....


Ég held að flestir sem hafa keyrt með mér viti að það að troða mér í þröngt stæði er ekki ein af mínum sterku hliðum, sérstaklega ekki þegar fólk fylgist áhugasamt með. En reyniði að leggja í stæði meðan þessi þarna........
fylgist einbeittur með! Já það er orðið greinilegt að Bernal er eitthvað hrifinn af mér, hann eltir mig um allan bæ. Gerði Heiðu mikinn greiða með því að fara niður í bæ í rigningunni að tjékka á Harry Potter, sem er búin. Besta ákvörðun mín í dag held ég. Þess vegna var ég einmitt að troða mér í stæði fyrir framan Kaffibarinn. Vakti greinilega mikla lukku að sjá tvær jafn clueless stelpur reyna að koma bíl sæmilega vel fyrir. Allavega mikla athygli. Ég held samt að þetta hafi frekar verið mikilfengleg fegurð okkar, ég nýkomin úr útilegu og Heiða úr vinnunni. Í alvöru þetta er bara orðið of mikið...með þessu framhaldi lendi ég við hliðina á honum í flugvélinni út.
Bryggjuhátíðin var mögnuð, crazy partýstemning í stanslausri rigningu. Það rigndi þegar við tjölduðum og var enn að rigna meðan við tókum þau niður. Lena elti kindur, Biggi hvarf og fannst tveimur tímum síðar sofandi inni í tjaldi, Ég og Jónína vorum vaktar af þremur fjallmyndarlegum drengjum, Freyr fékk að hlusta á Abba og fullorðnar konur opnuðu sig aðeins of mikið á kvennaklósettinu fyrir Hildar smekk. Þetta verður sko gert að ári.
Fer á morgun. Mikið að gera, mikið að gera. Þarf að fara að pakka. Og gera lista, ég mun pottþétt gleyma einhverju af þessu:
tannbursti
hárbursti
flugmiði
gjaldeyrir
passinn
og fullt af einhverju drasli sem ég er búin að gleyma að ég þarf að taka með.
Sé ykkur í kvöld, eða ekki....;)
Ég er þreytt en drullukát!

posted by Gugga Rós at 5:38 pm |

13 July 2005


Það er góður guð sem lét þennan gorgious karlmann ganga inn á Óliver á sama tíma og ég var þar. Það var enn betri guð sem setti hann á borðið við hliðina á okkur og í sæti beint á móti mér. Ég hélt það myndi líða yfir mig af æsingi! Gael Garcia Bernal leit á mig! Á mig! Með sínum fallegu, fallegu augum. Ég mun muna þessa fallegu stund alla mína ævi. Hálftími í návist við kynþokkafyllsta leikara heimsins. Takk fyrir mig. Nú get ég dáið ein hamingjusöm stúlka. Gvuð! Hvað gerði ég til þess að verðskulda slíka hamingju?

posted by Gugga Rós at 10:52 pm |

12 July 2005

Vá bara 5 dagar í allt þetta! Undur vaktavinnu gerir það að verkum að ég á bara einn vinnudag eftir fram á sunnudag...endilega kíkíð á mig á fimmtudagskvöldinu, sveitta yfir beikonpylsunum. Eða meira nammibarnum, ekki sniðugt að vinna í kringum nammi allan daginn. Ég hef örugglega þyngst um 10 kíló síðan ég byrjaði þarna. Sem er ekkert sniðugt...
Er að dunda mér við fataskápinn minn. Ótrúlegt hvað ég á erfitt með að henda fötum sem:
a) pössuðu síðast á mig í 8. bekk.
b) eru rifin og skemmd
c) ég hef aldrei gengið í og skil ekkert í mér að kaupa.
þar af leiðandi er núna snyrtilegur bunki af peysum og bolum sem munu fara beint í Hjálpræðisherinn, og ég er bara búin með tvær hillur! Ekki furða að það er alltaf drasl þarna inni.
Svo er líka kominn nokkuð minni bunki af Spánar-hæfum fötum. Þetta er samt bara partý. Skil ekkert af hverju ég var ekki búin að þessu fyrr...skipulagshæfileikar mínir eru að koma í ljós. Big time.
Ég hata að geta ekki náð í fólk sem á að heita í vinnunni. Símsvarinn á heilu og hálfu dagana, ekki mætt í vinnu fyrr en 10 og ávallt farin fyrir 2. Og svo er auðvitað hádegishlé þarna inni í líka. Ég gefst ekki upp. Ég mun finna smugu í kerfinu.
Það mun vera 29 stiga hiti í Malaga og sól.

posted by Gugga Rós at 12:08 pm |

10 July 2005

Rigningar-sunnudagur

Líklegast síðasti rigningarsunnudagurinn í einhvern tíma líka. Í dag kom maður í búðina sem ofnotaði hið skemmtilega orð ,,brill" allmikið. Það var nú samt bara hressandi. Hugsa að ég fari að nota það líka. Þetta var rosalega brill sunnudagskvöld. Samt meira svona haust-stemning. Indæl stemning á kaffihúsi í rigningunni. Ég held að það sé einhverskonar keppni í dag í þreytu. Fólk kepptist alveg við að sofa sem lengst út, fjölskylda mín vaknaði til dæmis þegar ég kom heim úr vinnunni um 4 leitið. Missti greinilega ekki af miklu. Sofnaði svo til 8 sjálf. Held ég hafi sjaldan verið með hóp af fólki sem var allt sammála um að fara bara heim að sofa klukkan 11 á sunnudagskvöldi.
Á föstudaginn verður svo síðasta djammið áður en ég fer út. Bryggjuhátið á Stokkseyri í góðra vina hópi. Please láttu það vera heiðskýrt og rigningarlaust. Það væri brill.
Nú er komið smá stress í mann. Þarf að fara að drífa ýmislegt af. Það er víst líka eins gott að vera tilbúin með allt ef ég ætla að hafa séns á því að taka föstudagskvöldið og hálfan laugardaginn í partýstemningu;)
Er að hlusta á Forget her með Elliot Smith, það er fallegt.

posted by Gugga Rós at 11:35 pm |

8 July 2005

Crazy shit ass bitch!

Leitin mikla að gallabuxum hefur endað. Það þurfti ekki nema professional shopper með í för til þess að massa þetta. Þá er ég bara næstum því búin að kaupa það sem kaupa þarf. Sem er eins gott þar sem talan á debetkortareikninginum hefur víst lækkað allmikið síðustu daga. Það verður bara að hafa það. Er að hlusta á J-Kwon ein í tölvunni. Mögnuð stemning.
Undirbúningur fyrir ferðina er hafinn. Að minnsta kosti af móður minni. Hér er það sem hún er búin að gera hingað til:

Heimta að sjá flugmiðana, líklegast að fullvissa sig um að ég sé alveg örugglega ekki búin að týna þeim.
Strunsa inn til mín og hefja rassíu í fataskápnum mínum, kom henni rosalega á óvart að 5 ára bolir passa ekki á mig ennþá.
Gera fjárhagsáætlun fyrir ferðina, fulla með áætlunum um daglegan matarkostnað og fleira.
Láta mig hringja í bankann og athuga hvort ég geti ekki örugglega notað kortið mitt úti.
Benda mér á að ég þurfi að rifja upp spænskuna.

Já hún er sko drottning listanna. Skipulagðari foreldrar eru ekki til. Auður kannaðist ekki við líka hegðun hjá foreldrum sínum. Þetta er víst bara mínir. Sin city í kvöld. Alveg pottþétt. Hve lengi er búið að auglýsa þessa blessuðu mynd?

Farin að lesa örlítið og kíkja svo í heimsókn til nýfædds frænda.

posted by Gugga Rós at 3:22 pm |

7 July 2005

Alone again...naturally

Eftir að Sigríður lét sig hverfa hef ég engan félaga á mínum asnalegu frítímum. Fór í bæinn í gær, ein. Komst að því að ef ég fer ein í bæinn hef ég auðveldlega samræður við afgreiðslufólk. Já, ég saknaði bara næstum því ekki verslunarfélaga, svo duglegt var fólkið að benda mér á kosti og galla vörunnar. Helst voru það þó stúlkurnar í Spútnik, Kron og ONI og drengurinn í Kron fatabúðinni sem héldu uppi samræðum. Skemmtilegt fólk þar á ferð. Keypti mér sumarlega glimmerskó, sumarlegt hálsmen, sumarlegt gloss og sumarlega bók (ég fæ þína og þú færð mína lena;). Svo keypti ég líka sumarlega afmælisgjöf handa Heiðu minni. Mjög svo sumarlegt. Nú þarf ég að finna mér gallabuxur. Ég veit um eina búð enn sem ég á eftir að fara í en annars hefur borgin verið rannsökuð, vegin og metin. Og nýju gallabuxurnar mínar voru ekki sjáanlegar. Þegar ég sé þær, þá mun ég vita að þetta eru buxurnar fyrir mig. Og tilfinningin hefur enn ekki sprottið upp.
Desperate housewifes eru í kvöld, ég hef hugsað mér að halda upp á með snakki og vinasamkomu. Í gær öskraði byggingarverkamaður á mig og blótaði mér vegna þess að það var búið að loka víkingalottóinu þegar röðin kom að honum. Það var sem sagt mér að kenna. Ójá ef ég hefði þau völd að geta að sjálfsdáðun lokað og opnað víkingalottóinu...Svo hékk fíflið í búðinni í minnst 45 mín. að hakka í sig sína ógeðslega sveittu samloku og gos með restinni af sínum bumbulisious byggingarverkavinum. Að geta ekki einu sinni skammast sín eftir að hegða sér svona. Ég var millimetra frá því að öskra á hann að koma sér út úr mínu andrúmslofti. Ef mannfílan er nógu heimskur að mæta aftur á mína stöð fær hann ekki afgreiðslu, ég dreg mín mörk þar sem mér sýnist. Og svona fólk afgreiði ég bara ekki tvisvar.
Hvenær ætlar þetta að enda? Getur fólk ekki bara elskað hvort annað og friðinn?

posted by Gugga Rós at 2:58 pm |

3 July 2005

Foxað

Hressileg tilviljun þarna á ferð...
Skemmtilegur laugardagur hjá mér. Svaf út, borðaði, las og horfði á Live 8 í sjónvarpinu til 3. Þá fór ég í vinnuna og hlustaði á Live 8 á X-inu. Það var magnaðslega gaman, jafnvel foxað. Gott að taka sér smá frí frá Bylgjunni og ,,Syngdu með" Olís diskinum. Fyrir þá fáfróðu er það skemmtilegur 20 laga diskur með undirlögum íslenskra dægurlaga. Partý partý! Á replay í 8 tíma.... já þá er sko mun betra að hlusta á topp tónlistarfólk spila topp tónlist. Ég var við það að missa mig þegar Shakira tók Whenever Wherever. Þá var sko dansað við karton af Marlboro Lights. Í alvöru. Greip það sem var næst hendi.
Á morgun ætla ég í kringluna á útsölur. Ég þarf að kaupa mér gallabuxur. Gallabuxur....hvað þýðir það? Ekki eru þær galli. Nema maður sé í gallaefnisgalla. Eru þær gallaðar? Mínar eru það allavega. Á rassinum.
Allavega ætla ég í kringluna að kaupa buxur, kannski eitthvað meira. Kannski sumarbol fyrir Spán. Það er nú eiginlega nauðsinlegt.
Í dag kom stórstjarna í búðina. Það var Pétur frá Strákunum. Hann var í glitrandi glimmerskyrtu. Glæsilegur að vanda. Hann keypti bensín fyrir 2000 á þjónustudælunni og pakka af marlboro sígarettum. Ekki fyrir sjálfan sig þó. Hann var alvarlegur og feiminn. En samt í svartri glimmerskyrtu svo það var nú smá húmor í honum. Mig langaði að segja brandara við hann en datt ekkert í hug. Þar fór í verra. Ef vel hefði farið hefði ég getað orðið 4-i meðlimur strákanna. Þvílík vonbrigði. Eeeen ég fékk mér snikkers í sárabætur. All good.
Lena og Hildur voru í gönguferð um landið um helgina, ég vorkenndi þeim að þramma um í rigningunni. Ég vorkenndi hins vegar Siggu ekkert sem fór út til Danmerkur+Frakklands+Ítalíu á föstudaginn. Eftir nákvæmlega 2 vikur verð ég crazy að pakka og stressa mig yfir einhverjum undirbúningi fyrir Spán. Ég hlakka til.
2 vikur og 4 klukkutímar í SPÁN!!!
Texti dagsins: ,,Lucky that my breasts are small and humble, so you don´t confuse them whith mountains" (snillingurinn Shakira!)

posted by Gugga Rós at 12:35 am |

About Me

My Photo
Name: Gugga Rós
Location: Reykjavík, Iceland

View my complete profile

Hinir töffararnir

  • Sigga sætasta!!
  • Auður Spánarfari
  • Glingur í hæsta gæðaflokki
  • Maroon Five fansite
  • Sagan endalausa
  • Arngunnur
  • Halla
  • Pælingar Kára
  • Beggi kempa
  • Grammar(practice)
  • Höslmaskínurnar
  • Sögur frá sólinni
  • Elín frænka
  • Lára frænka;)
  • Sigurlaug litla
  • Besti bekkur í öllum heiminum?
  • Biggi
  • Lena sæta
  • Blómaprinsessur
  • Palli bróðir
  • Myndir:)

    • Guggusíða
    • Siggusíða
    • Eddusíða
    • Soffusíða
    • Auðarsíða
    • Fyrri skrif

      • Gleðin tekur völd
      • Allt of fyndið í prófum
      • Hit me baby one more time...
      • Prófvæl
      • Britney
      • Summerland
      • Gossip Girl
      • Bush 2000
      • Framtíð Guðrúnar
      • If it hadn´t been for cotton-eye joe i´d been marr...

      Mánuðir

      • May 2004
      • June 2004
      • July 2004
      • August 2004
      • September 2004
      • October 2004
      • November 2004
      • December 2004
      • January 2005
      • February 2005
      • March 2005
      • April 2005
      • May 2005
      • June 2005
      • July 2005
      • August 2005
      • September 2005
      • October 2005
      • November 2005
      • December 2005
      • January 2006
      • February 2006
      • March 2006
      • April 2006
      • May 2006
      • June 2006
      • July 2006
      • August 2006
      • September 2006
      • October 2006
      • November 2006
      • December 2006
      • February 2007
      • July 2007
      • September 2007
      • February 2008
      • March 2008
      • April 2008
      • May 2008
      • June 2008
      • July 2008
      • August 2008
      • September 2008
      • October 2008
      • November 2008
      • December 2008

      Powered by Blogger